blaðið

Ulloq

blaðið - 09.11.2005, Qupperneq 10

blaðið - 09.11.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö Taílendingar koma sér upp viðvörunarkerfi Taílendingar segjast vera búnir að koma sér upp viðvörun- arkerfi vegna flóðbylgju af völdum neðansjávarjarðskjálfta í samvinnu við Bandaríkja- menn og nágrannaríki sín. „Framfarirnar hafa verið mjög viðunandi. Nú höfum við kerfi sem virkar og mun geta varað fólk tímanlega við sem býr á eða heimsækir svæði sem kunna að vera í hættu,“ sagði Kantathi Suphamongkhon, utanríkisráðherra í viðtali við AFP-fréttastofuna. Hann sagði ennfremur að ríkisstjórnin hefði unnið með nágrönnum sínum og flóðbylgjumiðstöðinni á Hawaii að þróun slíks kerfis síðan flóðbylgjan mikla skall á landinu í lok desember á síðasta ári. Nærri 5400 manns fórust í flóðbylgjunni. Ráðherrann lagði áherslu á að það kynni að taka fáeinar klukkustundir fyrir flóðbylgjur að skella á landinu þar sem það séu engin jarðskjálftamis- gengi í nágrenni Taílands. Maður deyr úr fuglaflensu í Víetnam Lést eftir að hafa neytt kjúklings. Einnig leikur grunur á að stúlka sem lést á Indónesíu hafi verið haldin sjúkdómnum. Sérfrœðingar leggja á ráðin um viðbrögð við hugsanlegum faraldri í Genf. Starfsmaður á markaði með fuglakjöt í Jakörtu á Indónesíu þar sem talið er að stúlka hafi látist úr fuglaflensu í gær. Taflendingar hafa kannað mögu- leika á að koma upp kerfi sem gæti varað við flóðbylgju á borð við þá sem olli gífurlegu eignatjóni og mannfalli í Asíu í desember á síðasta ári. Maður á fertugsaldri lést nýlega úr fuglaflensu í Víetnam og varð þar með 42. fórnarlamb sjúkdóms- ins í landinu. Maðurinn sem er frá Hanoi lést á sjúkrahúsi í lok síðasta mánaðar eftir að hafa greinst með hið mannskæða HsNi-afbrigði flensunnar. Hann veiktist eftir að hafa lagt sér til munns kjúkling. Ættingjar hans sem einnig neyttu kjúklingsins veiktust ekki sam- kvæmt upplýsingum yfirvalda. Þetta er fyrsta dauðsfallið af völdum fuglaflensu í Víetnam í þrjá mánuði en veiran hefur orðið meira en 60 manns að bana í suðausturhluta As- Upplýsingatækni í dreifbýli Ráðstefha í Reykholti, fimmtudaginn lO.nóvember 2005 Fundarstjóri: Eiríkur Biöndal, framkvæindastjóri l-'undarsetning: Guðni Agúslsson, landbúnaöarraðherra 10:00 - 10:20 Kynning á ráðstefnu og LD-verkefninu 10:20- 10:40 Hrund Pétursdótlir Fjarskiptaáætlun 2005 - 2010 10:45 - 11:10 Ari Jóhannsson. verkefnastjóri hjá Póst og Ijarskiptastofnun Nokkur verkefni á sviði upplýsingatækni 11:10-11:35 Þórarinn Sólmundarson sérfraAingur þróunarsviði Byggðastofnunar Menntun og miðlun 11:35-12:00 Agúst Sigurðsson, rektor Landbúnaöarháskóla islands. Einkavæðing, arðsemi og dreifbýli íslands 12:00 -12:25 Cirétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjónnálafræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst Matarhlé 12:25-13:10 Síminn — upplýsingatækni f dreifbýli 13:10- 13:35 Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Sínians Kekstur og samkeppni í dreifliýli 13:35 - 14:00 Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Etnax ehf. Fjarskipti í dreifbýli 14:00 - 14:25 Þór Þorsteinsson framkvæmdasljóri Nepal L pplýsingasamfélagið fyrir alla! - Nctforrit bændasamtakanna 14:25-14:50 Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka íslands Kaffiveitingar Lmræður og fyrirspurnir Fundarslit áætluð kl. 16:00 Œ KB BANKI |^f RARIK <S> JL Síminri Bysgðastofnun íu síðan síðla árs 2003. Ennfremur er talið að stúlka sem lést á Indónesíu í gær hafi verið með sjúkdóminn og er beðið eftir niðurstöðum rannsókna til að geta staðfest það. Reynist það rétt verður hún sjötta fórnarlamb sjúkdómsins í landinu. Stúlkan sem var 16 ára var flutt á sjúkrahús í Jak- örtu, höfuðborg Indónesíu, á sunnu- dag með háan hita og alvarlega lungnabólgu og lést í gærmorgun. Hún bjó í úthverfi í austurhluta borg- arinnar, ekki langt frá fuglamarkaði en þó er ekki vitað hvort hún hafi komist í snertingu við smitaða ali- fugla. Af einkennum að dæma er þó talið líklegt að um fuglaflensu sé að ræða og má búast við niðurstöðum rannsókna á næstu dögum. Sérfræðingar funda um viðbrögð Á mánudag hófst neyðarfundur sérfræðinga á vegum Álþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar í Genf þar sem lagt er á ráðin um samhæfð- ar aðgerðir gegn útbreiðslu sjúk- dómsins. Sérfræðingar sem taka þátt í fundinum hvetja ríki heims til að koma sér upp áætlunum um hvernig eigi að bregðast við faraldri ef þau hafa ekki þegar gert það. Þeir eru sammála um að hætta sé á að faraldur sem gæti orðið milljónum að bana brjótist út. Heimsbankinn áætlar að það geti kostað meira en 800 milljarða Bandaríkjadala ef fuglaflensuveiran stökkbreytist og berist á milli manna. Annar lögmað- ur myrtur Verjandi fyrrverandi varafor- seta íraks í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var myrtur í gær í vesturhluta Bagdad. Adel al-Zubeidi sem var lögmaður Taha Yassin Ramadan, var myrt- ur og annar lögmaður særðist í fyrirsát í Adil-hverfinu. Al-Zu- beidi er annar verjandi í mál- inu sem er myrtur á innan við mánuði. Þann 20. október slð- astliðinn var Saadoun al-Janabi, lögmanni Awad al-Bandar, eins sakborninga í málinu, rænt af skrifstofu sinni af tíu grímu- klæddum mönnum. Lík hans fannst fáeinum klukkustund- um síðar á gangstétt við mosku í austurhluta borgarinnar. Auka notkun endurnýjan- legrar orku Kínverjar hyggjast eyða um 180 milljörðum Bandaríkjadala á næstu 15 árum til að auka notkun endurnýjanlegra orku- gjafa úr 7% í 15%. Áætlunin var kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu um endurnýjanlega orkugjafa í Peking í gær. Yfirvöld vonast til að þetta kunni að hafa um- talsverðan efnahagslegan og umhverfislegan ávinning í för með sér. Stavros Dimas sem fer með umhverfismál innan Evrópusambandsins sagði að mikilvægt væri fyrir Kínverja að þróa endurnýjanlega orkugjafa til að vera ekki eins háðir hefðbundnum orkugjöf- um og eiga auðveldara með að takast á við orkukreppur. í fangelsi fyrir að prenta biblíur Dómstóll í Kína dæmdi í gær prest úr kirkju mótmælenda, eiginkonu hans og bróður hennar til fangelsis- vistar fyrir að hafa ólöglega prentað biblíur og önnur kristileg rit. í Kína, sem er opinberlega trúlaust land þarf sérstakt leyfi trúmálayfir- valda til að prenta biblíur og önnur trúarrit. Ekki er hægt að kaupa bibl- íur í bókaverslunum f landinu sem hefur lengi verið gagnrýnt á alþjóða- vettvangi fyrir skort á umburðar- lyndi í garð trúarbragða. þriggja ára fangelsisdómur Presturinn Cai Zhuohua sem var handtekinn í september á síðasta ári hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir „ólöglega viðskiptahætti“ að sögn lög- manns hans. Eiginkona hans hlaut tveggja ára dóm og bróðir hennar 18 mánaða dóm fyrir svipaðar ákærur. Búist er við að þau muni áfrýja dóm- inum. Fjórði sakborningurinn, mág- kona eiginkonu prestsins, slapp við refsingu fyrir að hafa geymt í fórum sfnum ólöglega vöru þar sem hún vitnaði gegn mágkonu sinni. Mannréttindafrömuðir segja að þó að trúfrelsi sé tryggt í stjórnarskrá Kína og trúuðum sé leyft að iðka trú sína í hefðbundnum kirkjum beiti stjórnvöld í auknum mæli lögfræði- legum klækjum til að ráðast gegn heimakirkjum og óhefðbundnum trúhópum. Ströng lög gilda um prentanir á biblíum og öörum trúarritum I Kína. Biblían á myndinni er ekki sú sem um ræöir.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.