blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 14
blaðiö____ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. GLEÐILEG JÓL! ÞAU ERU FARIN í JÓLAFRÍ 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 biaðið lftTPÍtf KoNA Aí> wœfW. ÞAU MÆTA AFTUR TIL VINNU 17. JANÚAR 2006 Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjóm & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. AÖalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag á holar@vbl.is og þú gætir eignast eintak af bókinni AMEN, gamansögur af íslenskum prestum. Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur blaóió BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Jón Baldvin snýr aftur - annar hluti Á dögunum barst mér bréf frá virtum manni í stjórnkerfinu. Bréfið fjallar um endurkomu jóns Bald- vins í íslenska pólitík. Þessi ágæti bréfritari skilgreinir sig sem vinsfri sjálfstæðismann, sem mér finnst benda til að við gætum átt samleið í pólitík. Hann segir í upphafi bréfs að honum þyki „nauðsynlegt fyrir lýðveldið að hér séu kratar sterkir og helst margir líka.“ Þetta þótti mér vænt um að lesa og helst vildi ég óska þess að samfylkingarmenn væru sömu skoðunar í stað þess að hreyta ónotum í okkar kratana eða fjalla um okkur eins og við séum samansafn af dyntóttum sérvitr- ingum sem ekki sé mark á takandi. „Við þurfum á framtíðarsýn Jóns Baldvins að halda. Að hann segi hvert skal halda og hvað þarf að gera til þess að komast þangað. Snilli hans liggur ekki síst í því að setja fram skýra hugsun. Brotasilfrið í Samfylkingunni hvorki veit þetta né getur þetta,“ segir bréfritari á einum stað. Og enn er ég sammála honum. Klýfur Jón Baldvin Samfylkinguna? Á öðrum stað víkur bréfritari að því að Ingibjörg Sólrún muni sjá ógn í Jóni Baldvini og því ekki stuðla að því að hann komist til áhrifa innan Samfylkingar. „Ef Jón Baldvin kemur inn í pólitíkina yrði hann því annað hvort að kljúfa Samfylk- inguna eða einfaldlega láta hana lönd og leið og halda flokksþing Alþýðuflokksins - eða hvað?“ spyr Kolbrún Bergþórsdóttir bréfritari. Þarna er ég ósammála pennavini minum. Ég hef enga trú á öðru en að Ingibjörg Sólrún geri sér fulla grein fyrir því hversu mikil liðveisla felst í því að fá Jón Baldvin aftur til pólitískra starfa og vangaveltur um að Jón Baldvin muni kljúfa Samfylk- inguna þykja mér fáránlegar. SHkt myndi aldrei hvarfla að honum. Jón Baldvin átti sér þann draum að sjá stóran jafnaðarmannaflokk verða til og hann studdi Ingibjörgu Sól- rúnu með ráðum og dáðum. Hann mun ekki svíkja hana og ég trúi því síst af öllu að hún muni afneita honum. Hvernig verða móttökurnar? í þessu langa bréfi, sem mér barst, og las af nokkurri forvitni, segir bréf- ritari, sem er kunningi Jóns Bald- vins, að Jón Baldvin hefði sagt við hann þegar hann á sínum tima tók ákvörðun um að yfirgefa íslenska pólitik: „Menn fara úr pólitíkinni til þess að koma inn í hana aftur.“ Nú er Jón Baldvin kominn aftur. Hann hefur ekki neitað þvi að hann hyggi á endurkomu í íslenska pólitík. Samfylkingin á að taka vel á móti honum og þar verður for- maður flokksins að taka að sér hlut- verk hins rausnarlega gestgjafa. Það verða mikil vonbrigði ef Ingibjörg Sólrún víkur sér undan því. Undanfarna daga hef ég séð ein- hver skrif um það að allt sé í góðum gír í Samfylkingunni. Slík skrif bera vott um nokkra veruleikafirr- ingu. Það blasir við að Samfylk- ingin hefur ekki náð nægilegum árangri og kannski ekki skrýtið því þingmenn hennar eru fæstir til stórræða. Sjálfsagt óttast einhverjir eirra endurkomu Jóns Baldvins. g held að þeir ættu að víkja eigin hagsmunum til hliðar og hugsa um velferð flokksins. Samfylkingin væri svo miklu betur stödd með Jón Baldvin í forystuliðinu. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Mikil taugaveiklun er nú í gangi á 365 miðlum enda er Ijóst að miðlar s a m - steypunnar þurfa sífellt meira fjár- magn og minna orðið einna helst á plöntuna í Litlu hrylllngsbúðinni sem sagði (sífellu: „Feed me". Menn eru að vakna upp við þann vonda draum að miðlarnir eru allir átandi upp úr sömu auglýsingaskálinni, lestur DV hefur hrunlð um tugi prósenta á stuttum tíma og sömuleiðis Fréttablaðsins sem hefur ekki náð að halda í horfinu þrátt fyrir að dreif- ing hafi verið stóraukin á heimili utan höfuð- borgarsvæðisins. Stærsti auglýsandinn á NFS - nýju fréttastöðinni eru 365 miðlar sem dá- sama sjálfa sig. Fréttbiaðið hefursfðan meðlag frá eigendum sínum upp á 1-2 milljónir króna á dag f formi auglýsinga sem auðvitað eru á allt öðru verði en öðrum auglýsendum stendur til boða. Það er ekki nema von að menn beri sig vel... Utgefendur Jónsbókar hafa orðið fyrir nokkrum von- brigðum með sölu hennar fyrirjólin, en flestir áttu von á þvf að hún myndi lenda á topp 10 listanum. Sú er ekki raunin. Samkvæmt metsölulista Morgunblaðsins er bókin ekki á meðal þeirra 10 efstu á almenna listanum en i þríðja sæti á lista yfir ævisögur. Þar trónir bók Eddu Andrésdóttur um Auði Eir á toppnum og siðan kemur bók Guðjóns Friðrlks- sonar Ég elska þig stormur: Ævlsaga Hannesar. Það kemur vart á óvart að Arnaldur Indriðason er á toppnum þegar kemur að heildarsölu. fínt á morgun. Eitt af þvi sem h e f u r fallið af stjörnuhimninum er Idol - Stjörnuleit. í nýjustu könnun Gallup mældist þátturinn með 28,3% áhorf en á sama tima í fyrra var áhorfið 36,3%. Hér munar á þriðja tug pró- senta. Þetta áhorfshrun hefur ekki farið hátt i fjölmiðlum. Það er þvi Ijóst að forráðamenn Stöðvar 2 þurfa að leita að nýjum gullkálfi á næsta árí að óbreyttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.