blaðið - 09.11.2005, Síða 15

blaðið - 09.11.2005, Síða 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 Frjálshyggju- félagið og ég Ólík hjörtu slá stundum í takt. Frjálshyggjufélag- ið eru samtök sem settvoruálaggiraf hugsjónamönnum á hægri vængnum. Þetta eru yfirleitt góðviljaðir og gáf- aðir ungir menn og ekki til stórra vand- ræða. Þeir gáfu mér einu sinni bjór þegar ég rambaði inn á fund þeirra á Fjörukránni. Síðan hef ég saknað þess að hitta þá ekki oftar. Formaður félagsins var Gunnlaug- ur Jónsson. Hann er líkur föður sín- um Jóni Steinari 9 9 Gunnlaugssyni hæstaréttardóm- ara um rökvísi og miklar gáfur - og báðirerueinsogtil- vonandi formaður breska íhaldsins, David Cameron, á því að taka væg- ar á fíkniefnum á borð við hass. Genetískir íhalds- menn daðra alltaf við syndina - en yfirleitt þó í leynd- um. Frjálshyggjufélagið hefur á stefnu- skrá sinni að bjóða fram við næstu kosningar. Ég óska heitt og innilega að það takist. Það er ekki vegna þess að ég sé sammála þeim. Öðru nær. Skoðanafrelsið er undirstaða alls góðs. Umræða þeirra - einsog hún hefur verið til þessa - er forvitnileg og sannarlega málefnalegt framlag í pólitiska umræðu hér á landi. í hreinskilni sagt, þá byggist vin- gjarnleg afstaða mín til þeirra ekki á bjórnum sællar minningar held- ur þrennu öðru. Flestir þeirra voru í Sjálfstæðisflokknum og margir þeirra hefðu átt von um frama þar. Það er virðingarvert þegar hugsjóna- menn segja skilið við slíkar vonir af því þeir trúa á eigin - og aðrar - hug- myndir. Önnur ástæðan er ekki af jafn göfugum hvötum hjá mér. Framboð þeirra gæti nefnilega tekið 1-2 pró- sent af Sjálfstæðisflokknum - sem gæti hugsanlega dregið úr þing- mannafjölda íhaldsins. Hin þriðja byggist svo á því að í einu veigamiklu pólitísku atriði eiga Frjálshyggjufélagið og Samfylkingin samleið - þó undarlegt megi virðast. Frjálshyggjufélag- ið lagði nefnilega til við stjórnar- skrárnefnd for- sætisráðherra - þar sem ég sit fyrir minn flokk - að landið verði gert að einu kjör- dæmi. Þetta er gamalt baráttumál jafn- aðarmanna. Við höfum lagt þetta fram á þingi frá því á þriðja ára- tug síðustu aldar. Það var að vísu töluvert fyrir minn tíma! Jón Bald- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins og Héðinn Valdemarsson vildu að landið yrði eitt kjördæmi af því einungis þannig væru tryggð þau mannréttindi að allir hefðu sama atkvæðavægi. Hið óvænta vekur alltaf eftirtekt mína. Þessvegna hafði ég lúmskt gaman af því að hjörtu jafnaðar- manna og gáfuðustu ungu mann- anna á hægri vængnum slái saman í þessu máli. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson Frjálshyggjufélagið eru samtök sem sett voru á laggir afhug- sjónamönnum á hægri vængnum. Þetta eru yfirleitt góðviljaðir og gáfaðir ungir menn Skammaður fyrir að mæta í vinnuna 1 Sigurjón Þórðarson 1 dag spurði ég glænýjan sjávar- útvegsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum hvort hann hygð- ist beita sér fyrir því að aflétt yrði þeirri einokun sem Hafró hefði á hafrannsóknum. Einar svaraði með því að tala út og suður eins og honum einum er lagið. Það var helst að hann næði sér á strik þegar að hann skammaði mig fyrir að mæta í vinnuna. Hann hafði mörg orð um að ég hefði ekki setið ráðstefnu á enda sem stendur enn yfir um samband hrygningar- stofns og nýliðunar, þó svo að hann vissi mætavel að ráðstefnan fór fram á meðan þingfundur stóð yfir. Einnig náði Einar örlitlu flugi þeg- ar ég brá mér i sæti mitt og hann sakaði mig um að vilja ekki hlýða á boðskap sinn. Að öðru leyti var ekki að heyra annað en að Einar ætlaði að halda sig við óbreytta stefnu, þ.e. að Haf- ró einangri allar rannsóknir og túlkanir á vísindalegum gögnum og finnist eðlilegt að halda út úr um- ræðunni allri rökstuddri gagnrýni á ráðgjöf sem hefur engu skilað. Það verður að segjast eins og er að sú uppbygging sem Hafró hefur boðað síðustu tvo áratugina á þorsk- stofninum hefur ekki gengið eftir þó svo að það hafi verið farið að mestu eftir ráðgjöf stofnunarinnar síðustu 15 árin. Það hefur verið mikil gagnrýni á árangursleysi veiðiráðgjafar Haf- rannsóknastofnunar og einnig þá staðreynd að stofnunin hefur end- urmetið þorskstofninn og hagrætt gögnum áratugi aftur í tímann, s.s. stærð hrygningarstofnsins. Ráðstefna Hafró sem fram fer í dag fjallar um mjög umdeildar kenn- ingar Hafró um að stór hrygningar- stofn væri lykill að nýliðun. Stofn- unin hleypti engum fyrirlesara að sem hafði andstæðar skoðanir. Það er eins og að Hafró hræðist skoðana- skipti. Annars er hlutskipti Einars K. mjög aumt, þ.e. að vera búinn að sitja í áratugi á hliðarlínunni og gagnrýna og þykjast vilja einhverjar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Þegar Einari er síðan skipt inn á vill hann engu breyta, heldur spilar ná- kvæmlega eins og forverar hans. Sigurjón Þórðarson Af hverju keyrði ég ekki bara Sæbrautina heim? Við sumum spurningum fást bara engin svör. Óhöpp henda okkur og við því er ekkert að gera. En þú getur brugðist við strax með því að tryggja hjá tryggingarfélagi sem gefur þér skýr svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála. Staðreyndin er því miður sú að maður er hvergi 100% öruggur í umferðinni. Það er nógu erfitt að vera valdur að tjóni þó að ekki komi til mikill kostnaður að auki. Þess vegna er skynsamlegt að vera við öllu búinn og tryggja bílinn rétt. Kaskótrygging TM er ekki flókinn hlutur og það tekur enga stund að ganga frá henni. Dæmi um hvað Kaskótrygging bætir: Dæmi um hvað Kaskótrygging bætir ekki: // Tjón á bílnum þínum vegna áreksturs við aðra bifreið eða kyrrstaeðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls og aur- og vatnsflóðs færðu bætt. // Tjón vegna þjófnaðar, innbrots, skemmdarverka eða skemmdra rúðum færðu bætt. // Hún greiðir bilaleigubíl í allt að 5 daga verði bíllinn þinn óökufær eftir tjón. // Ef um vítavert gáleysi eða ásetning, s.s. ölvun við akstur eða lyfjanotkun er að ræða bætir kaskótrygging ekki tjónið. // Ef hjólabúnaður eða undirgrind skaðast í akstri bætir kaskótrygging ekki tjónið. // Kaskótryggingin bætir ekki tjón vegna þjófnaðar eða skemmda á aukabúnaði, t.d. hjólkoppum og Ijósabúnaði. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þln og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.