blaðið - 09.11.2005, Side 22

blaðið - 09.11.2005, Side 22
22 I VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö Hvunndagshetjan Bryndís Svavarsdóttir Hefur hUtupið 66 maraþon og vill helst ekki stoppa Það er ekki annað hægt en að heillast af Bryndísi Svavarsdóttur enda er hún dæmigerð hvunn- dagshetja. Þessi mæta kona hefur hlaupið flest maraþon af öllum íslendingum eða 66. Maraþon er 42,2 kílómetrar þannig að það er fæstum auðvelt. Auk þess stundar hún nám í guðfræði í Háskóla íslands en hún heillaðist af guð- fræðinni fyrir nokkrum árum og þess utan hefur hún ásamt manni sínum komið fimm börnum á legg- Bryndís er ungleg og frískleg enda í ágætis formi eftir allt skokkið. „Ég verð 49 ára í nóvember. Ég var ein- mitt að hugsa um það um daginn, voðalega dugleg við fyrstu árin var að mæta í almenningshlaup. Þá voru mörg almenningshlaup yfir sumarið, til dæmis lítil hlaup eins og í Grafarvogi, Smárahlaupið og Flugleiðahlaupið. Þar er einmitt fólk á öllum aldri og öllum hraða og markmiðið er bara að taka þátt en ekki endilega að vinna. Margir byrja á því að ganga þegar þeir eru að byrja, til dæmis fullorðið fólk.“ Eitthvað sem togaði í mig Bryndís byrjaði að hlaupa þegar hún var 34 ára gömul og heillaðist samstundis af þessum nýja lífsstíl. „Ég sá grein í blaði og það var mynd af hópi sem var að hlaupa frá sund- lauginni. Það hafði aldrei hvarflað 99........................................ Ég er ekkert á sérstöku mataræði en er með mjög lágt kólesteról þó ég borði allt sem er á borðinu. Ég ét frekar ofmikið heldur en oflítið. Svo hleyp ég svo hægt að kaloríurnar ná mér alltaf. það verður skelfilegt að verða fimm- tugur á næsta ári,“ segir Bryndís með bros á vör. Bryndís vill ekki við- urkenna að hún sé í góðu formi en segir: „Ég hlýt nú að vera í einhverju formi, hvernig sem það form er. Ég hef ekki getað æft mikið á þessu ári en samt hef ég hlaupið tíu maraþon á árinu og í Laugavegshlaupinu. Ég hleyp alltaf Laugaveginn á hverju ári.“ Með kjöt utan á sér Árið í ár er þó ekki eina árið þar sem Bryndís hleypur mörg maraþon því alls hefur hún hlaupið 66 maraþon síðan hún byrjaði að hlaupa. „Eftir [iví sem ég best veit hefur enginn slendingur hlaupið fleiri maraþon. Ég byrjaði að hlaupa 1991 og þá bara í stuttum vegalengdum. Ég er engin keppnishlaupari, geri þetta bara út af áhuga. Ég er meira að segja með kjöt utan á mér, ólíkt öðrum hlaup- urum.“ segir Bryndís og hlær heill- andi. Bryndís segir að henni finnist rosalega gaman að hlaupa enda geti hún vart hætt. „ Mér finnst þetta ro- salega gaman. Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast og ég var að mér áður að fara að hlaupa. Ég var búin að vera í leikfimi í hálft ár. Það hentaði mér ágætlega en það var eitthvað sem togaði í mig að ég gæti nú kannski farið að hlaupa með þess- um hópi fyrst ég var búin að vera í leikfimi. Ég mætti bara í næsta tíma hjá þessum hópi og hélt mér við hann í mörg ár. Ég hitti hann öðru hvoru ennþá þó þau passi mér ekki lengur. Núna er ég búinn að koma mér í annan hóp hjá konum og við tökum þetta misjafnt, langt og stutt til skiptis og svo framvegis.” Með unglingunum í Hraðbraut Það hefur verið nóg að gera hjá Bryn- dísi í ár því aukþess að skokka hefur hún stundað nám í guðfræði við Há- skóla íslands. En það var ekki átaka- laust að komast inn í þann skóla. „Ég hélt ég kæmist í háskólann út á aldur, eins og margir hafa haldið. Ég sótti um en fékk ekki einu sinni svar fyrr en ég hringdi og var þá sagt að mig vantaði svo mikið af einingum. Ég sat haustönnina í háskólanum, bara svona til að hlusta, og fór svo í Flensborg eftir áramót. Svo byrj- aði Menntaskólinn Hraðbraut.ég Bryndís er afkastamikil kona enda stundar hún guðfræði og hleypur maraþon þess á milli, fór þangað og tók hann á tveimur árum. Það tók mikinn tíma og það var erfitt að æfa mikið með því. Allt var þetta til þess að fara í guðfræð- ina,“ segir Bryndís en tekur fram að það hafi verið frábært að vera í Hrað- braut. „Það er flott að geta tekið bara visst efni og lokið því af á mánuði. Við vorum bara með þrjú fög í einu og kláruðum þau.“ Bryndís hlær þeg- ar hún er spurð að því hvort flestir nemendurnir hafi ekki verið örlítið yngri en hún. „Þau tóku mér svo vel, þetta var æðislegur hópur. Við vor- um þrjár sem vorum aðeins eldri en flestir voru á aldrinum 16-18 ára.“ Hljóp 16 km heim úr vinnunni Bryndís segist þó ekki hafa getað stundað hlaupin eins og hún vildi í vetur enda hafi verið mikið að gera í skólanum. „Þar áður var ég að vinna upp á Höfða og fór að hlaupa heim úr vinnunni inn í Hafnarfjörð. Það var svo gott að sameina þetta svona. Ég hljóp Flóttamannaveginn og það eru sextán kílómetrar. Það var mis- jafnt hvað það tók mig langan tíma, það fór eftir veðri og færð. Ég hljóp heim þrisvar í viku og núna reyni ég að hlaupa þrisvar til fjórum sinnum i viku.“ Bryndís fór í fyrsta maraþon- ið sitt árið 1995 en það var í Stokk- hólmi. „Ég hljóp ekki heilt maraþon í Reykjavík fyrr en tveimur árum seinna. Ég var búin að lofa mér að hlaupa aldrei heilt maraþon hérna heima. Það eru svo fáir hérna og ég vissi að ég væri ekki á sama hraða og aðrir þannig að ég myndi hlaupa ein alla leiðina, eins og ég geri alltaf hérna á Islandi. Þegar þú hleypur úti þá ertu alltaf samferða einhverjum enda eru þar mörgþúsund manns að hlaupa. Það er allt öðruvísi. Þar eru svo margir meðfram sem hvetja mann áfram en hér eru ekki margir á leiðinni, þó það sé ágætis veður.“ Ekki nein keppnismanneskja Bryndís segir að það séu ekki marg- ir sem taki þátt í maraþonunum á íslandi þó það hafi vissulega aukist. „Þegar ég var að byrja að hlaupa þá tók enginn þátt nema hann hefði möguleika á að vinna og væri búinn að æfa sig virkilega vel í marga mán- uði,“ segir Bryndís og bætir við að það hafi nú ekki verið skemmtilegt að hlaupa þessar vegalengdir ein. „Þetta hefur breyst. Fólk getur tekið þátt þó það hafi ekki getað æft eins og það vildi. Þó það viti fyrirfram að það sé ekki á sínum besta tíma þá tekur það samt sem áður þátt.“ Bryn- dís segist þó ekki vera nein keppnis- manneskja enda séu hlaupin meira til gamans. „ Mitt kjörorð er ekki að vera á einhverjum svaka fínum tíma, það er frekar að taka þátt og hafa gaman af. Ég hef oft lent í erf- iðum maraþonum. Síðasta sumar þá hljóp ég í Oregon, í kringum Crater Lake. Þegar mér fannst brekkurnar vera orðnar ansi langar þá fór ég að spyrja þá sem ég var samferða hvort þetta væri löglegt. Af því að það er viss mælikvarði á hvað maraþon má vera erfitt. Þá var mér sagt að þetta væri eitt af erfiðustu maraþonunum á vesturströnd Bandaríkjanna. Ég var klukkutíma lengur en venjulega að klára maraþonið,“ segir Bryndís hróðug og viðurkennir að hún hafi nú verið stolt af sjálfri sér eftir á. „En þetta var erfitt." Komst í bandarísku pressuna Bryndís reynir að hlaupa í erlendum maraþonum þrisvar til fjórum sinn- 1 SAMKVÆMISJAKKAR OG TOPPAR 1 t MM MM Opið mán.-föstud. kl. 10-18 lau 10-14 1 l/pftffl/WWtMin v/ Laugalæk • simi 553 3755

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.