blaðið - 08.11.2005, Qupperneq 20
20 í BÖRN & UPPELDI
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Nýtt hegðunarkerfi í Áslandsskóla
Hegðun hefur klárlega batnað
í Ásiandsskóla í Hafnarfirði hafa
orðið miklar breytingar á hegðun
nemenda enda var innleitt nýtt
hegðunarkerfi sem hefur vakið
rnikla lukku á meðal nemenda
og kennara. Kerfið nefnist SMT
Skólafærni og byggir á reglum
um jákvæða hegðun nemenda.
Blaðið sló á þráðinn til Leifs
S. Garðarssonar, skólastjóra
Áslandsskóla og forvitnaðist hver
væri galdurinn við nýja kerfið.
SMT Skólafærni (School Manage-
ment Training) byggir á PMT (Par-
ent Management Training) sem er
meðferðarrúrræði fyrir foreldra
barna með hegðunarerfiðleika og
byggir á áratuga rannsóknum sem
sýna góðan árangur. IPMT fá foreldr-
ar aðstoð við að brjóta vítahring sam-
skipta sem hefur myndast, með því
að kenna þeim styðjandi uppeldis-
aðferðir. 1 kjölfar góðs árangurs
af notkun PMT var ákveðið að inn-
leiða SMT í Áslandsskóla en Víði-
staðaskóli og Lækjarskóli hafa notað
kerfið í tvö ár.
Nemendum umbunað
fyrir jákvæða hegðun
Leifur segir að SMT byggi á því að
búa til reglur um jákvæða hegðun
og veita jákvæðri hegðun athygli.
,Við kennum þessar reglur í byrjun
skólaársins og gerum þær sýnilegar
með því að hengja upp spjöld. Ein
reglan er til dæmis sú að ganga
hægra megin,“ segir Leifur og hlær.
,Hér ganga allir alltaf hægra megin.
Síðan finnum við leiðir til að virkja
alla í skólanum til þess að umbuna
nemendunum fyrir þessa jákvæðu
hegðun. Þá notum við svokallaða
Fugla sem er spjald í nafnspjalda-
stærð í mismunandi litum. Börnin
fá Fugl fyrir jákvæða hegðun og
þau geta fengið Fugl fyrir samvinnu,
ábyrgð eða tillitssemi. Yfirheitið hjá
okkur er samvinna, ábyrgð, tillits-
semi og traust og glöggir sjá að fyrsti
stafurinn í hverju orði er SÁTT, tek-
ið saman,“ segir Leifur með áherslu
í röddinni.
Fuglaveisla í verðlaun
Leifur segir að kennarar geti skrifað
einhver jákvæð ummæli aftan á Fugl-
inn ef þeir svo kjósa en þótt barn
vinni til Fugls þá er það bekkurinn
sem safnar þeim. „Einstaklingur fær
kannski Fugl, fer með hann heim
til að sýna og kemur svo með hann
næsta dag og þá fer hann í safnið hjá
bekknum. Bekkurinn safnar saman
Fuglum og þegar hann er kominn
upp í ákveðinn fjölda þá er haldin
Fuglaveisla í bekknum, kannski
horft á myndband með poppi en
verðlaunin eru eitthvað sem börnin
hafa ákveðið fyrirfram.“ Aðspurður
hvort þetta sé ekki mikið til huglægt
mat hjá kennaranum viðurkennir
Leifur það. „Jú, það verður það alltaf.
Við erum líka svolítið að læra á kerf-
ið enda nýtt.“
Stopp miði við
alvarlegum frávikum
SMT gengur út á að verðlauna og ýta
undir jákvæða hegðun en vitaskuld
þarf líka að hegna fyrir verri hegðun.
„Svo eru viðurlög við ólíkum hegðun-
arfrávikum, ef menn gera eitthvað
af sér. Þá skilgreinum við minni hátt-
ar frávik og alvarleg frávik. Þá eru
ákveðnar afleiðingar og ákveðið ferli
sem fer í gang við óæskilega hegðun. í
fyrstu tvö skiptin eru málin kannski
leyst af kennara en eftir það gæti kom-
ið til svokallaður Stopp miði. Það er
ákveðinn gátlisti þar sem starfsmað-
ur merkir inn á listann óæskilega
hegðun sem hann verður vitni að.
Svo fer þessi miði í hólf umsjónar-
kennara og svo í ákveðið skráningar-
ferli á skrifstofu skólans," segir Leifur
en bætir við að sem betur fer gerist
það ekki oft.
Einstaklega gott fyrir
yngstu börnin
Leifur segir að hegðun nemenda
hafi batnað heilmikið auk þess sem
kennararnir eigi auðvelt með að
vinna með kerfið. „Hegðun hefur
tvímælalaust batnað og til dæm-
is hefur hávaðinn í matsalnum
minnkað mikið. Við gerum kennslu-
leiðbeiningar fyrir hverja einustu
reglu sem kennararnir og starfs-
mennirnir fara svo eftir. Kennur-
um hefur gengið mjög vel að vinna
eftir þessu. Það hefur hjálpað okk-
ur geysilega mikið hversu jákvæðir
starfsmenn voru að taka þetta upp,
það er algert lykilatriði. Það voru
allir mjög jákvæðir og samtaka í að
láta þetta virka. Þetta er því að reyn-
ast mjög vel og sérstaklega er þetta
gott fyrir yngstu börnin sem eru að
koma inn í skólann að læra reglurn-
ar með svona markvissum hætti,"
segir Leifur og bætir við að foreldrar
geti klárlega nýtt eitthvað af reglun-
um heima við. ■
svanhvit@vbl.is
Myndlistarnámskeið fyrir ungtfólk
Mörk tónlistar og myndlistar þurrkuð út
Tónlist og myndlist næra hvort
annað og örva. Það má því
segja að ekkert sé myndlistinni
óviðkomandi enda er hún orðin
vettvangur tilrauna, ævintýra og
könnunarleiðangra inn á hvert
það svið sem hægt er að láta sig
dreyma um. Myndlistaskólinn í
Reykjavík býður upp á helgarnám-
skeið fyrir 13-16 ára unglinga um
miðjan nóvember þar sem þeim
gefst kostur á að gera tilraunir
með samruna tónlistar og mynd-
listar ásamt því að skoða hvernig
þessir heimar næra hvern annan.
Listamennirnir Ragnar Kjartans-
son og Ásdís Sif Gunnarsdóttir
vinna með unga fólkinu og í sam-
einingu munu þau án efa skapa
margt eftirtektarvert.
Ragnar segir myndlistina vera út
um allt í dægurmenningunni. „Hún
er svo mikill innblástur fyrir allt í
kringum okkur. Það er svo mikið
sótt í myndlistina sem brunn en svo
lítur út eins og hún sé einungis fyrir
þröngan hóp útvaldra. Hugmynda-
fræði myndlistar er eitthvað sem
er gaman að pæla í og það er áhuga-
vert að hugsa um hana í sambandi
við tónlist. Ef við tökum sem dæmi
hljómsveit eins og Kraftwerk, sem
er í rauninni bara myndlistarverk
sem verður síðan einhver áhrifa-
mesta hljómsveit allra tíma. Tónlist
og myndlist hafa runnið saman í
allri poppmenningunni. Fyrir tutt-
ugu árum þá voru það hljómsveitir
eins og Sonic Youth sem er rosalega
myndlistartengd hljómsveit. Skýr-
asta dæmið um þetta eru Bítlarnir
og hvað þeir voru innblásnir af
myndlistinni. Þá mátti sjá hve mörk-
in á milli tónlistar og myndlistar
eru óskýr.“
Sjónræn tenging við tónlist
Þegar Ragnar er beðinn að útlista
hvað verði gert á námskeiðinu segir
hann að: „A námskeiðinu ætlum við
að byrja á kynningu á samruna tón-
listar og myndlistar auk þess sem
við kynnum okkur. Síðan verða unn-
in verkefni þar sem við finnum sjón-
ræna tengingu við tónlist. Þetta verð-
ur ógeðslega gaman,“ segir Ragnar
og hlær hressilega. „Þetta verður
líka rosalega gaman fyrir okkur Ás-
dísi. Við héldum einu sinni svona
námskeið á Seyðisfirði og hausinn
á okkur fylltist af hugmyndum. Við
lærðum eflaust mest á því sjálf af því
að í myndlistinni þá er maður alltaf
að leita í það sem maður var að hugsa
þegar maður var unglingur. Þá var
ákveðin draumsýn sem maður sá og
maður er að reyna að framkvæma í
dag.“ Aðspurður af hverju ungt fólk
sé oft svona frjótt segir Ragnar að:
,Á þessum árum mótast hugmynda-
heimur manns og hann tekur á sig
ákveðið form, hver maður er og fyrir
hvað maður stendur.“
Myndlistin nær en fólk heldur
Ragnar segir að á námskeiðinu
verði veitt innsýn inn í hvað mynd-
list skiptir miklu máli í dægurmenn-
ingu. „Hvað tónlist sem við tökum
eftir er mikið undir áhrifum frá
myndlist og það eru jafnvel mynd-
listarmenn að skapa hana. Það er
svolítið skemmtileg leið til að opna
manni sýn inn í myndlistarheiminn.
Maður getur verið að skoða eitthvað
Beck myndband, séð líkinguna í
myndlist og komist þannig inn í
myndlistina. Myndlistin er miklu
nær manni en fólk heldur. Maður
heldur alltaf að myndlistin sé eitt-
hvað lokað inn á söfnum, einhver
staðar lengst í burtu og síðan sé
poppmenningin eitthvað allt annað.
Við ætlum að sýna krökkunum hvað
þetta er í rauninni nálægt okkur.“
Nútímamyndlist
spennandi fyrirbæri
Ragnar segir að námskeiðið eigi
eftir að opna augu krakkanna fyr-
ir nútímamyndlist og hvað það
er spennandi fyrirbæri. „Þetta er
einnig mjög mikilvægt fyrirbæri ef
maður hefur áhuga á tónlist." Ragn-
ar segist þó ekkert vera sérstaklega
vakandi fyrir myndlist þegar hann
er að skapa tónlist. „Þetta blandast
bara einhvern veginn ómeðvitað,
maður er ekkert rosalega vakandi
fyrir því.“ ■
I Bravado
1 brjóstagjafa-brjóstarhaldari
í öllum stærðum 32-B - 46-H
V | ElðfetfK I ifi ■'
úr 100% bómull
FjÖLVÍTAMÍN DROPAR M/ DHA TMNIAT
Fullkomnari samsetning Mælt með af barnalæknum INFANT P^.fARF
Inniheldur DHA MUITI * j MBt- MTAMIS' 1
Engin jarðhnetuolía né aðrir þekktir ■jF V BtSeltA'
ofnæmisvaldar - 41gg
Hágæða framleiðandi -
1 H/l \\ 1 A [É Útsölustaðir Apótek I W B I ■■ 1 Lllf www.medico.is ■ * * II 1 LTlU Wm>i