blaðið - 09.11.2005, Síða 32

blaðið - 09.11.2005, Síða 32
32 I AFPREYIWG MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö Wotaðir iPod til sölu Gamlir iPod spilarar eru orðnir nýjasta retró æðið úti í heimi þar sem þeir sem keyptu sér iPod snemma í æðinu eru farnir að selja spilarana sína eða skipta þeim fyrir nýrri út- gáfur. Aður fyrr gaf fólk yfirleitt íjölskyldumeðlimum spilarana þegar nýr var keyptur eða ein- faldlega henti gamla iPodinum en nú er byrjað að selja eldri gerðirnar á netinu. Til marks um stærð markaðs fyrir notaða iPod má benda á að uppboðssíð- an eBay hefur til sölu þúsundir spilara og aukahluta fyrir spil- ara á uppboði. Auk þess hafa fleiri og sérhæfðari fýrirtæki skotið upp kollinum, t.d. Pod Swap, sem kaupa spilara af not- endum sem vilja nýrri útgáfur. Með gemsann í gröfina Útfararstjóri í Dyflinni segir að æ fleiri írar ákveði að taka far- símana sína með sér í gröfina þegar þeir fara yfir í móðuna miklu. írunum þykir víst sem símarnir séu orðnir svo mikill hluti af lífi þeirra að þeir geti ómögulega hugsað sér að mæta ekki með þá í spjallið við Lykla-Pétur. Þá eru víst sumir hræddir við að verða kviksettir og ætla að nota símana sem það öryggistæki sem þeir eru. Þá situr eftir spurningin um það hvort Síminn eða Og Vodafone sé með betra kerfi á himnum - eða í helvíti. Sjóræningja- fyrirtæki hættir Grokster Ltd., fyrirtæki sem var orðið vinsæll áningarstaður fyrir netverja í leit að mynd- um, tónlist og öðrum gögnum, hefur hætt starfsemi í kjölfarið á málsókn sem Hollywood og tónlistarbransinn sóttu á hendur því. Á síðu fyrirtæk- isins stendur nú kveðja til netnotenda: „Það eru löglegar veitur sem bjóða upp á niður- hal af tónlist og kvikmyndum. Þetta er ekki ein af þeim.“ 109 SU DOKU talnaþrautir Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um aö raöa tölunum frá 1-9 lárétt og lóörétt í reitina, þannig aö hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóörétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er aó leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 5 3 7 6 1 4 5 3 7 2 3 5 4 5 1 6 3 7 2 6 9 1 6 2 3 8 5 3 2 7 4 8 Lausn á siðustu þraut 4 9 3 8 2 1 6 5 7 6 1 8 9 5 7 2 3 4 7 5 2 6 3 4 1 8 9 9 3 4 7 1 6 5 2 8 5 6 7 2 4 8 9 1 3 8 2 1 3 9 5 4 7 6 2 8 5 4 7 9 3 6 1 1 7 9 5 6 3 8 4 2 3 4 6 1 8 2 7 9 5 Kortasvindl Kortasvindlum þar sem ekki þarf að framvísa kortinu fjölgaði gífurlega á síðasta ári í Bretiandi samkvæmt upplýsingum frá samtökum greiðslukortafyrirtækja í land- inu. Á heildina litið fækkaði svindlum þó og er vonast til þess að hin nýju greiðslukort með öryggisflögu komi til með að fækka þeim enn frekar. Þrir nemar í Listaháskólanum í Berlín fengu leiö á grámyglunni í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar og ákváðu að lífga örlítið upp á ferðirnar á morgnana. Þeir tóku hina örsmáu Mac mini tölvu ásamt skjávarpa, spegli og rafgeymi og settu í skjalatösku sem þeir festu svo með sogskálum á hlið neðanjarðarlestar, kveiktu á gripnum og bjuggu þannig til Sníkjudýrið (Parasite). Þegar lestin ferðast svo neðanjarðar varpar græjan ýmsum einföldum hreyfimyndum á veggi ganganna. Myndirnar eru af ýmsum toga. Eins og áður sagði er sýndur hákarl og fiskar en einnig má sjá rætur trjáa sem minna ferðalanga á stað- setningu þeirra undir borginni. Þá eru einnig nokkrar setningar sem eiga að fá fólk til umhugsunar um ýmis málefni. Hins vegar er annað mál hversu vel maður tæki því ef einhver snoöhaus myndi festa silfraða skjalatösku utan á neðanjarðarlestina manns rétt áður en hurðirnar lokast, það yrði sennilega uppi fótur og fit og almenn geðshræring. BreytilegutJtngi Þú situr í neðanjarðarlest)og|lítur/út4umNgluggann til aö forðast augnsamband við samferða^fóllí þitt. Þér til mikillar undrunar syndir hákarl fyrir utan lestina og gleypir grunlausan fisk fyrir augunum á þér. Finna má kvikmyndabút sem sýnir Sníkjudýrið í notkun á heimasíðu Listaháskólans í Berlín, http://www.digital.udk-berlin.de/en/projects/summer05/main/fre eproject/trains.html. Epli í stað Glugga Dýrasti GSM sími í heimi í kjölfar iPod-væðingar heimsins og æðisins sem hófst með útgáfu hinnar litríku iMac hafa sífellt fleiri Windows notendur skipt yfir í Apple vörur. Greiningar- fyrirtækið Needham & Co. sem gerir út frá Wall Street í New York segir líklegt að yfir rnillj- j ón Windows notenda hafi keypt sér Makkavél á fyrstu þremur ársfjórðungum 2005. Charles Wolf, sérfræðingur fyrir- tækisins, segir að þetta líti út fyrir að vera miklu meira en Apple þorði að vona. „Ef við gerum ráð fyrir að öll söluaukning Makka sé útskýrð með kaupum fyrrverandi Windows notenda hefur aukn- ingin verið meira en ein milljón véla. Miðað við þetta eru yfir- gnæfandi líkur á að talan fari yfir 1,3 milljónir á næsta ári.“ Þrátt fyrir að iPod fái þarna mikinn heið- ur er einnig nefnt að aukin hætta á veirum í Windows fái marga til þess að líta hýrum augum til öruggari Ápple tölva. Það mætti halda að þessi gullslegni demanta Motorola sími væri sá dýr- asti í heimi en hann er einungis kett- lingur samanborið við næsta verk- efni hönnuðarins Peter Aloisson. Sá sími mun skarta skel úr heilum gullplötum huldum með 2.590 nátt- úrulegum bládemöntum sem eru víst með sjaldgæfustu eðalsteinum í heimi. „Eg vissi alltaf að farsímar ættu eftir að verða hluti af lífsstíl fólks eins og úr og annað skart þann- ig að mér finnst full þörf á eðalút- gáfum á þeim eins og öðru“, sagði skartgripasmiðurinn austurríski við CNN. Undir glingrinu verður þó alvöru sími eftir stórframleiðenda en ekki hefur verið gefið upp hvaða tegund það verður. Fyrir nýríka og kjaftaglaða íslendinga er kjörið að nýta sér gengismuninn til að festa kaup á því eina eintaki sem gert verður af þessum glæsilega síma en hann mun kosta rétt rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, og verður þar með líklega valdur að dýrasta símreikningi í heimi.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.