blaðið - 09.11.2005, Síða 25

blaðið - 09.11.2005, Síða 25
blaðið MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 FYRIR KONUR I 25 Konur gerí launakröfur i samrœmi við markaðinn BlaÖiÖ/Frikki Launamunur kynjanna kem- ur alltaf í umræðuna öðru- hvoru.og nú síðast í kringum kvennafrídaginn þar sem um 50 þús- und konur komu saman í miðbæn- um og minntust þess að 30 ár voru liðin frá kvennafrídeginum. Flestir sem rætt var við í kringum kvenna- frídaginn voru á þeirri skoðun að konur bæru ennþá skarðan hlut frá borði þegar kæmi að launum. Innan Verslunarmannafélags Reykjavíkur er meirihlutinn konur eða 60% á móti 40% karla. Að sögn Kristínar Sigurðardóttur, forstöðu- manns Samskipta- og þróunarsviðs VR eru launaviðtöl nú að verða ár- viss hjá fólki á vinnumarkaði og þykja sjálfsagður hlutur í dag. Krist- ín segist verða vör við að konur geri lægri launakröfur en karlmenn og hvetur konur til að kanna hver launin á markaðnum eru áður en þær fara í launaviðtal og gera kröf- ur í samræmi við það. „Þá er einnig mikilvægt að konur hugsi út fyrir hefðbundna prósentuhækkun,“ seg- ir Kristín og bætir við að hægt sé að semja um ýmislegt annað en beinar launahækkanir. „Karlmenn eru til dæmis duglegri að biðja um fríðindi en konur, þeir fá frekar greiddan símakostnað, farsíma, tölvuteng- ingu á heimilið, bifreiðastyrk og fleira,“ segir Kristín. Kristín segir að samkvæmt launa- könnunum VR hafi launamunur kynjanna verið óbreyttur sl 3 ár en minnkaði jafnt og þétt árin þar á undan. „Ég trúi því að launamun- ur kynjanna fari minnkandi,“ seg- ir Kristín. Hún segir að konur séu duglegri að fara á námskeið um launaviðtöl og sjálfsstyrkingu en karlmenn og séu orðnar ákveðnari í launaviðtölum. Kristín segir að þeg- ar konur eru spurðar um óskalaun nefna þær engu að síður lægri tölur en karlmenn svo nemur þeim mun sem er á raunlaunum kynjanna. Konur óvanar að gera kröf- ur sjálfum sér til handa Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur segir að í margar kynslóðir hafi kon- um verið innrætt að vera hógværar, alúðlegar og hugsa meira um aðra en sjálfar sig. „Áður þótti ekki kvenlegt að hækka röddina og það þótti ekki kvenlegt að gera kröfur - síst af öllu sjálfum sér til handa,“ segir Anna. Hún segir að konur sem gerðu slíkt hafa verið stimplaðar frekjur og grib- bur og þannig vildi engin kona vera. „Á sama hátt er karlmaður sem gerði kröfur var hins vegar álitinn ákveð- inn og fylginn sér,“ segir Anna. Hún segir það taka meira en eina kynslóð að breyta þessum hugsunarhætti og ekki síst þeim tilfinningum sem upp koma hjá konum þegar þær hugsa til þess að gera kröfur, eins og eðlilegar launakröfur fyrir sjálfar sig. „Við vitum það kannski margar með höfðinu núorðið að við stönd- um karlmönnum ekki að baki en þegar kemur að því að gera kröfur um sanngjörn laun koma erfiðar Kristín Sigurðardóttir Forstöðumaður Samskipta og þróunar- sviðsVR tilfinningar upp eins og óttinn við að vera eigingjörn, ágjörn og tilætl- unarsöm upp í hugum kvenna" segir Anna. Ráðleggingar fyrir launaviðtal frá Önnu, í Anna og útlitið „Það er auðvitað númer eitt að vera undirbúin undir viðtalið og að vita hvað maður vill,“ segir Anna. Hún segir að konur ættu að vera öruggar í framkomu, horfa í augu viðmæl- andans og nota þétt handtak. Anna segir að konur ættu að var- ast að vera áberandi í klæðaburði í launaviðtölunum og að förðun ætti að vera lítt áberandi, þannig ættu konur t.a.m. ekki að nota áberandi varalit í launaviðtali. Þá segir Anna að konur ættu að spegla yfirmann sinn í klæðnaði, þ.e. að vera fínar ef hann/hún er fínn. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is „Nýjustu fréttir herma að skrifstofu- fólki sé hollara að borða hádegis- nestið sitt á klósettinu heldur en við skrifborðið sitt. Klósettin eru víst betur þrifin en lyklaborðin á tölvunum. Tölvusérfræðingur hjá BBC tilkynnti þetta í þætti um dag- inn, einmitt þegar ég sat við tölv- una, hlustaði á útvarpið, renndi yfir póstinn minn og gæddi mér á kaffi og samloku. Rannsóknir sýna að lyklaborðin eru morandi í skít og bakteríum. Margir klístraðir fingur hafa rennt sér yfir takkana, brauð- mylsna og annað góðgæti hefur sull- ast niður og sest að milli stafanna í gegnum tíðina. Salerni eru þrifin reglulega en aðeins er rétt strokið yfir tölvuskjái. Drullan fær því að setjast að í rólegheitum á lyklaborð- inu. Breski sérfræðingurinn fann út að lyklaborðin eru með skítug- ustu stöðunum á skrifstofum og klósettin með hreinustu stöðunum. Gleðitíðindin fyrir viðkvæma eru að búið er að framleiða lyklaborð sem má setja í þvott. Sérfræðingurinn sannreyndi þetta þegar hann hellti tómatsósu, gosi, kaffi og ýmsum öðr- um matvörum yfir lyklana. Lét það standa og úldna þar til vinnufélagar voru farnir að kvarta sárlega yfir óþef. Þá setti hann nýja vatnshelda lyklaborðið í vaskinn, sprautaði yfir það alls kyns sótthreinsandi efnum og vaskaði upp. Viti menn: Tölvan virkaði sem fyrr. Hrein og fín og ekk- ert lifandi á tökkunum nema fimir fingur sem stjórnuðust af frjóu hug- viti. Krafa nútíma skrifstofumanns- ins er því héðan í frá að fá lyklaborð sem má stinga í uppþvottavél. Þar sem ég er nú farin að kynna það nýjasta, langar mig að benda aðdáendum Kvenspæjarastofunnar frá Botswana á að höfundurinn A1 exander McCall Smith hefur sent frá sér annan bókaflokk, sem er ólík- ur Afríkusögunum, en ekki síður skemmtilegur. Þetta er „The Sunday Philosophy Club“. Sögusviðið er Ed inborg nútímans og fjallað er um Isabelu, efnaða, einstæða glæsikonu sem er siðfræðingur að mennt. Fyrsta bókin hefst á því að Isabela fer á tónleika með Sinfóníuhljóm sveit Reykjavíkur og verður vitni að því að ungur maður fellur niður af svölum og deyr fyrir framan hana. Var þetta morð? Ýmis siðferðileg álitamál koma upp og Isabela tekst á við þau af mikilli snilld. „Sunnu dagsheimspekiklúbburinn" svíkur ekki aðdáendur rithöfundarins sem skapaði Kvenspæjarastofuna. Hvort rithöfundinum hefur orðið meint af að vinna við bakteríuhlað ið lyklaborð skal ósagt látið. Það er ólíklegt, enda alkunna að af mis- jöfnu þrífast börnin best.“ Kveðja Sirrý M HÖFUM OPNAÐ NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN AÐ HLÍÐARSMÁRA 13 í KÓPAVOGI ALLAR VHS MYNDIR Á KR. 1250.- (hvergi ódýrari) ÓTRÚLEGT TILBOÐ Á TITRURUM KR. 500.- MEÐAN BIRGÐIR ENDAST www.tantra.is HLÍÐARSMÁRI 13 S. 587 6969 Opið virka daga 12-20 FÁKAFENI 11 S. 588 6969 Laugardaga 12-18 WWW.ENGLAKROPPAR.IS STORHOFÐI 17 SIMI 5873750

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.