blaðið - 09.11.2005, Síða 4

blaðið - 09.11.2005, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaðiö Stjórnmál: Ingibjörg úr stjórnar- skrárnefnd HalldórÁsgrímsson forsætis- ráðherra leysti í gær Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur undan störfum hennar í stjórnar- skrárnefnd. í hennar stað hefur forsætisráðherra, að tillögu Samfylkingarinnar, skipað Kristrúnu Heimisdótt- ur lögfræðing í nefndina. „Það er bara því ég er að reyna að losa um minn tíma til að hafa meiri tíma til að sinna formennskunni," sagði Ingi- björg um málið 1 gær. „Ég er að reyna að vera ekki með bundið mikið af föstum fundartíma, því ég vil hafa svigrúm til að skipuleggja minn tíma. Það er ekkert pólitískt á bak við þetta,“ sagði Ingibjörg ennfremur. Ný bensínstöð Skeifunni Við hlið Krónunnar KR©NAN e atlantsoua laus ATLANTSOLIA - Ávallt ódýr - Jákvœður tónn: Engu lofað á tveggja tíma fundi Þráttfyrir að engin efnislegsvör hafifengist áfundi með ráðherrum var á honum jákvœð- ur tónn. Forseti ASÍ segist bjartsýnni eftir fundinn. Starfsmenn 2B: Ráðnir beint til ístaks Fyrirtækið ístak hf. hefur fengið atvinnuleyfi fyrir 14 Pólverja sem fram að þessu hafa unnið fyrir stafsmanna- leiguna 2B. Vinnumálastofun samþykkti og sendi atvinnu- leyfin frá sér í gær. Því er Ijóst að Pólverjarnir vinna ekki lengur á vegum starfsmanna- leigunnar hér á landi. Þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness. „ístak og Verkalýðsfélag Akra- ness hafa í sameiningu unnið að því finna farsæla lausn á mál- efnum pólsku starfsmannanna og hefur það nú loksins tekist. Þessi leið sem nú er farin er sú sama og þegar Verkalýðsfélag Akraness leysti mál Pólverjanna 5 sem starfa hjá Spútnik bátum á Akranesi. Verkalýðsfélag Akraness fagnar innilega því að farsæl lausn hefur fundist á þessari deilu“ segir á heima- síðu Verkalýðsfélags Akraness. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinn- ar gengu á fund forsætis- og utan- ríkisráðherra í gær. Á fundinum var rædd sú staða sem komin er upp í tengslum við kjarasamninga og að- komu ríkisstjórnarinnar að málinu. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt það undanfarið að ef rík- isstjórnin grípi ekki inn í, muni almennum kjarasamningum verða sagt upp um áramót. Að sögn Grétars Þorsteinssonar, forseta Alþýðusambands Islands (ASÍ), voru fjórar megin kröfur verkalýðshreyfingarinnar á hendur ríkisins ræddar á fundinum. Hann segir að þó engin bein svör hafi feng- ist um einstök mál hafi allt annar tónn verið í fulltrúum ríkisstjórn- arinnar en á fyrri fundum. „Maður er aðeins bjartsýnni en undanfarna daga“ segir Grétar. Fjórar megin kröfur Hægt er að skipta kröfum verka- lýðshreyfingarinnar í fjóra hluta. I fyrsta lagi vill ASÍ hreyfingin að lög verði settar á starfsmannaleigur, og segir Grétar að lagasetning sé nú í fullum undirbúningi. Krafa númer tvö snýr að starfsmenntamálum og fullorðinsfræðslu. „Þau svör sem við fáum eru að málið sé til skoðun- ar og að þeir sjái ekki annað en að þar verði lagt fram eitthvað sem ætti að vera ásættanlegt“ segir Grétar. Þriðja krafan er að atvinnuleysis- bætur verði tekjutengdar, en Grétar segir að á fundinum hafi fengist þau svör að um málið þyrftu verkalýðs- hreyfingin og Samtök atvinnulífs- ins (SA) að ná saman. Fjórða og sið- asta krafa verkalýðshreyfingarinnar snýr að aðkomu ríkisstjórnarinnar að lifeyriskerfinu. „Á fundinum var því lýst að málið sé erfitt en að það verði skoðað,“ segir Grétar. Frekari fundir framundan Fjögurra manna nefnd ASÍ og SA hef- ur tíma fram til 15. þessa mánaðar til að finna út úr því hvernig komið verði í veg fyrir uppsögn kjarasamn- inga. En er tíminn ekki að renna frá mönnum? „Það er nú einhvern veginn í svona samningagerð að oft dregur til tíð- jillMMÍm*M**"**~ Fulltrúar rikisstjórnarinnar og ASi freista þess þessa dagana að koma í veg fyrir upp- sögn almennra kjarasamninga. inda síðustu sólarhringana. Það er nægur tími til að ná saman ef vilji er til. Þó lítið hafi miðað fram að þessu vonum við að menn leggi til það sem þarf, “ segir Gylfi. Frekari fundir verða milli verka- lýðshreyfingarinnar og stjórnvalda næstu daga. ■ ítrekun I grein Blaðsins í gær sem birt- ist undir fyrirsögninni “Heföi kostað ríkið nærri 15 milljónir” heföi mátt skilja að Jón H.B. Snorrason heföi rekið umrætt mál frá upphafi. Af gefnu tilefni skal það ítrekað hér að Jón tók við málinu 1999 og kom ekki nærri því fyrir þann tíma. Jól í skókassa BlaHið/Steinar Hugi Um 30 krakkar úr æskulýðsstarfi Háteigskirkju unnu að því hörðum höndum i gær að pakka inn jólagjöfum handa jafnöldrum sínum í Úkraníu. Þetta er liður í verkefni KFUM og KFUK sem nefnist Jól í skókassa. Fyrir þá sem hafa áhuga að taka þátt í þessu verk- efni er hægt að skila inn skókössum til 12. nóvember. Þá má skila inn notuðum leikföng- um í verslanir Leikbæjar og fá í staðinn 10% afslátt af nýjum leikföngum. Kina álitlegur kostur I gær hélt fslenska-Kínverska Viðskiptaráðið upp á tíu ára afmæli. f tilefni af því var haldin hátíðarráðstefna á Radison SAS þar sem fram komu fjölmargir erlendir jafnt sem innlendir fyrirlesarar. T Sjóntækjafræðingur með réttindí til sjónmælinga og linsumælinga Endumýjar þú gleraugun þín nógu oft eða langar þig bara í ný? Vaxtalaus kjör í allt að 24 mánuði engin útborgun Suðurlandsbraut 50, í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800 Gleraugað

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.