blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 blaöiö
Skýrsla Samkeppniseftirlitsins:
Héraðsdómur Reykjaness
Fjórar konur
og einn karl
sóttu um
Innflutningshömlur á landbúnaðar
vörum valda háu matarverði
Matvöruverð á íslandi hœst í Evrópu. Samþjöppun á markaði algeng á Norðurlöndum.
Fimm sóttu um embætti
héraðsdómara við Héraðsdóm
Reykjaness. Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra mun skipa
í embættið frá og með í.febrúar
nk. Umsækjendur eru Alma V.
Sverrisdóttir, Arnfríður Einars-
dóttir, Bergþóra Sigmundsdóttir,
Sandra Baldvinsdóttir og Pétur
Dam Leifsson. Arnfríður er settur
héraðsdómari við sama dómstól.
Sérstök dómnefnd mun fjalla um
og láta ráðherra í té rökstudda
umsögn um umsækjendur.
Viðskipti:
Jón Ásgeir val-
inn viðskipta-
maður ársins
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, var fyrir skemmstu valinn
viðskiptamaður ársins 2005 á
Norðurlöndum af tímaritinu
Scanorama. í blaðinu er rakin saga
Baugs og útrás fyrirtækisins í Dan-
mörku og Englandi gerð góð skil.
Scanorama er gefið út mánaðalega
af flugfélaginu SAS og nær til
tæplega tveggja milljóna lesenda.
Matvöruverð er 42% hærra á íslandi
en í löndum Evrópubandalagsins (EB)
samkvæmt skýrslu Samkeppniseftir-
litsins um matvörumarkaðinn sem
unnin varí samvinnu við norrænusam-
keppniseftirlitin. Ein helsta ástæða
fyrir háu matvöruverði að mati Sam-
keppniseftirlitsins eru innflutnings-
hömlur á búvörum. Samþjöppun á
markaði er ekki meiri á Islandi en á
hinum Norðurlöndum en mildl sé
horft til annarra Evrópulanda.
Samþjöppun mest í Svíþjóð
I skýrslunni kemur fram að matvöru-
verð á Norðurlöndum er um 12 til 42%
hærra en í öðrum Evrópulöndum.
Ódýrast er það í Svfþjóð og Finnlandi
en dýrast á Islandi og í Noregi þar sem
það var 38% hærra. Þá er það athygli-
vert að samþjöppun á markaði virðist
ekki vera meiri á Islandi en á öðrum
Norðurlöndum. Mest er hún í Svíþjóð
þar sem þrír stærstu aðilarnir höfðu á
árunum 2002 til 2003 um 93% markaðs-
hlutdeild og sá stærsti um 45% hlut-
deild. Til samanburðar voru þrír
stærstu aðilarnir á íslandi á sama tíma-
bili með um 79% markaðshlutdeild og
sá stærsti, Hagar hf, með 43%. Síðan
2003 hefur markaðshlutdeild Haga
hins vegar vaxið um 4 prósentustig.
I niðurstöðu skýrslunnar eru helstu
ástæður fyrir háu matvöruverði á
Islandi raktar til innflutningshamla
á landbúnaðarafurðum en Noregur
og ísland eiga það sameiginlegt að í
Gjafakörfur matqæðinqsins
eilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
báðum löndunum eru tollum og tak-
mörkunum beitt til að hamla innflutn-
ingi slíkra vara.
Innflutningshömlur hafa klár áhrif
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins, segir helstu verk-
efni stofnunarinnar 1 kjölfar þessara
skýrslu að tryggja frjálst aðgengi að
markaðnum sem og koma í veg fyrir
samkeppnishindrandi samþjöppun
og fákeppni. Þá kom fram í máli hans
að Samkeppniseftirlitið muni beina
því til stjórnvalda að dregið verði úr
innflutningshömlum á búvörum og
samkeppni efld áþví sviði. „Það blasir
við að Noregur og ísland eru með
innflutningshömlur á búvörum sem
að hin Norðurlöndin búa ekki við og
það hefur alveg klár áhrif," sagði Páll
og bætti við „við erum ekki að boða
algjört afnám í innflutningshömlum.
Við áttum okkur á því að það er líka
hægt að rökstyðja innflutningshömlur
út frá neytendahagsmunum. T.d. út
ffá heilbrigðissjónarmiðum og svo er
Samþjöppun á matvælamarkaði er mest í Svfþjóð þar sem matvælaverð er jafnframt
lægst. Þar er aftur á móti minna um innflutningshömlur samanborið við fsland og
Noreg.
það ekki samkeppninni til hagsbóta byrði á stjórnvöldum þegar tekin er
að búa til umhverfi hér sem gerir það afstaða til innflutningshamla þ.e. að
að verkum að það eru engir innlendir þau séu neytendum til hagsbóta og
framleiðendur. Það sem við erum að að samkeppnissjónarmiðin séu tekin
segjaeraðþaðhvílirsvolítilsönnunar- inníþað." ■
Baugur:
Selja hlut í FL Group
og kaupa tebúðir
I kjölfar álitsgerðar yfirtökunefndar
þar sem nefndin taldi Baugi Group
skylt að gera öðrum hluthöfum FL
Group yfirtökutilboð, hafa Baugur
og Oddaflug selt hluta bréfa sinna í
FL Group. Oddaflug, sem er eignar-
haldsfélag Hannesar Smárasonar,
seldi 5% í FL Group, og Baugur
sömuleiðis. Viðskiptin gera það að
verkum að nú á Oddaflug 19,83%
í FL Group, en Baugur 19,24%.
Félögin eiga því nú í sameiningu
undir 40% hlut í FL Group, en í
álitsgerð yfirtökunefndar segir að
skylda til yfirtökutilboðs myndist,
þegar einn hluthafi, eða fleiri sem
eru í samstarfi eignist eða ráði yfir
að minnsta kosti 40% hlutafjárs. Við-
skipti gærdagsins gera það því að
verkum, að yfirtökuskylda er ekki
lengur fyrir hendi. Kaupandi bréfa
Baugs og Oddaflugs er Landsbank-
inn, en við kaupin verður hlutur
bankans í Fl Group 11,7%.
Kaupa Whittard
Það er margt á döfinni hjá Baugi,
en í gær var einnig tilkynnt um
að heilsuverslunarkeðjan Julian
Graves, sem er í meirihlutaeigu
Baugs, hafi gert yfirtökutilboð í te-
og kaffismásölukeðjuna Whittard
of Chelsea. Tilboðið hljóðar upp á
21,5 milljónir breskra punda, eða um
2,4 milljarða íslenskra króna. Stjórn
Whittard hefur mælt með því að
tilboðinu verði tekið, en þegar hafa
64% hluthafa samþykkt það. Einnig
var tilkynnt um það í gær að Baugur
hefði keypt 20% hlut í Þætti eignar-
haldsfélagi. Þáttur, sem var áður að
fullu í eigu Milestone, mun um leið
taka yfir 16,4% eignarhlut Milestone
í íslandsbanka, og um 66% hlut fé-
lagsins í Sjóvá. B
r
„Þessi bók er vægast sagt dásamleg
lesning ... Orðfæri og stíll eru engu
lík, nístandi húmor - svartur húmor
drýpur af hverri blaðsíðu, Óvægnar
skoðanir um fólk og fyrirbæri, nær-
myndir samfélags sem eiga sér fáar
líkar... Já, þetta er dásamleg
bók."
Sigurður Gylfi Magnússon, kistan.is