blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 42
421 VIÐTAL
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaðiö
KLUBBURINN
Við Gullinbrú
Sjá nánari upptýsingar á www.klubburinn.is eða í síma 567 3100
Fjórtán ára innan um
dragdrottningar og Elvis eftirhermur
Söngfuglinn Hera er eins og hver annar farfugl. Kemur til landsins til að semja tónlist, taka upp og
syngja fyrir okkur og fer svo aftur út þegar hún er búin. Stoppar mislengi hverju sinni. Núna hefur hún
Iterið á landinu síðan í mars en stefnir út aftur í janúar. Blaðið fékk þessa geðþekku söngkonu í skemmti-
legt viðtal.
Jceja Hera, hvað ertu búin að vera
að gera á þessu góða ári sem er að
líða?
,Ég kom hingað til landsins í mars
og hef verið að taka upp, semja, spila
og túra bæði hér og úti nánast stans-
laust síðan þá. Fór m.a. til Englands
og spilaði á Glastonbury, sem var al-
veg frábært. Við lentum í rosalegu
yeðri. Elding lenti metra frá tjaldinu
okkar og það þurfti að loka stóra svið-
inu þar sem eldingar fóru stanslaust
niður í uppistöður tjaldsins. Svo var
drullan goðsagnakennd. Hún náði
manni upp á mið læri þannig að það
var gagnslaust að vera í neinu nema
gúmmístígvélum, en af þeim seld-
ust mörg þúsund pör á þessari hátíð.
3&g var bara berfætt allan tímann,
en þó ekki jafn hömlulaus og sumir
sem voru bara naktir eða á brókinni.
Þeir tóku málsháttinn: „Don't fight
it, feel it“ mjög alvarlega.“
Hárlausi kötturinn Brjánn
hét Wunderbar. Þetta var rosalega
góður skóli. Ég kom fram á kabarett
kvöldum á milli Elvis eftirherma
og dragdrottninga. Fjórtán ára ung-
lingur úr kaþólskum skóla.“
Kunni ekki að mála sig
,Hvað varðar annað nám þá fór ég á
förðunarnámskeið hjá MAC nýlega
og lærði að mála mig almennilega.
Þegar ég kom hingað til landsins,
fyrir fjórum eða fimm árum síðan,
þá vissi ég ekki einu sinni hvað
maskari var. Ég var bara sett í stól
og mér var kennd einhver grunn-
förðun en núna kann ég eitthvað
meira. Ég málaði mig aldrei í skóla,
enda var ég send í kaþólskan skóla
og þar má maður jú ekki mála sig.
Ég hafði val um að fara annað hvort
í kaþólskan eða stelpuskóla og ég
valdi kaþólskan. Ég hafði ekki einu
sinni plokkað á mér augabrúnirnar
þegar ég lauk náminu. Var svona
smá strákastelpa og hef vanalega
átt fleiri strákavini en stelpur. Ólst
upp með frænda mínum í Vestur-
bæjarskóla og var með strákunum í
Dungeons and dragons. Samt er ég
mikil stelpa í mér og lögin mín eru
stelpulög.“
Fornar uppskriftir formæðra
,Núna er ég á ansi merkilegu nám-
skeiði hjá ömmu minni. Hún er að
kenna mér að hekla uppskriftir sem
langamma mín samdi sjálf og skrif-
aði hvergi niður. Þetta er rosalega
skemmtilegt. Ég hekla hvar sem
ég kem. Ég er meira að segja með
það út í bíl núna. Verkefni sem ég
er með á prjónunum er að hekla og
stífa snjókorn til þess að hengja út í
glugga yfir jólin. Þetta er rosalega
fallegt og gamaldags jólaskraut og
gaman að erfa svona upplýsingar frá
formæðrum mínum.“
Það eru til englar og púkar
Talandi um að þú hafir verið í kaþ-
ólskum skóla, ertu kaþólsk?
,Nei, ætli ég sé ekki lúthersk eins og
flestir íslendingar, svona tæknilega.
Var fermd og skírð inn í lútherska
trú. Ég fermdist í einni af fáum lút-
herskum kirkjum úti og amma og
afi komu til að vera við athöfnina.
Ég trúi á gott og illt. Það er allt til
í heiminum, englar og púkar og allt
þar á milli. Ég er rosalega myrkfælin
þannig að ég get ekki sagt að ég trúi
ekki, en ég er voðalega lítið að setja
mig í flokk. Ég hef mjög gaman af
ásatrú og finnst til dæmis æðislegt
að það sé til eitthvað sem er svona
séríslenskt ef fólk hefur þörf fyrir
trúariðkun. Málningin sem ég set
á andlitið á mér er innblásin af már-
ískri og keltneskri stríðsmálningu.
Táknar eitthvað mismunandi í hvert
skipti og er aldrei eins. Þetta er mín
persónulega útfærsla af þessum
hefðum og ef til vill mín trúarbrögð.
Heillast af heiðni
Mótaðistþú afkaþólska skólanum?
„Fólk má trúa því sem það vill, trúin
er persónuleg fyrir hvern og einn,
en vera mín í kaþólskum skóla færði
mig frekar frá því að vera hliðholl
trúarbrögðum heldur en hitt. Það
var verið að þvinga fólk til að fara
með bænir og iðka trú sem það
hafði kannski ekki svo mikla sann-
færingu fyrir. Ég heillast hins vegar
mikið af sögum úr máóra og ásatrú.
Þær höfða á allan hátt meira til mín
heldur en kristnar sögur og mér
finnast þær skemmtilegri. Ef maður
á að kjósa eitthvað þá er um að gera
að kjósa það sem er skemmtilegra.”
Táknrænt hálsmen
Talandi um eitthvað skemmtilegt
þá átt þú skemmtilegt ferðalag fyrir
höndum erþað ekki?
„Jú, fyrir tveimur árum síðan var
haft samband við mig og ég var
beðin um að koma til Grænlands að
spila. Ég var alveg rosalega spennt
en hafði ekki tíma, svo kom enda-
Blqtmikkl
upp á þannig að
ég komst aldrei, en núna er komið
að þessu og ég er að fara næsta laug-
ardag. Ég ætla að halda eina tónleika
í Tasilaq skólanum í Ammassalik á
austur Grænlandi en ég verð þarna
í fjóra daga af því það er bara flogið
tvisvar í viku.“
Hera tekur af sér hálsmen sem
pabbi vinkonu hennar, sem er ma-
óri, skar út fyrir hana, og sýnir
blaðamanni. „Sjáðu, margir hafa
spurt mig hvort þetta sé frá Græn-
landi en það er einmitt frá stað sem
er hinu megin á hnettinum. Þetta
segir margt. Hann gaf mér þetta í til-
efni af tuttugu og eins árs afmælinu
mínu, en þá er maður orðin sjálfráða
á Nýja Sjálandi. Menið táknar sjálfa
mig, fjölskyldu mína og hæfileika.“
Lifrarpylsa og sushi
Svo ferðu aftur hinu megin á hnött-
inn { byrjun janúar, áttu eftir að
sakna Islands?
,Já, það er margt sem ég sakna á Is-
landi. Mikið af mat sem ég elska
eins og pylsur, lakkrís, lifrarpylsa
og sterkur brjóstsykur. Svo er líka
matur sem fæst úti sem mér finnst
rosalega góður en kostar hrikalega
mikið hérna, eins og t.d. sushi, en
það kostar ýkjulaust tífalt meira
hérlendis miðað við hvað það kostar
á Nýja Sjálandi. Sushi þykir spari-
matur hér þannig að maður þarf að
fara á veitingahús til að fá sér það,
en úti er þetta gert á færiböndum
þannig að maður fer í hádeginu
og fær sér sushi. Svo sakna ég þess
líka að fá mér grískan mat, en það
er enginn grískur veitingastaður á
íslandi. Það er svo mikið úrval úti af
erlendum mat sem maður fær ekki
hér. Ætli það sé ekki aðallega fjöl-
breytnin þar sem ég sakna á meðan
ég er hér og einfaldleikinn sem ég
sakna á meðan ég er úti.“
margret@vblis
Nú ertu aðfara út aftur íjanúar, en
þú átt mann hér á Islandi erþað
ekki?
,Jú, en hann kemur með mér. Við
förum og verðum í eitt og hálft ár.
Það er lítill tilgangur með því að
^ra í janúar og koma aftur í janúar
þegar það er þrjátíu stiga frost hér
og þrjátíu stiga hiti þar. Það er mikið
betra að fara út núna og koma aftur
sumarið 2007. Þetta er svo löng ferð
að maður er ekki mikið að flakka á
milli. Ég sakna líka dýranna minna
svo mikið að ég er að farast," segir
Hera og dregur upp mynd af hár-
lausa kettinum Brjáni sem tekur sig
víst til og klæðir sig í úlpu ef honum
er kalt. Hera á líka annan kött, tvær
hænur og einn páfagauk sem flautar
Always look on the bright side of
lhe, kallar á köttinn og hermir eftir
þjófavörninni.
Langar að finna sér samastað
,Mig langar til að finna mér sama-
stað bráðlega en við kærastinn minn
vitum ekki hvar við ætlum að setjast
að til frambúðar. Það er nóg pláss
fyrir okkur bæði hér og á Nýja Sjá-
landi, en eins og staðan er núna þá
erum við á svo miklu flakki. Það er
á dagskrá hjá manninum mínum
að klára námið sitt og þess vegna
komum við kannski aftur eftir
eitt og hálft ár. Eða það er allavega
staðan eins og hún er í dag.“
Þrettán ára að lesa Ijóð
fyrir fulla sjóara
Hvað með nám, ertþú búin að lcera
það sem þú vilt?
„Ég er náttúrulega að læra eitthvað
á hverjum degi enda er tónlistin
þannig. Hún er alltaf að kenna
manni eitthvað nýtt. En ég hef unnið
eingöngu við tónlist í alla vega sex ár
núna. Eg byrjaði þrettán ára að lesa
upp ljóð fyrir fulla rússneska sjó-
menn, inni á bar sem ég mátti ekki
einu sinni koma inn á. En mamma
og pabbi fóru með mér og stóðu við
bakið á mér enda höfðu þau og hafa
alltaf haft trú á mér.
Þegar ég var fjórtán ára þá fór ég
að setja saman texta og lög og síðar
að spila á þessum sama bar, sem