blaðið - 07.12.2005, Qupperneq 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö
Ábyrgðarsjóður launa:
Hesthúsaði tæpar 200 milljönir
vegna DV og Fréttablaðsins
Á sama tíma var útgáfuréttur Frétta-
blaðsins seldur fyrir smámuni.
Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi
um hækkun ábyrgðargjalds til þess
að bjarga sjóðnum.
Ábyrgðarsjóður launa stendur
ekki undir útgjöldum og þarf að
hækka ábyrgðargjald af launum um
150% eigi sjóðurinn að verða skuld-
laus á næstu árum. Athygli vekur að
stór hluti útgjalda sjóðsins er vegna
gjaldþrota dagblaðanna Fréttablaðs-
ins og DV, en blöðin eru sem kunn-
ugt er í fullum rekstri, eftir að nýir
eigendur keyptu útgáfuréttinn af
þrotabúunum.
640 miljónir króna hafa verið
greiddar úr Ábyrgðarsjóði launa það
sem af er árinu, mest vegna gjald-
þrots útgáfufélags DV. Það er stærsta
gjaldþrot sem sjóðurinn hefur þurft
að bera til þessa. Alls hefur sjóður-
inn greitt 113 miljónir króna vegna
DV, en þar af var um helmingurinn
greiddur á þessu ári.
Áður hafi gjaldþrot útgáfufé-
lags Fréttablaðsins verið þyngst á
Ábyrgðarsjóði launa. Vegna þess
voru greiddar 60 miljónir.
Fréttablaðið og DV eru, sem kunn-
ugt er, nú í eigu 365 miðla, sem
aftur er í eigu Dagsbrúnar (áður Og
Fjarskipta).
Gunnar Smári beggja vegna borðs
Aðkoma Gunnar Smára Egilssonar,
framkvæmdastjóra 365 miðla, vekur
nokkra athygli í þessu samhengi.
Gunnar Smári var ritstjóri Frétta-
blaðsins við stofnun þess og síðar
einnig rekstrarstjóri, en þegar hall-
„Ég hlakka til að takast á við
skemmtileg og krefjandi störfá
þessu sviði. Ég gefNTV skólanum
og kennurum hans toppeinkunn!
Að námskeiði loknu á nemandi að geta séð um rekstur
minni eða meðalstórra tölvuneta. Námið undirbýr
nemendur fyrir próf sem gefur gráðuna:
- MCP / Microsoft Certified Professional -
Meðal efnis námskeiðsins er:
Uppsetningar og uppfærslur í Windows XP, Sjálfvirkar uppsetningar
Meðferð vélbúnaðar og rekla, Umsjón með notendum og notendahópum
Umsjón með skráarkerfinu og kvótaúthlutun, Aðgangsstýringar í skráar-
kerfinu og samnýting gagna , Uppsetning prentara og samnýting þeirra
Afritatökur og endurheimt gagna, Stillingar XP við notkun í netkerfum
Skipulaggning TCP/IP netkerfa og villuleit, DHCP og DNS í Win 2003
Active Directory í Win 2003
Nokkur sæti laus á kvöldnámskeið sem byrjar 9. janúar
Mán. og mið. 18-22 og lau. 8:30-12:30
Byrjar 9. jan. og lýkur 18. feb. ■
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
MCP
MICRÖSÖn CtRTirifD RROFf SS1ö\‘Al
VIÐURKF.NND ÞEKKING
VEGUR ÞUNGT
í FERILSKRÁNNI!
Grétar Gíslason Mtcrosott CERTIFIED
- Kerfisfræftingur NTV rVOÁFMlonJt
aði undan fæti um mitt ár 2002
stöðvaði hann útgáfu þess, sem var
sjálfsagt ekki til þess að bæta fjár-
hagsstöðuna. I kjölfarið sigldi i gjald-
þrot útgáfufélagsins þar sem kröfur
námu ríflega hálfum milljarði króna,
en á meðan safnaði Gunnar Smári
hlutafé í nýtt útgáfufélag, þar sem
síðar kom í ljós að hann var meðal
eigenda. Það keypti útgáfurétt
Fréttablaðsins á 10 milljónir króna
eftir því sem Blaðið kemst næst. Því
fylgdi dreifingarkerfi og aðrir inn-
viðir, enda Gunnar Smári þaulkunn-
ugur öllum rekstarþáttum blaðsins.
Á hinn bóginn mátti Ábyrgðarsjóður
launa bera ógreidd laun fram að því
og fjöldi blaðbera sat eftir með sárt
ennið.
Rúmu ári síðar urðu rekstrarerf-
iðleikar DV útgáfufélagi þess um
megn og leystu Hömlur, dótturfélag
Landsbankans, sem var stærsti lán-
ardrottinn DV, eignir þrotabúsins
til sín og seldu áfram til Fréttar, út-
gáfufélags Fréttablaðsins. Óljóst
er hversu mikið var goldið fyrir
útgáfurétt DV og aðrar eignir, en
Landsbankinn fékk líðlega 7% hlut
í Frétt fyrir. Sem fyrr voru launa-
skuldirnar skildar eftir, þannig að
þær lentu á Ábyrgðarsjóði launa og
eins voru margir blaðberar ósáttir
við sinn hlut.
Útgjöld Ábyrgðarsjóðs launa á
þessu ári eru um 640 miljónir króna
og eru horfur á að þau verði ívið
minni en í fyrra, þegar sjóðurinn
greiddi um 720 miljónir.
Hlutverk Ábyrgðarsjóðs launa
er að greiða launþegum laun, sem
annars tapast við gjaldþrot launa-
greiðanda. Tekjur sínar fær sjóður-
inn af ábyrgðargjaldi af launum.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
um hækkun þess þar sem sjóðurinn
stendur ekki undir útgjöldum. Fyrir
vikið hefur myndast skuld við rík-
issjóð sem um áramót var ríflega
hálfur miljarður króna. ■
Bylgjan FM9S.7 KissFM Létt Rásl Rás 2 Saga Talstöðin XFM X-ið
Uppsöfnuö hlustun (meðaltal virkra daga) nóvember 2005.
Útvarpshlustun:
Talmálsstöövar
vinna mikið á
Gallup hefur birt niðurstöður úr útvarps-
könnunfyrir nóvember múnuð. Þegar tölurnar
eru bornar saman við síðustu könnun kemur í
Ijós að talmúlsstöðvarnar vinna lítillega á.
Amerísk jólatré
netbudir.is
Landsins mesta úrval af jólatrjám
Bíldshöfóa 18, 110 Reykjavík, Sími 587 1777
Eflitið er á uppsafnaða hlustun (með-
altal virkra daga), kemur i ljós að Rás
2 er með mesta hlustun allra útvarps-
stöðvanna hér á landi. Hún mælist
með 39,3% hlustun en Bylgjan fylgir
á eftir með 37,3%. Rás 1 bætir sig
mest allra, um 1,7% síðan í júní og
er með 31,5%. Þessar þrjár stöðvar
eru í nokkrum sérflokki, en næst
á eftir kemur FM 95,7 með 16,8%
hlustun. Nokkru minni hlustun er
svo á hinar stöðvarnar, en Talstöðin
mælist með 7,8%, þar á eftir kemur
Létt, sem dalar mest allra og mælist
með 7,7% en í júníkönnuninni var
Létt með 11% hlustun. Á eftir Létt
fylgir síðan rokk stöðin XFM með
7,1%. Útvarp saga bætir lítillega við
sig frá síðustu könnunum og er með
5,7%, en X-ið, hin rokkstöðin hér á
landi mælist með slétt 4%. Þar á eftir
kemur svo Kiss FM en hlustun á þá
stöð er um 3,9%.
Munur á milli kynja
Ef frá er talin FM 95,7 má sjá að tal-
málsstöðvarnar hafa sótt í sig veðrið
lítillega, á kostnað stöðva þar sem
tónlistin ræður ríkjum. Nokkuð
dregur úr útvarpshlustun urn helgar,
og lækka allar stöðvarnar þegar
litið er til uppsafnaðrar meðaltals-
hlustunar á laugardögum og sunnu-
dögum. Það er einnig nokkuð ljóst
að kynin eru ekki að hlusta á sömu
stöðvarnar. Sem dæmi má nefna
að ef aðeins er litið til karla mælist
XFM með 12.2%, en aðeins 1,6% á
meðal kvenna. Hins vegar mælist
Létt með 11,6% á meðal kvenna, en
aðeins 3,9% á meðal karla. ■
Ekki missa af endurgreiðslu!
Fjölskyldan
Meö því aö skrá fjölskylduna fyrir áramót gætiröu tryggt þér og þínum endurgreiðslu þessa árs!
Fjölskyldan hjá SPRON er sérstök þjónustuleið ætluð fjölskyldum af öllum stærðum og gerðum, jafnt sem einstaklingum.
Fjölskylduþjónustan er án endurgjalds og stuðlar að fjárhagslegum ávinningi fjölskyldunnar sem heildar, bæði í formi
endurgreiðslu og fríðinda. Þeir sem eru skráðir í fjölskylduþjónustu SPRON geta bætt kjör sín enn frekar.
Skráning í síma 550 1200, hjá þjónustuveri í síma 550 1400, á www.spron.is eða í næsta útibúi SPRON.
*
'snran
" — ■fvrir allt Qf
- fyrir allt sem þú ert