blaðið

Ulloq

blaðið - 08.11.2005, Qupperneq 10

blaðið - 08.11.2005, Qupperneq 10
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaðið Nú hefurðu meiri tíma til að vera með. Sölukerfið er opið til kl. 17 á veturna! Askriftar LEIKUR LOTTÓ Með LOTTÓ í ÁSKRIFT gætir þú auk jþess hreppt einn af 30 glæsllegum aukavinningum. V I K I N G A L#TT# Alltaf á miðvikudögum! lotto.is 10 I Utanríkisráðherra Indlands sviptur embætti Ásakaður um að hafa notið góðs af mat-fyrir-olíu áœtlun Samein- uðu þjóðanna. Ríkistjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. ásakanir á hendur Congress-flokkn- um og meðlimum hans. Talsmaður forsætisráðherra sagði að rannsókn- ir Pathak og Dayal tengdust ekki. Matur-fyrir-olíu áætlunin var stærsta mannúðarverkefni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nokkru sinni tekist á hendur og kostaði eina 6o milljarða Bandaríkjadala. Hún átti að gera Irökum kleift að kaupa mat, lyf og aðrar nauðþurftir í skipt- um fyrir olíu án þess að það bryti í bága við viðskiptabann sem sett var á landið eftir innrásina í Kúveit árið 1990. Rannsókn óháðrar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós meiriháttar spillingu og mútu- greiðslur hefðu átt sér stað í skjóli áætlunarinnar. ■ Natwar Singh, utanríkisráðherra Indlands, var i gær sviptur emb- ætti vegna ásakana um að hann hefði notið góðs af samningum í tengslum við mat-fyrir-olíu áætlun Sameinuðu þjóðanna. Indverska ríkisstjórnin hefur skipað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanir um að hann og stjórnarflokkurinn Con- gress-flokkurinn hafi notið góðs af áætluninni. R.S Pathak, fyrrverandi hæstaréttardómari, verður formað- ur nefndarinnar. „Þetta verður óháð rannsókn og óháða rannsóknin mun leiða til óháðrar niðurstöðu," sagði Pathak í sjónvarpsviðtali í gær. Á sunnudag útnefndi ríkisstjórn- in Virender Dayal, fyrrum embættis- mann Indverja hjá Sameinuðu þjóð- unum, til að útvega upplýsingar um Rannsókn hefur verið fyrirskipuð á því hvort Natwar Singh, utanríkisráðherra Indlands, hafi notið góðs af samningum f tengslum við mat-fyrir-olíu áætlun Sam- einuðu þjóðanna. Gröf Kópernikusar fundin Fornleifafræðingar í Póllandi telja nánast fullvíst að þeir hafi fundið líkamsleifar Kópernikusar, 16. aldar stjörnufræðingsins og kennimanns- ins sem gerbylti heimsmynd okkar með kenningu sinni um að pláne- turnar snérust i kringum sólina. Prófessor Jerzy Gassowski sagði á umræðufundi í síðustu viku að hann teldi að líkamsleifar sem fund- ust undir altari Frombork-dómkirkj- unnar væru af Kóperníkusi. Eftir að hafa mælt aldur hauskúp- unnar og beina sem og andlitsfall sagðist Gassowski vera 97% viss um að þetta væru líkamsleifar stjörnufræðingsins en DNA-rann- sókn þyrfti þó að koma til svo að hægt verði að ganga úr skugga um það. Með því að endurbyggja haus- kúpuna í tölvu kom i ljós höfuð grá- hærðs manns um sjötugt en á þeim aldri var Kópernikus þegar hann dó. Einnig var hægt að sjá á mynd- inni ör fyrir ofan vinstra auga hans og skakkt nef eins og á gömlum Kópernikus breytti heimsmyndinni með kenningu sinni um að pláneturnar snérust I kringum sólina. andlitsmyndum af Kópernikusi. Kó- hugsanlega má finna DNA-sýni í pernikus átti enga afkomendur en grafreitum ættingja hans. ■ Repúblikanar kynna frumvarp um landamœragœslu Vilja reisa vegg meðfram landamærum Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins vilja stórefla gæslu á landamærum Bandaríkj- anna og Mexíkó og meðal annars láta reisa vegg til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda. Nokkrir þingmenn Repúblikana- flokksins hafa kynnt lagafrumvarp um landamæragæslu þar sem meðal annars er lagt til að veggur verði reist- ur meðfram landamærum Banda- ríkjanna og Mexíkó til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur komist til landsins. Veggurinn yrði 3200 kílómetra langur og myndi ná frá Kyrrahafi til Mexíkóflóa. Landamæragæsla yrði jafnframt stórefld og starfsfólki svo sem landa- mæravörðum, og saksóknurum fjölgað til muna. Einföld bygging Þegar Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins í Kaliforníu og einn af flutningsmönnum frum- varpsins, var spurður um kostnað og fyrirhöfn sem smíði veggsins hefði í för með sér svaraði hann eingöngu að um einfalda byggingu væri að ræða. Ekki eru allir Repúblikanar jafn- vissir um ágæti hugmyndarinnar og Hunter og hefur Jeff Flake, þing- maður flokksins fyrir Arizona-ríki, meðal annars bent á að um 400.000 manns komi löglega inn í landið á ári hverju en dvelji áfram eftir að vegabréfsáritun þeirra rennur út. Veggurinn muni ekki koma í veg fyrir að helmingur þeirra ílengdist í landinu. Ekki er ljóst hvort hugmyndin njóti nægilegs stuðnings í báðum deildum þingsins til að verða sam- þykkt. Ríkisstjórn George Bush hef- ur einnig heitið að leggja sitt af mörk- um til að efla landamæragæslu og í vikunni tilkynnti Michael Chertoff, heimavarnarráðherra, að landa- mæravörðum yrði fjölgað um 1000 til að stemma stigu við straumi ólög- legra innflytjenda. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.