blaðið - 09.11.2005, Page 2

blaðið - 09.11.2005, Page 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö SUSHI OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Kynlíf: íslendingar byrja fyrstir allra að sofa hjá Samkvœmt nýrri könnun eru landsmenn duglegir á kynlífssviðinu samanborið við aðrar þjóðir. Orkuveitan og Jarðboranir: Samið um boranir fyrir 7,4 milljarða I gær var undirritaður samn- ingur milli Jarðborana hf. og Orkuveitu Reykjavíkur (0R) um jarðboranir á Hellisheiði og Hengilssvæði. Þetta er umfangs- mesti samningur um slíkar framkvæmdir, sem gerður hefur verið hér á landi og nam hann um 7,4 milljörðum króna. Það voru þeir Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðbor- ana og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem skrifuðu undir samninginn. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2006 og standa þær að minnsta kosti til ársins 2009. Samningurinn var gerður í kjölfar stærsta útboðs 0R til þessa. Tvö tilboð bárust í verkið, en það felur í sér borun á yfir 40 holum, þar af 30 háhitahol- um á Hellisheiði og Hengils- svæði. Auk tilboðs Jarðborana barst sameiginlegt tilboð ístaks og Islenskra aðalverktaka, en útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Samstæða ístaks og íslenskra aðalverk- taka bauð 8,3 milljarða króna í verkið en Jarðboranir buðu 7,8 milljarða auk þess að leggja fram frávikstilboð. Kostnað- aráætlun ráðgjafa Orkuveitu Reykjavíkur nam hins vegar tæplega 10 milljörðum króna. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformað- ur OR, og Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, takast f hendur utan við höfuðstöðvar Orkuveitunnar eftir undirritun samningsins. Árleg kynlífskönnun smokkafram- leiðandans Durex hefur verið birt og leiðir hún í ljós ýmsar forvitnilegar upplýsingar um kynlífshegðun land- ans. 317.000 manns víðsvegar að úr heiminum tóku þátt í könnuninni og samkvæmt henni eru Grikkir „kynþokkafyllsta“ þjóð í heimi en þeir stunda kynlíf 138 sinnum á ári hverju. Við íslendingar erum tölu- verðir eftibátar í þeim efnum með 109 skipti á ári, en við erum þó yfir heimsmeðaltalinu sem er 103 skipti á ári. Japanir reka lestina með að- eins 45 skipti. Islendingar byrja þó fyrstir allra þjóða að stunda kynlíf, en samkvæmt tölunum byrjum við að stunda kynlíf á sextánda ári. Það er kannski eins gott að við trónum einnig nærri toppnum þegar kem- ur að kynfræðslu, en íslenskir þátt- takendur sögðust hafa fengið sína fýrstu kynlífsfræðslu 12 ára gamlir. Við erum einnig á því að fræðsla eigi að hefjast enn fyrr, eða við ellefu ára aldurinn og tæplega 80% aðspurðra segja að hvetja eigi unglinga til að stunda öruggt kynlíf. Hins vegar eru aðeins 2% Islendinga á því að ungt fólk eigi að stunda skírlífi fram að hjónabandi. Margir bólfélagar, framhjá- hald og fríir smokkar Landsmenn eru einnig duglegir við að skipta um bólfélaga, en þar lend- um við í fjórða sæti og er meðal fjöldi bólfélaga íslendinga 13. Þegar spurt var hvort þátttakendur hefðu stundað óvarið kynlíf kemur í ljós að 57% Islendinga hafa tekið þá áhættu, sem er töluvert fyrir ofan meðaltal. Einnig kemur fram að yngri aldurshópar hafa stundað óvar- ið kynlíf í minna mæli en þeir sem eldri eru. 33% jafðarbúa á aldrinum 16-20 ára hafa stundað óvarið kynlíf á móti 65% þeirra sem eru á aldrin- um 45-55 ára. 48% íslendinga eru á þeirri skoðun að stjórnvöld ættu að dreifa getnaðarvörnum frítt, svo sú viðleitni virðist nú vera til staðar, að draga úr óvörðu kynlífi. Engin önn- ur þjóð í könnuninni leggur jafn mikla áherslu á þetta atriði. 62% landsmanna segjast líta kynlíf sitt með opnum huga en um helmingur þeirra segist ánægður með kynlífið. Það er sennilega til marks um hve op- in við erum fyrir því að ræða kynlíf okkar, að 39% aðspurðra viðurkenna að hafa haldið framhjá maka sínum. Aðeins Danir, Norðmenn og Tyrkir halda meira framhjá, en sú goðsögn að Frakkar og Italir séu duglegir við að halda framhjá mökum sínum virðist ekki á rökum reist, því þeir raðast mun neðar á þann lista. Við erum einnig í fyrsta sæti þegar kem- ur að því að stunda kynlíf í hóp, en 26% okkar hafa farið í þríkant, og deilum við fyrsta sætinu með Suður- Afríkönum og Nýsjálendingum. ■ Netsamband við útlönd: Allsendis óviöunandi ástand Mikið hefur verið deilt á netsamband íslendinga við umheiminn í kjölfar tíðra bilana á Farice sæstrengnum upp á síðkastið. Fimm sinnum hef- ur sambandið rofnað síðan í júní sl. Tölvufyrirtækið Friðrik Skúlason ehf. sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem ástandið er gagnrýnt og skorað er á stjórnvöld að koma net- sambandi Islands við umheiminn í skikkanlegt horf hið fyrsta, eins og iað er orðað í tilkynningunni. „Ef slendingar vilja þróa hér þekkingar- ijóðfélag og þekkingariðnað sem er samkeppnishæfur á alþjóðamarkaði er nauðsynlegt að þessum fyrirtækj- um sé tryggt samskiptaumhverfi sem byggist á áræðanlegu og stöð- ugu netsambandi við útlönd.“ Annar strengur nauðsynlegur „Þetta ástand er allsendis óviðun- andi og langt frá því að vera ásætt- anlegt,“ segir Jón Birgir Jónsson hjá Farice. „Cantat strengurinn er ætlað- ur til vara en hann leysir þetta ekki nægilega vel úr hendi. Það eru eitt- hvað um tuttugu strengir milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. Allir þessir strengir, fyrir utan Farice og Cantat, eru hluti af hringtengingu, og við SSSSV-t-i þurfum í raun annan streng til þess að-geta haft hringtengingu til Evr- ópu.“ Jónsegir einnig að nýbúið sé að skrifa undir samning þess efnis að strengurinn verði tvöfaldaður frá Inverness í Skotlandi, og alla leið til London. „Þau rof sem orðið hafa á þessu ári eru mestanpart á þessari leið. Ef að þessi tvöföldun hefði ver- ið komin í gagnið hefðu óþægindin af þessari bilun orðið mun minni. í byrjun febrúar er ráðgert að þessi viðbót verði komin í gagnið. Framhaldsskólakennarar: Lögðu niður vinnu og skunduðu á Austurvöll Framhaldsskólakennarar frá Menntaskólanum í Reykjavík, Kvennaskólanum, Menntaskólan- um við Sund og Verslunarskólanum lögðu niður vinnu í gær og söfn- uðust saman fyrir utan Alþingi. Þar afhentu þeir Forseta Alþingis undirskriftalista og mótmæltu því að framhaldsskólanám verði stytt. Kennarar við Menntaskólann á Ak- ureyri lögðu einnig niður vinnu en fyrirhuguð stytting kemur að mati kennaranna verst niður á þeim skól- um sem hafa bekkjakerfi. „Þetta gekk nú bara ágætlega hjá okkur,“ segir Kolbrún Elfa Sigurðardótt- ir, talsmaður kennara. „Þetta var afskaplega látlaust, og á Akureyri hittu kennarar menntamálaráð- herra fyrir tilviljun. Við vonum bara að nú fari menn að ræða málið opinberlega, foreldrar að kynna sér þetta og þingmenn að fjalla um mál- ið. Tilgangurinn er semsagt að vekja umræðu. Það er þrengt verulega að bekkjarkerfis skólum. í áfangakerfi hafa krakkar svigrúm til að dreifa náminu á fleiri ár til dæmis. Það höfum við ekki. Þessir skólar hafa ákveðna sérstöðu, ákveðið náms- framboð sem mótast hefur í áranna rás, og þetta er hlutur sem við vilj- um halda L“ ■ Skútuvogi 6, 104 Reykjavik Sfmi 570 4700 Fax 570 4 701 eico@eico.is www.eico.is SKY+ Pace móttakari, með 40 GB hörðum disk Tvöfaldur 0,3 db LNB ne 85 cm Penta stáldiskur. Hægt er að taka upp allt 25 klukkutíma efni. 79.900 kr. O Heiðsklrt (3 Léttskýjað ^ Skýjaö @ Alskýjað Rigning, líUlsháttar ///' Rigning 11 Súld sjs^* Snjókoma siydda Snjóél Skúr * Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 13 15 11 13 13 12 06 10 10 10 18 -01 10 18 10 11 07 07 11 16 08 10 2° '// * 2° /// /// * & // / /// 3° ///_ 5oV/ 0 /// '// 5°/// /A Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýalngum trá Voöurstolu lalands Á morgun 3" C5 /// 3° eo / / / // / O /// /// 1° ///

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.