blaðið - 07.12.2005, Side 12

blaðið - 07.12.2005, Side 12
12 I FERÐALÖG MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaAÍÖ Jólaaiöf veiðimannsins! Utanlandsdeild Ferðaþjónustu bænda Sérhœfðar hópferðir á œvintýralega staði Undir dyggri leiðsögn fagmanna Ferðaþjónusta bænda er rót- gróið fyrirtæki í eigu ferðaþjón- ustubænda sem flestir þekkja. Ferðaþjónustan býður upp á bændagistingar, sveitahótel, sumarhús, heimagistingar og afþreyingu af ýmsu tagi. Fyrir- tækið er vel þekkt hér á landi enda rekur það í dag um 150 ferðaþjónustubæi með gisti- rými fyrir um 4.000 manns sem dreifast um allt land. Færri vita þó að þetta gamalkunna fyrirtæki hóf fyrir örfáum árum að bjóða upp á spennandi ferðir til útlanda fyrir fólk á öllum aldri. Utanlandsdeildin var sett á laggirnar árið 2003 vegna þess að fyrirtækið taldi sig „standa á traustum grunni og var því ákveðið að auka þjónustuna." Fara út um alla Evrópu Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri utanlandsdeildar Ferðaþjón- ustu bænda, segir að fyrirtækið bjóði upp á þrjár vörulínur. „Við erum fyrst og fremst með Bænda- ferðir Agnars Guðnasonar sem hann hefur byggt upp frá 1966. Hann sameinaðist okkur síðan árið 2004 en þá var búið að reka utanlandsdeildina í rúmlega eitt ár. Bændaferðirnar eru okkar stærsta vörulína og þær ferðir hafa skapað sér sess hjá mörgum íslendingum. Þær heita náttúru- lega bændaferðir, en það hefur margt breyst við þær, nema auð- vitað nafnið. Til dæmis eru um 90% af okkar farþegum úr þétt- býli,“ segir Hugrún og bætir við að í bæklingi bændaferðanna séu 22 ferðir en ekki sé óalgengt að þau séu að bæta við ferðum. Hugrún segir að þetta séu fyrst og fremst rútuferðir frá tilteknum áfanga- stöðum þar sem að farastjóri er innan handar sem heldur utan um hópinn og er með honum frá byrjun til enda. „Það er kannski það sem skiptir mestu máli. Fólk þarf mjög lítið að sjá um hlutina sjálft nema að það vilji það. Fólk getur fengið aðstoð við það sem það vill.“ Hugrún segir að þessar bænda- ferðir séu farnar um alla Evrópu auk þess sem Agnar Guðnason hafi verið með tvær ferðir til Kan- ada árlega, aðra í Klettafjöllin Veiðikortið 2006 Meðal áfangastaða utanlandsdeildar Ferðaþjónustu bænda eru hin mikilfenglegu Klettafjöll í Kanada. Kortið gildir sem veiöileyfi í 23 veiðivötn vítt og breitt um landið. Veiðikortið er fjölskylduvænt og stuölar að notalegri útiveru. Ný vötn eru: - Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarös - Ljósavatn - Hraunsfjörður Nánari upplýsingar um önnur vötn eru á vef Veiöikortsins www.veidikortid.is Gefðu gleðilegt sumar í jólagjöf! Sölustaöir: ESSO stöövarnar - veiðibúðir og víðar Frí heimsending á netpöntunum - www.veidikortid.is Cssoj og hina á íslendingaslóðir. „Auk þess erum við með mikið af sér- hópum eins og kóra, kvennfélög og félög eldri borgara sem fara í þessar ferðir" Fara sínar eigin leiðir Auk þessara bændaferða er einnig boðið upp á sérferðir en bæk- lingur með þeim er væntanlegur í janúar. „Það eru svona öðruvísi ferðir. Við erum til dæmis að fara með í ferð til Kína, Egyptalands og Kaliforníu þar sem mikið er innifalið. Þetta eru svona stórar ferðir eins og við köllum það og auðvitað undir leiðsögn. Allar ferðir okkar eru undir leiðsögn,“ segir Hugrún. Hún tekur einnig fram að Ferðaþjónusta bænda bjóði einvörðungu upp á hóp- ferðir á erlenda grundu, ekki einstaklingsferðir. „Við reynum að fara okkar eigin leiðir í þessu (samvinnu við dönsk samtök Ferð.is er í samvinnu við samtök sem kalla sig Ticket2Travel en þau eru regnhlífarsamtök yfir 50 danskra ferðaskifstofa. Á ferð.is segir að það samstarf geri það að verkum að við- skiptavinurinn njóti ákveðinna for- réttinda sem hann gerir vanalega ekki. Það er til dæmis hægt að bóka ferðir til 4.500 borga um allan heim í gegum síðuna vegna þessa sam- starfs. Mikið úrval er í boði af hót- elum á sérlega lágu verði og tenglar á bílaleigur hjá viðurkenndum fag- aðilum sömuleiðis á góðu verði. A heimasíðunni býðst möguleiki á því að setja þína eigin draumaferð saman eftir eigin höfði á þann hátt sem hentar hverjum og einum best. Búdapest er ein þeirra borga sem hægt er afi bóka sig til I gegnum ferö.is. Þá kemur fram að fyrirtækið hreyki sér af faglegri og persónulegri ráð- gjöf og þegar viðskiptavinurinn hefur lagt fram pöntun sína þá fara viðeigandi ferðaskrifstofur yfir allar bókanir til að athuga hvort að allt sé ekki í lagi. Síðan er haft samband við viðskiptavininn annað hvort sím- leiðis eða með tölvupósti og honum tilkynnt um ferðatilhögunina. Allar frekari upplýsingar er að finna á www.ferd.is. og ekki troða öðrum um tær. Við erum með opinbera stefnu um það að við seljum ekki sólarlanda- ferðir sem dæmi. Þannig að við höldum okkur dálítið við þessar ferðir og sköpum okkur þannig sérstöðu á markaðnum.“ Þriðja vörulína þeirra er að sögn Hugrúnar svokallaðar inn- anhúss-hreyfiferðir undir dyggri fararstjórn fagmanna. „Það eru skíðaferðir, gönguskíðaferðir, gönguferðir og hjólaferðir sem dæmi. Við verðum til dæmis með ferð í maraþonhlaup á Kína- múrnum í vor,“ segir Hugrún að lokum. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Utanlandsdeildar Ferðþjónustu bænda á www.baendaferdir.is. Hœgt að bóka ferðir til 4.500 borga Á netinu er heimasíða starfrækt undir heitinu ferð.is. Samkvæmt heimasíðunni er um að ræða ferða- skrifstofu sem staðsett er á veraldar vefnum og býður upp á ferðir i gegnum þann miðil. Á bak við stendur hins vegar „venjuleg ferða- skrifstofa, með mikla reynslu í að selja og bjóða upp á ferðir um allan heim.“ Fyrirtækið skipuleggur einstaklingsferðir, hópferðir og sér- ferðir um allan heim og er hægt að bóka jafnt flugmiða, hótelgistingu, bílaleigubíla og ferðatryggingar á heimasíðu fyrirtækisins.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.