blaðið - 08.11.2005, Page 14
blaöið—
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
BRUÐL INNAN BORGARINNAR
Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg, sem birtar eru hér framar í
Blaðinu, nemur launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna hinna ýmsu
nefnda borgarinnar um 140 milljónum króna á síðasta ári. Ekki er óal-
gengt að hver einstaklingur sem situr í nefnd á vegum borgarinnar fái
um 70.000 krónur fyrir störf sín þar. Sérstaklega skal tekið fram að
borgarfulltrúar fá ekki sérstaklega greitt fyrir nefndarsetur, því þær eru
reiknaðar inn í hefðbundin mánaðarlaun þeirra.
Það er ekki að efa að margar nefndir borgarinnar vinna mikið og þarft
starf, en hitt er líka eins víst að sumar þeirra koma sjaldan saman. Frá
Reykjavíkurborg fást síðan þær upplýsingar að almennt hittast nefndir
borgarinnar tvisvar til þrisvar í mánuði. Fyrir fulltrúa í þeim nefndum
sem sjaldnast hittast hljóta nefndarlaun er vera auðsótt fé. Þegar haft er
til hliðsjónar að lægstu mánaðarlaun starfsmanna borgarinnar nema
aðeins rúmum 100.000 krónum á mánuði hljóta þessar tölur að vekja
menn til umhugsunar.
Þegar heildarupphæðin er skoðuð, þ.e. milljónirnar 140, er hún kannski
ekki há þegar horft er á tekjur og rekstrargjöld borgarinnar í heild sinni.
Þegar hún er skoðuð ein og sér stingur hún hinsvegar í augu. Fulltrú-
ar minnihluta borgarstjórnar hafa verið óþreytandi við að benda á að
fulltúar R-listans hafi ekki staðið sig neitt sérstaklega vel í rekstri borg-
arinnar. Því til staðfestingar benda þeir meðal annars á þá staðreynd að
allar álögur á borgarbúa um þessar mundir séu í hæstu hæðum. Þrátt
fyrir að Reykjavík sé stærsta sveitarfélag landsins verða íbúar borgarinn-
ar ekki varir við að stærðin skapi nokkra hagræðingu. Allavega verða
þeir ekki varir við það þegar lögboðin gjöld eru greidd.
Hættan við að stjórna stórri rekstrareiningu er að nokkrar milljónir
króna fari að skipta minna og minna máli - þær fara að skipta litlu máli
í hinni stóru heildarmynd. Hinsvegar skiptir hver króna miklu máli í op-
inberum rekstir, og íbúar Reykjavíkur eiga að gera kröfu um að borgin
sé vel rekin. Með öðrum hætti er ekki hægt að bjóða upp á nauðsynlega
þjónstu án þess að skattpína borgarana á móti. Ef endurskoða þarf rekst-
urinn þarf að byrja einhvers staðar. Það væri ekki vitlaust fyrir borgar-
fulltrúa að fara yfir liðinn nefndarlaun í ársreikningi og athuga hvort
þar væri hægt að spara nokkrar milljónir, eða kannski tugi milljóna.
Borgarbúar vita að auðvelt er að setja þá fjármuni í þarfa málaflokka
- foreldrar myndu líklega byrja á að benda á stöðu leikskólanna um þess-
ar mundir.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaóiö
KoSNiNG/tBTOÁTTflN
rR HATiN.f
ELSIOí JOtóFUDUR
mJftGvFÍBi Míu LiGWNGU
UVJu RwNGBTMUTaRiwVW
pvi ÉG ViSSi F/
nm ég vm
4£> Sjcífl...
/ÍTLHR9V At> VtRA
flt> KSSU í
tfÓTT gTEVfíN Jom
Tilvistarkreppa Alþingis
Heldur hljótt hefur verið um störf
Alþingis þetta haustið. Ekki einungis
af því að fá átakamál séu á vettvangi
stjórnmálanna. Meira út af starfs-
háttum þingsins. Þingið er frosið í
fáránlegum þingsköpum sem hent-
uðu ágætlega fy rir fimmtíu árum síð-
an en eru í besta falli broslegar núna.
Þau miðast við nokkrar snarpar risp-
ur á milli gangna og rétta annars-
vegar og sauðburðar hinsvegar. Enn
í dag miðast starfsemi löggjafans
við þessar afdönkuðu vinnureglur.
Nýr forseti fer vel af stað
Nýr forseti þingsins, Sólveig Péturs-
dóttir, hefur hinsvegar lýst því yfir
að hún ætli að breyta þessu. Færa
Alþingi til nútímans. Það er gott og
ég hef fulla trú á því að hún láti reyna
á það. Hún fer vel af stað sem forseti
þingsins. Er sköruleg og ákveðin og
hikaði ekki í upphafi við að draga
skýrt fram vandlætingu sína með
núverandi verklag þingsins.
Nú vel inn í nóvember er þing-
ið enn rétt að hökta af stað. Síðast
vegna tæplega tveggja vikna hlés á
störfum þess vegna Norðurlanda-
ráðsþings og kjördæmaviku svokall-
aðrar. Þetta er í sjálfu sér verst fyrir
Alþingi sjálft sem allir vita að er í
tilvistarkreppu sem æðsta stofnun
þjóðarinnar. Það kemur held ég til af
mörgu en einnig og ekki síst vegna
þessa sérstæða vinnufyrikomulags
sem kemur almenningi til að halda
að þingmenn séu meira og minna í
fríi.
Auðvitað eru þingmenn ekki
almennt í fríi þegar þing er ekki
að störfum en þannig birtist það
mörgum. Enda hvaða rök eru fyr-
ir því að þingið starfi ekki frá maí
fram í október? Engin að sjálfsögðu.
Þessu þarf að breyta þannig að þing-
ið starfi jafnar yfir árið. Ég skora á
Sólveigu að breyta þessu með rót-
tækum hætti líkt og t.d. fulltrúar
Samfylkingarinnar í forsætisnefnd
hafa kynnt í þingmáli um breytt
Björgvin G. Sigurösson
þingsköp.
Máð þrígreining
Margt fleira en vinnulagið veldur
því að innan við helmingur að-
spurðra í vönduðum Gallup könnun-
um segjast treysta Alþingi. Æðstu
stofnun þjóðarinnar. Onnur ástæða
er sú að mínu mati að þingið birtist
oft og á tíðum sem stimpilstofnun
fyrir framkvæmdavaldið. Fram-
kvæmdavald sem hefur síðastliðinn
12 ár vaðið yfir löggjafann þegar því
hentar og bíður svo við að horfa.
Skilin í þrígreiningu ríkisvalds-
ins eru afar veik nú um stundir. Þau
þarf að skerpa verulega eigi Alþingi
að öðlast þá stöðu og virðingu sem
því ber að hafa. Leiðirnar að því
eru margar og umdeildar og hljóta
að koma inn í vinnu nefndar um
stjórnarskrárbreytingar sem nú er
að störfum. T.d. hvort ráðherrar
eigi að segja af sér þingmennsku á
meðan þeir gegna embætti ráðherra
eða hvort kjósa eigi framkvæmda-
valdið beinni kosningu. Leið sem
ég er mjög hrifin af og Vilmundur
Gylfason flutti um þingmál fyrir
22 árum. Mál sem var flutt af hon-
um sem fyrsta þingmál væntanlegs
Bandalags jafnaðarmanna. Kannski
er kominn tími á endurflutning á
því. Hver veit?
Beðið eftir Godot?
Verða hörð átök á Alþingi í vetur? Það
getur vel verið. Allir bíða fjölmiðla-
frumvarps sem átti að fylgja hinni
„sögulegu" sáttargjörð sem mennta-
málaráðherra er nýbúinn að ganga
frá í kjölfar landsfundar flokks
síns. Margir vopnaglaðir þingmenn
bókstaflega roðna af spennu þegar
minnst er á málið. Það er ávísun á
mikið fjör í þinginu en mín spá er
sú að nýtt fjölmiðlafrumvarp komi
ekki fram á þessu kjörtímabili. Það
bíður nýrrar ríkisstjórnar að ljúka
því mikla deilumáli. Til að leiða það
til lykta er ríkisstjórnin einfaldlega
of veik og löskuð. Kjarkurinn farinn.
Fór með Davíð. Einsog svo margt
fleira.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Klippt & skoríð
Vilhjálmur sigurvegari - eins og Þrá-
inn Bertelsson hefur
útnefnt oddvita Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík - var
í viðtali í Kastljósi á sunnudag
og þarspurði Kristján Kristjáns-
son hann talsvert út í það að
nokkrir bæjarstjórar í nágrenni Reykjavíkur
lýstu yfir stuðningi við Gísla Martein. Vilhjálm-
ur gerði lítið úr þessu og sagði að menn hefðu
sjálfsagtýmsarástæðurfyrirþví. Sjálfum hefði
honum þó þótt það óvenjulegt að bæjarstjórar
væru að lýsa skoðunum sínum á þv( hverjir veld-
ust tll stjórnar í öðrum sveitarfélögum. Á hitt
má þó minna að meðal fyrstu manna, sem lýstu
yfir stuðningi við Vilhjálm f prófkjörsbarátt-
unni voru þeir Halldór Halidórsson, bæjarstjóri
á ísafirði, og Kristján Þór Júlfusson, bæjarstjóri
á Akureyri, og þá þótti Iftið skrýtið við það.
I enn héldu að það væri óhætt að
fletta blöðunum
I aftur eftir próf-
kjörsfárið, sem geysað hefur
á síðum þeirra undanfarnar
vikur, en það var nú öðru nær.
Sjálfstæðismenn voru ekki fyrr
búnir að velja sér sína forystu-
sveit í Reykjavík þegar Stefán Jón Hafstein birti
heilsíðuauglýsingu og hóf þannig prófkjörsbar-
áttu Samfylkingarmanna fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar næsta vor. Prófkjör Samfylking-
arinnar fer fram 11.-12. febrúar 2006 og því
verður þetta stutt og snörp kosningabarátta...
á mælikvarða Samfylkingarinnar, en eins og
kunnugt er hóf Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir
kosningabaráttu vegna formannskosninganna
f vor með ríflega tveggja ára fyrirvara.
klipptogskorid@vbl.is
Vef-Þjóðviljann (www.andriki.is) má
nánast alltaf lesa sér
til ánægju, því hann
er lipurlega skrifaður og penn-
arnirskarpskyggnariáhiðsögu-
lega samhengi hlutanna en
flestir aðrir fjölmiðlar landsins.
Endrum og sinnum skúbba þeir Vef-Þjóðvilja-
menn svo, eins og þegar þeir bentu á hvernig
lóðahappdræti R-listans braut öll lögmál tilvilj-
ana. í gær Ijóstrar Vef-Þjóðviljinn því svo upp
að lllugi Jökulsson, Talstöðvarstjóri, hafi geng-
ið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í prófkjörinu
um liðna helgi. Illugi hefur um langa hríð verið
einn vígfimasti áróðursmaður vinstrimanna á
íslandi og hljóta þessi sinnaskipti þvf að vera
nokkur pólitfsk tíöindi.