blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 40

blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 40
401 BÆKUR LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaöiö Bókaútgáfan Skrudda hefur gefið út vandaða og fróðlega œvisögu Jörundar hundadagakonungs eftir Söru Bakewell. í eftirfarandi kafla er lýst atburðum sem áttu sér stað eftir að Jörundur var sviptur völdum á íslandi og ákvörðun tekin um að senda hann til Englands. Björgunaraírek Jörundar ,Þegar samkomulagið hafði verið undirritað lá ekkert fyrir annað en safna saman öllum sem fara skyldu til London og senda þá af stað ásamt miklum greinargerðum til flotamálaráðuneytisins og fán- anum sem var vandlega saman brotinn. Undirbúningurinn tók að- eins tvo daga og segl voru dregin að húni á Margaret & Anne 25. ágúst, nákvæmlega tveimur mánuðum eftir uppreisnina. Á skipinu voru Phelps, Hooker, Trampe, Vancou- verhjónin, tveir danskir stríðs- fangar af Orion, hinu gamla skipi Trampes og yfirmaður af Talbot sem var trúað fyrir því að afhenda málsgögn Jones. I lestinni var grasasafn og dagbækur Hookers, auk tveggja íslenskra kvenbúninga er hann flutti heim með sér sem gjafir eða minjagripi. Þar var líka gervallur farmur Phelps af tólg, lýsi og ull, 35.000 til 45.000 punda virði. Phelps hafði hagnast vel á bylting- unni þegar allt kom til alls; farmur hans var talinn árangur lögmætra viðskipta fremur en ránsfengur, og fékk hann að halda honum. Hið eina sem vantaði á hið þung- hlaðna skip Margaret & Anne var Jorgenson, er sigldi með Orion. Skip Trampes var löggilt herfang samkvæmt leyfisbréfi Margaret & Anne til víkingar og var nú eign Phelps, en skortur var á sjó- mönnum til að sigla skipinu heim og varð Jorgenson óopinber áhafn- armaður í ferðinni. Hann var eini Daninn í þessari ferð sem ekki var fangi og var því litið á hann sem óvenjulegt sérmál sem erfitt væri að átta sig á. Veður var hvasst fyrsta daginn og skildust skipin að skömmu eftir brottför, fóru þau sína leiðina hvort fram hjá hinni hættulegu strönd Reykjaness. Orion dróst aftur úr í fyrstu en fór að draga á Margaret & Anne eftir að það stytti sér leið milli eyja, var það þó enn úr aug- sýn þegar kvöldaði. Snemma daginn eftir, klukkan sex eða sjö að morgni, vöknuðu farþegar á Margaret & Anne við brunalykt. Þeir hlupu út á þilfar og þar blasti við ægileg sjón: Þykkur reykur gaus upp úr lestaropunum. Menn urðu skelfingu lostnir. Skipið var svo ofhlaðið að bátarnir mundu ekki rúma alla farþegana og þar að auki gekk áhöfninni illa að sjósetja þá í veltingnum þótt hún reyndi það eftir megni. Segl og teppi voru rennbleytt og fleygt yfir eldinn, en þau brunnu skjótt. Allir um borð áttu ægilegan dauða fyrir höndum - bruna eða drukknun. En í þann mund sem farþegar voru að gefa upp alla von blasti við kærkomin sjón álengdar: Segl Ori- ons birtust við sjóndeildarhring. Þeir sem voru um borð í Margaret & Anne héldu áfram að berjast við 99................................................ Að sögn Jorgensons sjálfs höfðu „hálfvitarnir tveir", skipstjórinn og fyrsti stýrimaður á Margaret & Anne, ekki gert neitt afviti. Þeir höfðu ekki notað dæluna eða réttar slöngur til að slökkva eldinn og þeim hafði ekki tekist að flytja fólk úr skipinu. Þessi skemmtilega mynd er eftir Jörund og sýnir dansleik í Reykjavík. eins og ógnarstór lampi. Þegar lengra leið á brunann fóru skot að hlaupa úr fallbyssum skipsins og munaði minnstu að þau hæfðu Orion. Jorgenson lýsti þessu svo síðar: „Það snarkaði í siglutrjánum, skot hlupu úr fallbyssunum, seglin stóðu í björtu báli; þetta var sann- arlega stórfengleg sjón.“ Hooker lýsti því hvernig logandi tólgin og lýsið runnu í straumum niður síður skipsins og reykj- armökkurinn enn meiri en gufustrókurinn úr Geysi. Aftur glæddi vind og Orion þokaðist fjær um kvöldið, en enn sáu þau Margaret & Anne standa í ljósum logum í fjarska. Kop- arklæddur botn skipsins flaut á sjónum „eins og feiknastór nornaketill, löngu dimmt var orðið af nótt“. Farþegar á Orion voru enn í hættu því að skipið var hættulega ofhlaðið og hefði getað sokkið ef annað óveður hefði skollið á. Það var útilokað að sigla svona til Bretlands. Var því ekki um annað að ræða en sigla aftur til Reykjavikur, en Jones og allir aðrir í bænum undruðust stórum þegar Orion sigldi aftur inn á skipalægið með viðbótarfarþega. Dvölin í Reykjavík tók nokkra daga meðan undirbúin var önnur tilraun til heimsiglingar, og nokkrar breytingar áttu sér stað á þeim tíma. Phelps og Jones leyfðu Trampe að fara i land og tína saman þau gögn sem hann vildi taka með sér til þess að hann gæti rekið skaðabótamál í Bretlandi. Magnús Stephensen skrifaði hins vegar Jones meðan á þessu stóð og hvatti hann til að senda Jorgenson ekki með hinum heldur framselja hann til réttarhalda samkvæmt dönskum og íslenskum lögum á eynni sjálfri, en líkur benda til þess að hann hefði verið hengdur fyrir föðurlandssvik ef slíkt hefði átt sér stað. Það var lán fyrir Jorgenson að Jones hafnaði þessu.“ eldinn og reyna að sjósetja bátana en á meðan sigldi Orion að og Jorg- enson sjálfur stökk um borð í hið logandi skip. Að sögn Jorgensons sjálfs höfðu „hálfvitarnir tveir", skipstjórinn og fyrsti stýrimaður á Margaret & Anne, ekki gert neitt af viti. Þeir höfðu ekki notað dæluna eða réttar slöngur til að slökkva eldinn og þeim hafði ekki tek- ist að flytja fólk úr skipinu. „Allt var í ráðaleysi og rugli. Ekkert var reynt og bátarnir voru ekki hífðir útbyrðis hvað þá meira. Eftir tuttugu minútur hefði öllu verið lokið.“ Það var um seinan að slökkva eldinn en Jorgenson „lét áhöfnina þegar taka til höndum“ að sjósetja bátana og bjarga farþegum og áhöfn. Honum tókst meira að segja að flytja á brott ketti, hunda og kindur sem voru um borð. „Ég fór úr skipinu þegar ég sá að öllu lifandi var óhætt og flutti það um borð í Orion." Frásögn Jorgensons virðist ef til vill ætluð til að bæta stöðu hans, en Hooker - sem alltaf var fús til að þakka öðrum - efaði ekki að hann hefði bjargað lífi þeirra. Hrósaði hann Jorgenson og taldi hann vera eina óttalausa björgunarmann- inn, sjálf atorkan uppmáluð sem selflutti alla aðra yfir í hitt skipið. Brátt voru aðeins fáeinir sjómenn eftir í Margaret & Anne er rufu þil- farið og gerðu síðustu tilraun til að slökkva eldinn áður en þeir hurfu sjálfir frá borði. Flestar eigur farþeganna glötuð- ust nema það sem þeir gátu borið með sér. Hooker missti næstum allt: gróðursýni sín, flestar dagbækur og annan kvenbúninginn, þótt hinn bjargaðist með einhverjum hætti. Skrifuðum skýrslum Jones var bjargað en fáninn brann. Phelps glataði öllum farmi sinum. Einmitt þegar hann hafði verið að óska sjálfum sér til hamingju að jafna metin eftir ófarirnar á Clarence og sleppa með vænan ágóða frá vand- ræðunum öllum, þá varð hann að þola hið fullkomna réttlæti þar sem allir hljóta makleg málagjöld. En Hooker vissi að þau voru heppin að halda lífi. „Við vorum sannarlega sæl að sleppa lifandi með fötin sem við stóðum í, og jafn- vel þetta ... áttum við að þakka ótrú- legu átaki Jorgensons þegar nálega öll áhöfn skipsins virtist lömuð af ótta.“ Jorgenson var maður stundarinnar. Eins og ætíð þegar hættu bar að höndum hugs- aði hann og hélt sinni ró og kjark- urinn var næstum brjálæðislegur. Það var aðeins í hinu hversdagslega lífi sem honum hætti til að taka rangar ákvarðanir og falla í stafi; þegar í harðbakkann sló vissi hann hvernig bregðast skyldi við. í sama mund og allir voru komnir um borð í Orion lægði vindinn og þurftu því allir nærstaddir að bíða átekta og horfa á hægfara tortím- ingu Margaret & Anne það sem eftir var dagsins. Ullin, tólgin og lýsið voru góður eldsmatur og log- uðu glatt enda stóð skipið í ljósum logum svo klukkustundum skipti; ullin var eins og kveikur, lýsið og tólgin eldsneytið - og allt var þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.