blaðið - 09.11.2005, Page 34
34 I KVIKMYNDIR
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaðiö
SHOES
Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 bj.16 I Synd kl. 5:30, 8 oq 10:20 b.i. 16úi LJ
íMSinXjitES’HTiyiFJWDI f - f
1 í i
1]
4m BÖLVIIM 4 V 1 HE X
í lJL: rnyimummi DESCENT
eco
kl.6 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
<»00 kr. í bíó! Glldlr á allar sýnlngar merktar með rauðu
Horku sfiennumynú Ipa leikstjora
7 Fast, 2 furtous" 09 ' Boyf n ttic Hootí
ÞÖR VORU LEID0IR I GILDRU...
NÚ PflRF BNHVER flÐ GJALDfl!
TONI
SHIRLEY
DIAZ COLLETTE AAACLAINE, m
iHtoatctosof ixcoNHOtNii»r»oi«wBtuiOftKua8oa(orar .:aa]B
IVINKONUR. I |_| z'iWk
keppinautar_ in Her mW
áSYSTUR
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sími 553 2075
T0PP MYNDIN Á ÍSLANDi
OKTOBERBÍÓFEST
íftT www.lcetandfilmlestlMl.is
Adams Æbler • Sýnd kl. 6
Danskt tal/ótextuð
My Summer of Love • Sýnd kl. 6
Enskt tal/ótextuð
Lie With Me • Sýnd kl. 8
Enskt tal/islenskur texti
26. október -14. nóvember
The Aristocrats * Sýnd kl 8
Enskt tai/ótextuð
Kung Fu * Sýnd kl 10
Enskt tal/enskur texti
Yes * Sýnd kl 10
Enskt tal/ótextuð
Sýnd kl. 5.40 og 8
Sýnd kl. 10.40 B.i. 16
Sýnd kl. 10.15 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 3.50 með islensku tali.
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40
Sýnd í Lúxus kl. 5,8 og 10.40
Frá leikstjórum There Is Something About Mary
UD Dolby /DD/ 1 H X ■Q bíó.is
Deep Jimi and the Zep Creams ★★★★^
Nýtt krydd í pottrétt alheimsrokksins
Ný plata með
Kiru Kiru
Hljómsveitin Deep Jimi and the
Zep Creams hefur verið til í fjölda-
mörg ár eða frá árinu 1991. Hljóm-
sveitina skipa Sigurður Eyberg
sem syngur, Björn Árnason leik-
ur á bassa, Þór Sigurðsson á gítar
og Júlíus Freyr Guðmundsson sér
um trommuleik. Þeir eru allir
jafnaldrar úr Keflavík sem hófu
kornungir að leika saman undir
nafninu Pandóra, árið 1987. Pan-
dóra gaf út 2 plötur, en síðan var
nafninu breytt í Deep Jimi and
the Zep Creams og undir því nafni
gaf sveitin út 2 stórar plötur áður
en hún lagðist í dvala, sem enginn
vissi hvort hún myndi nokkru
sinni vakna úr. Því lyftist brúnin
og gamlir Deep Jimi-aðdáendur
kætast, þegar nú kemur loksins út
splunkunýr diskur, sem er sá fyrsti
i tíu ár. Það er greinilegt að mikið
hefur safnast af góðum lögum með-
an á pásunni stóð, því nýja platan
er sneisafull af mjög fínni tónlist.
Það fyrsta sem maður tekur eft-
ir þegar maður byrjar að hlusta
er hve mikið lagt er í útsetningar
laganna, og greinilegt að nostrað
hefur verið við gítarútsetningar og
almennt öll smáatriði. Aðal Deep
Jimi hefur alla tíð verið kraftmik-
ið rokk í anda sveitanna sem hljóm-
sveitin tekur nafn sitt frá og þessi
áhrif eru svo sem á sínum stað, en
samt hefur greinilega átt sér stað
þróun síðan síðasta plata kom út.
Það eru agaðri, einbeittari og ná-
kvæmari Deep Jimi sem hér eru
mættir til leiks, og finnst mér eins
og nú loksins viti þeir hvað það sé
sem þeir eigi að léggja til málanna
í pottrétt alheimsrokksins. Það
má orða það svo að þeir séu bún-
ir að finna sína eigin réttu krydd-
blöndu, og geti því „vitnað í“ hina
og þessa listamenn frá sjöunda
og áttunda áratugnum án þess að
það skyggi á þeirra eigin tónlist og
þeirra eigin stíl. Það er mjög erfitt
að útskýra hvað er búið að breyt-
ast hjá meðlimum Deep Jimi and
the Zep Creams. Ef til vill eru þeir
bara búnir að fara einn hring um
jörðina, og allir búnir að prufa að
vinna með öðrum tónlistarmönn-
um, sinna öðrum hugðarefnum í
smá tíma, og fá þá fjarlægð á sam-
starfið sem þeir þurftu á að halda.
Það er nefnilega mjög auðvelt að
spila tónlist eins og Deep Jimi er
að spila, og klúðra henni. Það er
allt of auðvelt að spila aðeins of
löng gítarsóló, eða reyna að koma
of miklu að í hverju lagi, og það
eru hundruð þúsunda hljómsveita
út um allan heim að reyna að gera
góða rokktónlist en klúðra því. Hjá
Deep Jimi finnst mér hins vegar
eins og nú fyrst séu þeir búnir að
finna hárrétt jafnvægi milli allra
hluta, sem gera góða hljómsveit að
frábærri hljómsveit. Söngvarinn
hefur sjóast og þroskað rödd sína
á undanförnum árum, enda búinn
að ganga í gegnum leikaranám
frá síðustu plötu. Gítarleikarinn
spilar af sjálfsöryggi þess sem er
hættur að þurfa að sýna hvað í sér
býr og byrjaður vinna eins og skap-
andi listamaður. Trommuleikur
og bassaleikur Júlíusar og Björns
er blanda af einhverjum yfirnátt-
úrulegum frumkrafti og meitluð-
um grunni sem allt annað liggur
kjurrt og öruggt á. Þeir eru einfald-
lega búnir að ná því að verða besta
starfandi rokksveit Islands. Mér
finnst mjög gaman að heyra fjöl-
breytni laganna, en þarna skiptast
á hraðari rokksmellir og hægari
meira útpæld lög, og textarnir eru
margir hverjir uppfullir af góðum
hugmyndum. Auk augljósra áhrifa
frá hljómsveitinni Led Zeppelin
sem öðru hverju stinga upp koll-
inum, fannst mér ég heyra örla á
smá Ham-áhrifum í gíturum, en
annars er tónlistin bara þeirra eig-
in. Deep Jimi and the Zep Creams
hafa sent frá sér framúrskarandi
rokkplötu með nýstárlegu rokki,
sem er algjörlega þeirra eigin list.
Það verður stórkostlegt að geta
mætt á tónleika og séð þá flytja nýj-
asta verk sitt.
heida@vbl.is
Kira Kira, eða Kristín Björk Krist-
jánsdóttir er einn af stofnendum
hins íslenska tilraunaeldhúss/
kitchenmotors og síðastliðin 10 ár
hefur hún framkallað hávaða með
böndum á borð við Spúnk, Big band
brutal og Stórsveit Sigríðar Níelsdótt-
ur. Listamannsnafnið Kira Kira hef-
ur hún notast við síðan haustið 1999
eftir martröð sem hún fékk í Tókíó.
Hún hefur samið tónlist fyrir leikhús,
dansverk og bíómyndir og komið oft
fram, sem og haldið sýningar hérna
heima og víðsvegar um Evrópu.
Sjónræn verk eins konar reimleikar
Sjónræn verk Kristínar eru oft ein-
hverskonar reimleikar settir á svið
með hjálp hljóða, reyks, vinda og
ljósa og sett upp sem myndbönd eða
innsetningar: syngjandi svarthol,
einvígi tveggja reykvéla í kastala-
turni, umsetin segulbandstæki,
skjálfandi hurðir og fólk deyjandi
úr hlátri eða ást.
Fyrsta plata Kiru Kiru
Skotta er fyrsta plata Kiru Kiru en
sambandið milli ævintýragjarnrar
tónlistar hennar og frumstæðra
sýningaverka er sérstakt áhugamál
Kiru Kiru. Hún á það til að koma
fram ein þar sem hún syngur og leik-
ur sér með þau hljóðfæri sem hún
kemur höndum yfir og bætir þannig
við þann vegg af hljóðum sem hún
hefur búið til með hjálp tölvunnar.
Stundum kemur hún þó fram með
hljómsveit sem er þá oftast sett sam-
an af vinum og vandamönnum sem
eru fengnir með fyrir hverja tón-
leika fyrir sig. ■