blaðið

Ulloq

blaðið - 07.12.2005, Qupperneq 4

blaðið - 07.12.2005, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö Kjaramál: Ekki kjarabót fyrir alla Eingreiðslan í desember gildir ekkifyrir alla. Lítið við þessu að gera segir forstöðumaður kjarasviðs VR. Einstaklingar sem skipt hafa um vinnu á árinu fá ekki fulla kjarabót í formi eingreiðslu í desember líkt og kveðið er á um í kjarasamningum. Mikillar óánægju gætir meðal þeirra sem eru í þessari stöðu enda telja þeir að verið sé að refsa þeim í formi skertra kjarabóta fyrir það eitt að skipta um starf. Lítið við þessu að gera Samkvæmt endurskoðun kjara- samninga sem samið var um í síð- asta mánuði fá launþegar um 26 þús- und króna eingreiðslu í desember sem lið í kjarabót. Greiðsla þessi miðast við að starfsmaður hafi unnið fullar 45 vikur á árinu hjá sama atvinnurekanda. Hafi starfs- maður unnið skemur fær hann aðeins brot af þessari greiðslu en aldrei minna en 4.500 krónur. Það er því ljóst að fólk sem hefur skipt um starf á árinu fær aðeins hluta af þessari kjaraleiðréttingu í sinn vasa. Elías Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR), segir að nokkuð hafi borið á því að fólk hafi kvartað undan þessu og talið sig vera að bera skertan hlut frá borði. Hann segir lítið við þessu að gera þar sem ómögulegt sé að búa til kröfu á vinnuveitanda sem ekki er til staðar þegar látið er af störfum. „Það verða alltaf til erfið mál í kringum svona hluti. Einhvers staðar verður að skera á línuna og í þetta skiptið var hún skorin þarna í samræmi við desember og orlofsuppbót." Menn koma misvel út Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur Alþýðusambands Islands, er sammála Elíasi og segir það hafa verið nánast ómögulegt að halda í óskipta eingreiðslu handa þeim sem skiptu um starf á árinu. „Þegar starfsmaður lætur af störfum á vinnuveitandi að gera upp við starfs- Vin mánaöarins er Stone Cellars Chardonnay eöa Merlot TjaCakfjtturinn á aðventunni LjújfengurjóCamatseðitf ‘Forréttir Kjúklingalifra parfait með fíkjumauki og rauðvíns gljáa og reyktur áll með hrærðum eggjum íMiCCiréttur Heimalöguð síld með ísköldu ákavíti }IðaCréttir Andabringa og foie gras fyllt ravioli með soðgljáa eða svínalund fyllt með ávöxtum og hnetum með sveppa ragú og portvínssósu Œfesert Crépes Suzette með rum og rúsínu ís Aðeins 5300,- pr. mann Borðapantanir í síma 514-6060 Fjalakötturinn - Hótel Reykjavík Centrum Aðalstræti 16 Reykjavík Barrtré I8.0I9 sumarhús ðventuljós og skreytingar skur garður í Danmörku salkgarðurvii Grettlsgötu arhús draumanna Jólablaðið er komið í verslanir Áskrift í síma 586 8005 eða á www.rit.is mann hvort sem það er ógreitt orlof eða desemberuppbót. Það væri ill framkvæmanlegt að reisa launa- kröfu gagnvart aðila sem er búinn að gera upp við tiltekinn starfs- mann. Það var bara ekki talin vera fær leið.“ Ólafur segir menn að sjálf- sögðu koma misvel út úr þessu en við samninga hafi fyrst og fremst verið horft fram á veg. „Þó við séum að horfa á verðbólgu sem hefur orðið til fyrir aftan okkur þá erum við að horfa fram fyrir okkur þegar við gerum þetta samkomulag í nóv- ember. Við hefðum auðvitað getað hækkað laun frá næstu áramótum, þess í stað var valin sú leið að búa til eina eingreiðslu sem að tekur til launabóta næsta árs og greiða hana út fyrir jól.“ Þeir sem skiptu um störf á árinu fá ekki fulla eingreiðslu. BlaÖiÖ/lngó Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Framkvæmdir vegna stækkunar hafnar Á næstu árum verður norðurbygg- ing Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar stækkuð um 16 þúsund fermetra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki vorið 2007, en þá verður norð- urbyggingin alls 38.500 fermetrar. Einnig verða gerðar breytingar og endurbætur á alls 13 þúsund fer- metrum í norðurbyggingu. Með stækkun flugstöðvarinnar er verið að bregðast við spám um öra fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll, en áætlað er að farþegafjöldi árið 2015 verði 3,2 milljónir. Fjöldinn stefnir í 1,8, milljónir í ár, en þegar hafist var handa við byggingu flugstöðvar- innar árið 1983 fóru aðeins 460 þús- und manns um völlinn á hverju ári. Rými fyrir verslun og þjónustu við farþega stækkar mikið, og einnig verður tekið í notkun nýtt og öflugt farangursflokkunarkerfi. 10-12 nýjar verslanir Að breytingum loknum verður öll 2. hæðin lögð undir verslun og þjón- ustu við farþega, en rýmið ætlað undir þá starfsemi mun tvöfaldast og rúmlega það. Á bilinu 10 -12 nýjar verslanir verða opnaðar, þær fyrstu vorið 2006, og síðan munu fleiri bætast við til vors 2007. Áætlað er að fyrirhugaðar breytingar muni kosta hátt í 5 milljarða króna að meðtöldum tækjum og búnaði. Til dæmis má nefna að nýja farangurs- flokkunarkerfið kostar um hálfan milljarð króna. Á næstunni verður nauðsynlegt að gera nokkrar til- færingar á starfsemi stöðvarinnar vegna breytinganna. Unnið verður markvisst að því í samstarfi við ístak hf., að framkvæmdirnar valdi sem allra minnstum óþægindum. Gjafakörfur matgæðinqsins > ék eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi J Kjaramál Sjúkraliðar semja Samningar náðust i fyrrakvöld milli Sjúkraliðafélags íslands og Launanefndar sveitarfé- laganna. Samningarnir eru á svipuðum nótum og samið var við ríki og Reykjavíkurborg á dögunum. í síðustu viku höfðu þeir sjúkraliðar sem starfa fyrir utan höfuðborg- arsvæðið boðað til verkfalls ef ekki næðist samkomulag við Launanefnd. Kynning á samningnum hefst fljótlega og gert er ráð fyrir því að atkvæða- greiðslum verði lokið fyrir 16. desember næstkomandi.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.