blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 4
41 ÍWBILEMÐÍI.R FRÉTTIR laugardagur 10. desember 2005 blaðiö Mœðrastyrksnefnd: Vel á annað þúsund manns hafa sótt um jólaúthlutun Mikil aukning í hópi einstœðra karla. Talið að um sex til átta þúsund manns njóti góðs af úthlutun nefndarinnar. Mæðrastyrksnefnd gerir ráð fyrir því að um 3.000 manns muni sækja um styrki frá nefndinni fyrir þessi jól í formi matar- og jólapakka. Nú þegar hafa vel á annað þúsund manns sótt um styrki en að sögn framkvæmdastjóra Mæðrastyrks- nefndar leita sífellt fleiri til nefnd- arinnar og aukningin verið mikil á þessu ári. Reikna með 3.000 umsóknum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur er starfrækt allt árið um kring og er með úthlutanir á hverjum miðviku- degi og svo sérstakar úthlutanir í kringum hátíðirnar. Jólaúthlutunin í ár er í fyrsta skipti í samstarfi við kirkjuna en einnig er í fyrsta skipti sá háttur hafður á að fólk sækir um jólaúthlutun með fyrirvara með því að fylla út sérstök eyðublöð. Það er gert með það fyrir augum að hægt sé að meta heildarþörfina fyrirfram og haga innkaupum eftir því. Að sögn Aðalheiðar Franzdóttur, fram- kvæmdastjóra Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, hefur verið nokkur straumur af fólki síðan byrjað var að láta skrá fyrir hálfum mánuði síðan. „Það er núna komið á eitt- hvað annað þúsund. Ég veit ekki al- veg hver nákvæma talan er því við erum með skráninguna á tveimur stöðum.“ Búist er við því að heildar- umsóknir muni vera á bilinu 2.500 til 3.000 en að sögn Aðalheiðar eru um tveir til þrír einstaklingar á bak við hverja umsókn sem þýðir í stuttu máli að sex til átta þúsund manns eru að njóta góðs af úhlutun Mæðrastyrksnefndar. Nær ekki endum saman Aðalheiður segir alls konar fólk leita til nefndarinnar ei mesta aukningin sé þó í hópi ein- stæðra karla. „Það er mikil aukning i hópi ein- stæðra karla. Þetta eru frá- skildir feður sem eru bara einir. Karlmaður með tvö til þrjú börn þarf að borga tvö til þrjú meðlög. Þú mátt hafa ansi góðar tekjur til að borga það ásamt kannski húsaleigu og þessir menn eiga þá ekki mikið eftir af launum sínum. Þetta er stærsta vandamálið sem við erum að sjá,“ segir Aðal- heiður og bætir við: „Þorrinn af fólki sem kemur hingað nær ekki endum saman. Stærsti hlutinn kemur i lok mánað- arins því þá Falun Gong: Ríkið kann að vera skaða- bótaskylt íslensk stjórnvöld sæta nú ámælum og gagnrýni frá bandarískum þingmönnum fyrir að banna bandarískum þegnum að koma til landsins á meðan á heimsókn Jang Zemin, forseta Kína, stóð árið 2002, á þeim forsendum að þeir væru með- limir í Falun Gong. Tveir einstak- lingar kvörtuðu við umboðsmann Páll Vilhjálmsson Afi og amma byggtogbúið Alþingis á sínum tíma og töldu ís- lensk stjórn- völd skorta lagalegar heimildir til að skylda Flugleiðir , ,, Kringlunni Smaralind 568 9400^ 554 7760 t i 1 að fram- fylgja banninu. Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til stjórn- valda að taka mið af þessum um- kvörtunum en segir að dómstólar þurfi að skera úr um hvort ríkið kunni að vera skaðabótaskylt gagn- vart þessum mönnum. ■ Skoflustunga tekin að 320 íbúða byggð 1 dag verður tekin fyrsta skóflu- stungan að nýjustu íbúðabyggð Hafnarfjarðar á olíutankasvæðinu á Hvaleyrarholti. Þar er gert ráð fyrir að um 320 íbúðir rísi í fimm til sex hæða húsum. Um 120 íbúðir verða ætlaðar fyrir eldri borgara og verður auk þess gert ráð fyrir sam- komuhúsi fyrir þá sem er í takt við stefnumörkun skipulags svæðisins. Þá verður leitast við að raða bygg- ingarreitum þannig að sem flestar íbúðanna njóti sólar og útsýnis yfir höfnina. Einnig verður reynt að lág- marka áhrif á nærliggjandi byggð með því að láta lægstu húsin vera efst til að lágmarka skuggamyndun á núverandi byggð. ■ bySEKONDA Útsólustaðir: Jens Kringlunni ■ Gilbert úrsmiöur Laugavegi 62 • Helgi Sigurósson úrsmiður Skolavordustig 3 • Georg Hannah úrsmiöur Keflavfk - Guðmundur B. Hannah úrsmíður Akranesi Úra- bg skartgripaverslun Karls R. Guðmuncissonar Selfossi Barrtré 18.019 sumarhús uljós og skreytingar í Outmðriut rður við Grettisgattf tús oraumanna Jólablaðið er komið í verslanir Áskríft í síma 586 8005 eða á www.rit.is Bcejarmál: Undirrita sam- starfssamning Álftanesbær og Nautilus á íslandi undirrituðu í gær samstarfssamn- ing vegna fyrirhugaðrar opnunar nýrrar heilsuræktarstöðvar í íþróttamiðstöð Álftaness. Nautilus rekur nú þegar þrjár líkamsræktar- stöðvar, m.a. í samstarfi við Hafn- arfjarðarbæ og Kópavog. Áætlað er að hin nýja stöð verði opnuð um miðjan janúar næstkomandi. Vill að ráðherra hugleiði afsögn Steingrímur J. Sigfússon sagði í gær að félagsmálaráðherra hlyti að hugleiða að segja af sér vegna dóms hæstaréttar i fyrradag. Hæstiréttur dæmdi að aðferð Árna við uppsögn Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrum framkvæmdarstjóra Jafnréttis- stofú, væri talin brjóta í bága við lagaálcvæði um meðalhóf við töku stjórnvaldsaðgerðar. Árni Magnús- son, félagsmálaráðherra, sagði í yfir- lýsingu í kjölfar dómsins að hann dragi ekki dul á að þessi niðurstaða hæstaréttar valdi sér vonbrigðum en að hann sé feginn þvf að málinu sé lokið með endanlegri niðurstöðu. Ekki náðist í félagsmálaráðherra í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns um að fá svör frá honum um ummæli Steingríms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.