blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 6
61 INNLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 bla6iö
Dagur genginn í Samfylkinguna
í gær gengu þær sögur fjöllunum
hærra að Dagur B. Eggertsson,
hinn óflokksbundni borgarfull-
trúi R-listans, hafi gengið i Sam-
fylkinguna. í samtali við Blaðið
staðfesti Dagur þessar fregnir. „Sú
athöfn fór fram í kyrrþey og engir
blaðamenn boðaðir. En já, við
Arna konan mín fórum í gær og
skráðum okkur í flokkinn.“ Dagur
sagði þó að það þyrfti ekki að þýða
að hann ætlaði að bjóða sig fram
í fyrsta sæti á lista Samfylkingar-
innar fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar sem fara fram næsta vor.
„Ég hef sagt það áður að tilkynning
þess efnis komi fyrir jól.“
Hefur alvarlega
íhugað framboð
Ekki er langt síðan að Dagur
tilkynnti að hann myndi
mögulega bjóða sig fram fyrir hönd
Samfylkingarinnar í komandi borg-
arstjórnarkosningum. Hann sagði
þá meðal annars að það ætti illa við
sig að sitja með hendur í skauti á
meðan Sjálfstæðisflokkurinn ynni
að hans mati óverðskuldaðan stór-
sigur í borginni. Einnig sagði Dagur
að hann myndi ganga í flokkinn
ef hann myndi ákveða að bjóða sig
fram þrátt fyrir að Samfylkingin
ætli að gangast fyrir opnu prófkjöri
í vor þar sem óflokksbundnir geta
tekið þátt.
Sjávarútvegur:
KEA jólaskyr
Islendingar
samkeppnis
hæfir
Dagur B. Eggertsson
f
FEGURÐ
íslendingar standa betur að vígi
en Norðmenn þegar kemur að
fiskveiðistjórnun, fiskvinnslu
og markaðssetningu, samkvæmt
nýrri skýrslu um samkeppnis-
hæfni sjávarútvegsins. Það var
Verðlagsstofa skiptaverðs sem
gerði skýrsluna í samvinnu
við Háskólann á Akureyri og
Háskólann í Tromsö í Noregi en
Einar K. Guðfinnsson, sjávarút-
vegsráðherra, kynnti skýrsluna á
formlegum fundi í gær.
íslendingar nýta nýjustu tækni
Ískýrslunnivargerðurvíðtækursam-
anburður á íslenskum og norskum
sjávarútvegi hvað varðar fisk-
Greiðslukjör
við allra hæfi
PELSINN
Kirkjuhvoli simi 5520160
veiðar, hagstjórn og
almenn starfsskilyrði
fyrirtækja, umhverfi
og innviði, fiskveiðar,
fiskvinnslu og markaðs-
setningu. 1 niðurstöðum skýrsl-
unnar fá Islendingar örlítið hærri
heildareinkunn en Norðmenn en
munurinn er þó ekki marktækur.
Islendingar standa betur að vígi
í fiskveiðistjórnun, fiskvinnslu
og markaðssetningu en jafnt er á
komið í fiskveiðum. Norðmenn eru
hins vegar feti framar í hagstjórn
og aðbúnaði fyrirtækja. Þá kemur
fram í skýrslunni að Islendingar séu
duglegir að nýta nýjustu tækni og í
markaðsmálum hafi Islendingar ein-
faldlega betri og verðmætari vöru
fram að færa.
Góöur mælikvarði
1 ræðu ráðherra kom fram að
skýrslan er góður mælikvarði á sam-
keppnishæfni sjávarútvegsins og
mikilvægt er að greina þá veikleika
sem fyrir hendi eru og ráða bót á
þeim. Þá sagði ráðherra að hár flutn-
ingskostnaður afurða hér á landi
HREYSTI
Mjólkurverð
hækkar um
áramót
HOLLUSTA
(slensk sjávarútvegsfyrirtæki eru sam-
keppnishæf.
þýddi að íslensk fyrirtæki myndu
alltaf eiga undir högg að sækja í
verðsamkeppni við norsk fyrirtæki.
Ráðherra benti á að heildarniður-
staða skýrslunnar væri afar góð
fyrir íslenskan sjávarútveg og sýndi
að frjáls samkeppni og virkur mark-
aður leiddi til þess að fyrirtækjum
gengi betur.
Mjólkurverð mun
hækka frá og með
næstu áramótum. Verðlags-
nefnd búvara tók sameiginlega
ákvörðun um að hækka heildsölu-
verð á mjólk og mjólkurafurðum
um i,46%-2,5% frá og með 1. janúar
næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn
í þrjú ár, ef undaskilin er örlítil
hækkun þegar skilagjald á mjólkur-
umbúðir bættist við, sem útsölu-
verð er hækkað. Um það hafði ríkt
sátt í verðlagsnefndinni en í henni
sitja einn fulltrúi frá landbúnað-
arráðuneytinu, ASl og BSRB auk
tveggja fulltrúa frá Samtökum
afurðarstöðva í mjólkuriðnaði ann-
arsvegarogBændasamtökunumhins
vegar. Frá sama tíma hækkar afurðar-
stöðvaverð til bænda um 2,9% eða
um 1,28 krónur á hvern mjólkurlítra.
Þá var það tilkynnt að verð á öðrum
mjólkurvörum sem falla ekki undir
ákvörðun nefndarinnar muni ekki
hækka um meira en 2.5%.
Útsöluverð á mjólk mun hækka f fyrsta
sinn f þrjú ár þann 1. janúar næstkomandi.
Útsölustaðir:
Jens Kringlunni • Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 • Helgi Sigurðsson úrsmiður
Skólavörðustíg 3 • Georg Hannah úrsmiöur Keflavík • Guðmundur B. Hannah
úrsmiður Akranesi ■ Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi
SEKSY kvenmannsur með svartri eða bleikri skifu.
Armbandsólin er úr svörtu/ Ijósu leðri settri Swarovski
kristölum sem einfalt er að minnka eða stækka að vid.
Krefjast reglna um
gjafir til ráðamanna
Ungir jafnaðarmenn hafa sent
öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,
forseta Alþingis og borgarstjóranum
í Reykjavík bréf þar sem þeir óska
eftir því að þessir aðilar birti lista
yfir allar þær gjafir sem þeir hafa
þegið frá fyrirtækjum, hagsmunaað-
ilum og einstaklingum á þessu ári,
ásamt áætluðu verðmæti þeirra. Að
sögn ungra jafnaðarmanna er þetta
gert í kjölfar þess að athygli þeirra
var vakin á því að það tíðkist meðal
ýmissa hagsmunaaðila að senda ráða-
mönnum í landinu dýrindis gjafir í
tilefni jólanna. í fréttatilkynningu
ungra jafnaðarmanna kemur fram
að þeir telji afar mikilvægt „að upp-
lýsingar um meðferð slíkra gjafa séu
uppi á borðinu til að tryggja gegnsæi
og að enginn vafi leiki á um hvort
slíkar gjafir hafi áhrif á einstakar
ákvarðanir eða stefnumótun." Á
sama tíma óska ungir jafnaðarmenn
eftir upplýsingum um hvaða reglur
séu í gildi um slíkar gjafir til viðkom-
andi embætta. Séu engar slíkar fyrir
hendi þá er óskað eftir upplýsingum
um hvaða hefðir hafi ríkt um með-
ferð þessara gjafa sem viðkomandi
aðilar hafa verið að þiggja.
Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðar-
manna, finnst að gjafir til ráðamanna sem
eru yfir ákveðnu verðmæti ættu að renna
til samfélagslegra málefna.
Fá gjaflr í krafti embætta sinna
Andrés jónsson, formaður ungra
jafnaðarmanna, segir að nauðsyn-
legt væri að svona hlutir lægju fyrir
opinberlega. „Við erum að sjálfsögðu
ekki endilega að gefa það i skyn að
eitthvað óeðlilegt sé um að ræða í
tengslum við gjafir, en við teljum
það rétt að þetta sé uppi á borðinu.
Við höfðum frétt af veglegri gjafa-
körfu sem einn ráðherranna fékk
frá stórum hagsmunasamtökum og
það er eiginlega það sem setti þetta
ferli af stað,“ segir Andrés og bætir
við að lengi hafi verið orðrómur um
það að forsvarsmenn ríkisstofnanna
hafi verið að senda hvorum öðrum
umfangsmiklar gjafir eins og heila
vínkassa fyrir nokkrum árum síðan
auk þess sem bankastjórar ríkis-
bankanna voru jafnvel með heilu bíl-
skúrana fulla afgjöfum. „Við teljum
að menn séu að fá þessar gjafir í
krafti embætta sinna og að það ættu
að gilda ákveðnar reglur um það.
Mér finnst eðlilegt að allt sem nái
ákveðnu verðmæti ætti að renna til
einhverra samfélagslegra mála. Það
verða að vera reglur um gjafir sem
menn veita viðtöku ( krafti þess að
þeir séu í opinberum störfum."
Andrés segist spenntur að sjá hver
viðbrögðin verða og segir að málinu
sé alls ekki lokið. „Ef þessu verður
ekki svarað geri ég ráð fyrir að við
munum áfrýja til úrskurðarnefndar
um upplýsingamál."