blaðið - 09.11.2005, Page 31
blaöið MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005
ÍÞRÓTTIR I31
Körfuknattleikur:
Bakgrunnur yngri landsliða
Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands íslands, birti merkilegan pistil á heimasíðu sambandsins
ígœr þar sem hann víkur að árangri ungmennalandsliða íslands í körfuknattleik á liðnu sumri. Blaðiðfékk að
birta pistilinn.
Undirritaður hefur - bæði hér-
lendis og erlendis - fengið
ítrekað þá spurningu hvað
við séum að gera hér á þessu litla
landi sem geri þennan árangur
mögulegan. Tel ég þar ýmislegt
koma til, en umfram allt samspil
ómissandi grunnþátta.
Gott skipulag
1 fyrsta lagi vil ég nefna til gott skipu-
lag unglingamála, hvort heldur er
innan vébanda aðildarfélaga okkar
eða sérsambandsins. Samstarf og
óeigingirni hefur einkennt það starf,
og eiga félögin mikinn heiður skil-
inn við grasrótarstarfið undir afar
erfiðum kringumstæðum. Innan
sérsambandsins hefur árangurinn
e.t.v. einkum falist í því að metnað-
arfullir einstaklingar hafa valist til
starfa í unglinganefnd sambandsins
undir dyggri formennsku Björns
M. Björgvinssonar fyrrverandi for-
manns KKÍ.
Metnaður þjálfara
í öðru lagi skal á það bent að á undan-
förnum árum hefur sprottið upp ný
stétt afar áhugasamra og skynsamra
unglingaþjálfara - einstaklinga sem
hafa fundið metnað í þjálfun yngri
landsliða, fremur en að hafa það
sem “aukabúgrein” samhliða meist-
araflokkum. Eg á vitaskuld afar erf-
itt með að nafngreina einn öðrum
fremur á þessum vettvangi, en ég tel
fyllilega verðskuldað að draga fram
aðdáun á ósérhlífni og áhuga þess-
ara einstaklinga.
1 sameiningu hafa unglinganefnd
og þjálfarar nú bryddað upp á þeirri
nýbreytni að vera farin að reka á eft-
ir stjórn KKÍ að fara að skipuleggja
undirbúning yngri landsliða þeg-
ar snemma að hausti. Er það afar
ánægjuleg þróun og gaman að vera
skammaður af slíkum áhuga - en
geta ber þess að fyrir einungis 2-3
árum síðan þá hófst fyrsti undirbún-
ingur slíkra verkefna jafnan í febrú-
ar/mars ár hvert, og þótti ýmsum
nóg um.
Dugnaður leikmanna
í þriðja lagi eru það leikmennirnir
sjálfir. Dugnaður íslenskra ung-
menna hvað þetta varðar er ótrúleg-
ur, hvort heldur um er að ræða fórnir
í sambandi við ferðalög eða æfinga-
tíma, fjárhagslegar fórnir við vinnu-
tap eða greiðslu ferðakostnaðar, eða
fórn skemmtana með félögunum
eða sumarleyfi með fjölskyldunni.
Hefur undirritaður raunar af tak-
markaðri faglegri þekkingu sinni á
því sviði sett fram þá þjálfunarfræði-
legu kenningu að þær fórnir sem leik-
menn ungmennalandsliða Islands
færa hafi skilað sér beint í formi ár-
angurs. Aðilar sem hafi fórnað svo
miklu og lagt svo mikið á sig til að
komast á áfangastað fái aukakraft
til að komast alla leið - aukakraft
sem vinni upp nokkra sentimetra í
meðalhæð og nokkra kolla í okkar
heimsfræga höfðatölumeðaltali.
Þrátt fyrir framangreinda kenn-
ingu ætla ég ekki að mæla því bót
að þetta fyrirkomulag sé viðvarandi
til framtíðar - ég hygg raunar að
þrátt fyrir kenningu um árangur þá
megi eitthvað á milli vera. Það verð-
ur ekki hægt að bjóða leikmönnum
og foreldrum upp á slíkt til lengri
framtíðar, og úrræðaleysi fjárvana
sambands í raun sárgrætilegt.
En það verður ekki af þessum leik-
mönnum tekið að þeir hafa unnið
hug og hjörtu Evrópu.
Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Verð aðeins
kr. 29.90
var kr. 39,900
FRI HEIMSEI
um allt lan<
ECC Skúlagötu 63
Sími 5111001
Opið 10-18
www.ecc.is
. {ÍÉi
• - — ■
með betrauofti
út þessa viku
HNG
kaupbæti.
t. . . , . .-U,
t & iibw
- -5