blaðið - 07.12.2005, Page 8

blaðið - 07.12.2005, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö Flugvél hrapar á íbúðablokk Að minnsta kosti 119 fórustþegarflugvél lenti á íbúðablokk í Teheran ígær. Allir um borð fórust aukfólks ájörðu niðri. Tœknileg vandamál eru talin hafa ollið slysinu. Flugöryggis- málum er mjög ábótavant í íran. Að minnsta kosti 119 fórust þegar C- 130 herflugvél flaug á tíu hæða íbúða- blokk ( Teheran, höfuðborg írans, í gær. Borgarstjóri Teheran sagði að allir um borð, alls 94, hefðu farist og útvarpsstöð í borginni greindi frá því að 25 manns á jörðu niðri hefðu látið lífið. Lögregla óttaðist Opnunartími í desember 1.-22. desember 10-20 23. desember 10-22 24. desember 10-12 Nýbýlavegi 12 200 Kópavogi Sími 554 4433 INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lágmúla 9 -108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0111 - 26 - 504700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 DeLay fyrir rett Ákærum fyrir samsœri vísað frá en kæran fyrir peninga- þvætti stendur. Áfall fyrir DeLay sem hafði vonast til að geta endurheimt stöðu sína þingi. Dómari í Texas hefur úrskurðað að Tom DeLay, þingmanni Repúblik- ana, beri að koma fyrir rétt vegna ákæru fyrir peningaþvætti en vís- aði frá ákæru á hendur honum fyrir samsæri. Úrskurðurinn er visst áfall fyrir þingmanninn sem hafði vonast til þess að dómarinn myndi ógilda allar ákærur á hendur honum til þess að hann gæti endurheimt stöðu sína sem leiðtogi meirihluta Repú- blikana á Bandaríkjaþingi þegar þing kemur saman á ný í janúar. DeLay sem er náinn bandamaður George Bush, forseta, neyddist til að segja af sér þeirri stöðu eftir að hann var formlega ákærður fyrir að hafa brotið lög um fjármögnun kosn- ingabaráttu í september. sem leiðtogi Repúblikana á Cheney sýnir stuðning við DeLay Þrátt fyrir að verjendur DeLay hafi farið fram á að réttarhöldum verði hraðað hefur Pat Priest, dómari, sagt að engar yfirheyrslur fari fram fyrr en að loknu 15 daga áfrýjunar- tímabili og hann býst ekki við að ákveða dagsetningu réttarhaldanna fyrir árslok. Ákvörðun dómara um að ógilda ákærurnar var tilkynnt fáeinum klukkustundum áður en Dick Cheney, varaforseti, átti að halda ræðu á fjáröflunarsamkomu fyrir DeLay í Houston en það þykir vera afdráttarlaus stuðningsyfirlýsing við DeLay sem staðið hefur í ströngu vegna málsins að undanförnu. MEÐLAGSGREIÐENDUR! að mun fleiri hefðu farist. Mikil sprenging varð við slysið og eldur braust út í húsinu. Slökkviliðsmenn unnu að því að bjarga fólki sem var innlyksa í byggingunni sem er í fjöl- mennu íbúðahverfi í borginni. Flug- . vélabrak lá á víð og dreif í nágrenni byggingarinnar. Ríkissjónvarpið í Iran sagði að tæknilegir örðugleikar hefðu komið upp í vélinni stuttu eftir að hún tók á loft á Mehrabad-flugvellinum. Öll sjúkrahús í borginni voru sett í við- bragðsstöðu til að geta tekið á móti slösuðu fólki. Slæmt skyggni var í Teheran sökum mengunar um það leyti sem slysið átti sér stað en ekki er vitað hvort það hafi átt þátt í slysinu. Vélin var á leið frá Teheran til Bandar Abbas í suðvesturhluta landsins. Á meðal farþega á að hafa verið hópur blaðamanna sem ætluðu að fjalla um heræfingar sem áttu að fara fram í borginni. Flugöryggismál í óiestri Talið er að flugher Irans hafi yfir að ráða um 15 bandarískum herflutn- Ibúar í Teheran fylgjast með björgunarstörfum viö íbúðablokkina sem herflugvél flaug á í gær. ingavélum af gerðinni C-130 sem af gerðinni Ilyushin-76 hrapaði í keyptar voru fyrir byltinguna 1979 suðausturhluta landsins. Embættis- og viðskiptabann Bandaríkjanna á menn hafa kennt skorti á vara- landið. Þá þykir flugöryggismálum hlutum vegna viðskiptabannsins vera ábótavant í landinu. Árið 2003 um fjölda flugslysa. fórust 276 hermenn þegar flugvél Tvœr konur sprengja sig í loft upp í lögregluskóla: Tæplega þrjátíu farast í Bagdad Meðlagsgreiðendur, vinsamlega gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Að minnsta kosti 27 manns fórust og 32 slösuðust þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í lögreglu- skóla í Bagdad í gær. Bandarískir hermenn flýttu sér á vettvang til- ræðisins til að veita aðstoð en eng- inn úr röðum þeirra féll eða særðist í árásinni. Lögregla segir að önnur sprengjan hafi sprungið í matsal en hin á meðan á nafnakalli stóð. Fulltrúi lögreglu telur að konurnar hafi verið nemendur í skólanum og því hafi ekki verið leitað á þeim. Fimm aðrar lögreglukonur voru á meðal hinna föllnu. Uppreisnarmenn í írak hafa lagt megináherslu á árásir gegn íröskum öryggissveitum. Árásin í gær var sú mannskæðasta gegn íröskum sveitum síðan 125 féllu í Hillah í lok febrúar. Donald H. Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna Maður situr við rúm sonar síns sem slasaðist illa í sprengingu í lögregiuskóla í Bagdad i gær. viðurkenndi á mánudag að aðgerðir einkum beint sjónum sínum að uppreisnarmanna í írak hefðu verið auknu mannfalli í stríðinu í stað öflugri en ráð hefði verið fyrir gert þeirra framfara sem náðst hefðu. en bætti við að fjölmiðlar hefðu Fyrrverandi varaforseti Suður Afríku ákœrður á ný: Zuma ákærður fyrir nauðgun Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseti Suður Afríku, var ákærður fyrir nauðgun í gær. Stjórnmálaskýrendur telja að með þessu hafi vonir hans um að verða næsti forseti landsins að engu orðið. Zuma var látinn laus gegn tryggingu en gert er ráð fyrir að málið verði tekið fyrir þann 13. febrúar. Zuma bíður einnig réttarhalda vegna spillingarmála en fyrrverandi fjármálaráðgjafi hans hefur þegar verið sakfelldur fyrir íjársvik. Hann segist vera saklaus af báðum ákærum. Mestu innanflokksátök í rúman áratug Þó að Zuma hafi notið vin- sælda á meðal félaga Afríska þjóðarráðsins telja stjórnmála- skýrendur að ákærur gegn honum um nauðgun muni án efa þagga niður í þeim sem hafa talið hann vera fórnarlamb pólitísks samsæris. Framkvæmdastjóri Afríska þjóðarráðsins lýsti því yfir á dögunum að flokkurinn liti ásakanir á hendur Zuma um nauðgun mjög alvarlegum augum en ekkert yrði þó aðhafst á meðan yfirvöld rannsökuðu málið. Brottrekstur hans úr embætti varaforseta leiddi til einhverra alvarlegustu átaka innan flokksins síðan hann komst til valda árið 1994. Thabo Mbeki, forseti Suður Afríku, rak Zuma í júní eftir að Schabir Shaik, fyrrverandi íjármálaráðgjafi hans, var sakfelldur fyrir spillingu og fjársvik. Sem varaforseti var Zuma talinn líklegur til að taka við af Mbeki effir forseta- kosningar árið 2009 en nú er talið ólíklegt að af þvf verði. ETA vill tilslakanir stjórnvalda Aðskilnaðarsamtök baska (ETA) munu ekki lýsa yfir vopnahléi fyrr en spænsk og frönsk yfirvöld gera tilslakanir samkvæmt frétt dagblaðsins E1 Correo. Spænska stjórnin lýsti því yfir í vor að hún myndi taka upp viðræður við samtökin gegn því að þau legðu niður vopn. ETA vill aftur á móti að spænskar og franskar öryggissveitir láti af aðgerðum gegn bask- neskum aðskilnaðarsinnum. ETA tilkynnti í júní að sam- tökin myndu láta af árásum á stjórnmálamenn og hefur ítrekað farið fram á viðræður við stjórnvöld. Tilkynningin gaf vangaveltum um að algert vopnahíé kunni að vera á næsta leiti byr undir báða vængi. E1 Correo sem er gefið út í Baskahéruðum sagði í gær að ETA hafi sett sem skilyrði fyrir varanlegu vopnahléi að réttur þeirra til sjálfsstjórnar yrði viðurkenndur. Samtökin sem hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki baska í norðurhluta Spánar og suðvesturhluta Frakklands hafa haldið sprengjuárásum áfram en ekki orðið neinum að bana síðan í maí 2003.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.