blaðið - 07.12.2005, Page 28

blaðið - 07.12.2005, Page 28
28 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö Skáldsaga um kulda og hlýju í samskiptum fólks r ^ Stórar spurningar k á Kristján Þórður Hrafnsson hefur sent frá sér skáldsöguna Hinir sterku. „Umfjöllunarefnið er að sumu leyti ákveðinn hugsunar- háttur sem má lýsa með orðunum: ekkert skiptir máli annað en það sem mér finnst á þessu augna- bliki,“ segir Kristján. „Að vissu marki snýst verkið um það hvernig þessi hugsunarháttur getur birst í einkalífi fólks og persónulegum samskiptum en líka hvernig hann getur mótað lífssýn einstaklinga, skoðanir þeirra og viðhorf til samfé- lagsins. Það má þvi segja að þetta sé skáldsaga sem í gegnum samskipti persónanna, hugsanir þeirra og tilfinningar spyrji spurninga, til dæmis spurninga um skyldur okkar við sjálf okkur og aðra, um það hvernig samfélagi við viljum lifa i og þá tómhyggju sem á upp á pallborðið í dag.“ Þetta er sem sé í senn sálfrœðileg og þjóðfélagsleg skáldsaga? ,Fyrst og fremst er þetta verk um manneskjur og örlög þeirra og sterkar tilfinningar. En ég er líka að tefla fram ólíkum lífshugmyndum og viðhorfum til samfélagsins. Ég er að gera tilraun til að athuga hvernig skoð- anir okkar og hugmyndir mótast, að hvað miklu leyti þær tengjast sálarlífi okkar og persónulegri reynslu. Ég er að reyna að skyggnast á bak við, skoða hvað býr á bak við röksemdirnar og fullyrðingarnar. Þótt þetta sé skáldsaga um dramatisk átök á milli fólks þá er þetta líka skáldsaga um átök manneskju við sjálfa sig. Aðalper- sónan, sem er ung kona, glatar stöðu sinni í samfélaginu, hún upplifir útskúfun og höfnun og þarf að meta allt upp á nýtt. Verkið er þannig á vissan hátt þroskasaga, saga um mögu- leika mannsins til að túlka og skilja líf sitt og aðstæður sínar. Bókin fjallar vissulega um harmræna atburði og sársauka en hún fjallar líka um baráttuna fyrir því að geta séð björtu hliðarnar, hina stöðugu bar- áttu fyrir því að hafa trú á lífinu." Kristján Þórður Hrafnsson. „Fyrst og fremst er þetta verk um manneskjur og örlög þeirra og sterkar tilfinningar. En ég er líka að tefla fram ólikum Iffshugmyncium *' og viðhorfum til samfélagsins." Finnst þér rithöfundar hafa ákveðið hlutverk í samfélaginu? .Rithöfundar eiga að fjalla um lífið í margbreytileika sinum. Þeir eiga að vera óhræddir við að nota skáldskap- inn til að spyrja alls kyns spurninga um ólíka hluti, um samfélagið, um mannleg samskipti, um tilfinningar okkar og hugsanir. Bókmenntir hafa gefið mér mikið í gegnum tíðina, ég hef trú á þvi að fólk geti sótt sér and- lega næringu i bókmenntir og bók- menntir geti aukið skilning okkar á lífinu. Skáldskapur er í rauninni orðræða spurnarinnar. Hann er ekki orðræða valdsins. Það breytir samt ekki því að hann getur flutt mikilvæg skilaboð. Ég held að skáldskapurinn eigi að mynda andstöðu við þau öfl sem vilja stöðugt einfalda lífið, þau öfl sem vilja næra þá blekkingu að lífið sé einfaldara en það er. Skáldskapurinn á að minna á margbreytileika lífsins, vitna um að lífið er flókið." Þetta er önnur skáldsaga þín en þú hefur ort Ijóð ogskrifað leikrit. Hvernig er fyrir höfund að skipta svona á milli forma? „Það getur útheimt töluverða yfirlegu að finna hugmyndum sem kvikna form sem hentar þeim. Sumar hugmyndir eiga frekar heima í skáld- sögu en leikriti og öfugt. Efni bókar- innar hafði sótt fast á mig um langt skeið áður en ég hófst handa við skriftirnar. Ég leitaði lengi að rétta frásagnarhættinum fyrir þessa sögu. Hún segir frá dramatískum atburðum og mér fannst skipta máli að lesand- inn upplifði spennu við lesturinn, hann skynjaði smám saman ákveðna ógn sem liggur í loftinu, hann fyndi stöðugt sterkar og sterkar fyrir skugg- unum sem liggja yfir persónunum. Það var mjög spennandi glíma að skrifa þessa bók en um leið tók það á mig. Þetta er verk sem kemur inn á marga viðkvæma þætti í mannlegu lífi, ástleysi, erfið og sársaukafull fjöl- skyldusamskipti og andlegt ofbeldi. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé nærgöngult verk. En þótt þetta sé verk um kulda í samskiptum fólks þá fjallar það líka um mannlega hlýju, ástina og það góða í lífinu.“ Stærstu spurningarnar - stærstu svörin! Lafleur útgáfan 659-3313 fslenskur útsaumur Traditional Icclandic Embroidery Yfirlitsrit um íslenskan útsaum fyrr á öldum í bók- unum eru 50 litmyndir af útsaumsgripum í Þjóð- minjasafni íslands, skýringarmyndirafsaumgerðum og 24 blaðsíður með reitauppdráttum. Verð kr. 4.390,00. Þróun í gerð fiskvega llöfundur, Þór Guðjónsson, er fyrrv. veiðimálastjóri (1946- 1950 og 1952-1986). í ritinu eru 30 Ijósmyndir af fiskvegum og laxastigum, flestar teknar af höf. á ferðum hans um landið á árunum 1946-2000; hafa fæstar þeirra birst á prenti áður Verð kr. 2.500,00. Jólasveinarnir þrettán De trettcn julesvendc The Thirteen Icelandic Christmas I.ads Litprentuð bók með útsaumuðum myndum og vísuin á íslensku, dönsku og ensku um íslensku jólasveinana, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn. Tilvalin aðventu- eða jólakveðja til ættingja, vina og starfsfélaga innanlands og utan. Verð kr. 1.300,00. Útgefandi: Elsa E. Guðjónsson Dreifing: Háskólaútgáfan I Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu i dag á holar (avbl.is og þú gætir eignast eintak af bókinni Pétur Poppari sem fjallar um nokkra spretti úr lífshlaupi Péturs Kristjáns Blaðiö Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur blaóió BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.