blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 26
26 I MATUR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 I blaöiö Eftirréttahefðir á aðfangadag Guðdómlega góðir eftirréttir ■y/ó/a/t■'/■/('/'t nn MOZARt GOLD CHOCOLATE Gdd Créme brúlée * Þaö jafnast ekkert á viö jólin og tilfinningar sem umlykja þessa merku hátíö. Þessi yndislega tilfinning sem er sambland af hátíðleika, væntumþykju og hefö. Margir telja einmitt aö þaö sé heföin sem geri jólin aö þvi sem þau eru. Hefðir eins og aö hlusta á kirkjuklukk- urnar hringja jólin inn, boröa sama matinn og vera spari- klæddur í íaömi fjölskyldunnar. Matarheföir eru sérstak- lega sterkar um jólahátíöina og eftirréttir skipta þar miklu máli. Til að mynda finnst blaðamanni þaö nánast vera guðlast aö hafa rúsínur meö heföbundnum grjónagraut þar sem þær tilheyra einungis jólagrjónagrautnum. Það er þó síöur en svo raunin aö allir hafi grjónagraut sem eftirrétt á aöfangadag heldur hefur þetta breyst mikiö. Margir hafa til aö mynda grjónagraut í hádeginu á aðfangadag en heldur fínni eítirrétt um kvöldiö. Hér má sjá þrjá eftirrétti sem henta fyrir aöfangadag. Allir eru þeir guödómlega góöir á sinn hátt. Verði ykkur aö góðu! KRINGLUNNI Slmi: 568 6440 I busahold@busahold.is úr bókinni Súkkulaði; Það bestafrá Nóa-Síríus % líter vatn 200 grömm hrísgrjón (passa aö nota grautargrjón) 1 líter af rjómablandi (Nýmjólk og rjómi biandaö til helminga) Aðferð: Hrísgrjónin eru soðin í vatn- inu og það væri mjög gott að setja smá klípu af smjöri með. Rjómablandinu er bætt í eftir þörfum og saltað í lokin. Ef fólk vill þá er hægt að setja rúsínur út í. Það má líka skera vanillu- stöng í tvennt og sjóða hana með ef fólk vill fá vanillubragð. búsáhöld Glæsileg jólaveisla ^ Skandinavískar kræsingar með VprA nm hplwr «; 7fin Verð um helgar 5.700 kr. tónum frá miðjarðarhafinu. Verð á virkum d" Jólaveisian á Salt stendur frá 18. nóv. fram á Þorláksmessu. Tilboð á eðalvínum. Lifandi tónlist um hel 5.200 kr. Hinn margverðlaunaði Mozart Gold súkkulaði rjóma líkjör er loksins fáanlegur á íslandi. Þessi fágaði líkjör sem talinn er einn af þeim albestu á markaðnum er aðeins gerður úr bestu fáanlegum hráefnum. Ferskur rjóminn í bland við dökkt súkkulaðið frá Belgíu gefur Mozart Gold unaðslegt bragð, mikla fyllingu og lengd. Innihald Mozart Gold er allt náttúruleg efni, engin gerviefni eru notuð til að auka lykt og bragð. Einnig er vert að geta að ekkert gluten er notað í gerö Mozart Gold. Mozart Gold er tilvalinn um jólin með kaffi og eftirréttum svo er gott að dreypa á honum þegar verið er að opna pakkana. MrasmiónaarcmtuTi wawMargreti Sigfusdottur, skolastjora stjórnarskóla Reykjavíkur ’Mus 4 dl. rjómi lOOgsúkkulaði 1 vanillustöng lOOgrömmsykur 4 eggjarauður 3-4 msk hrásykur, fer eftir stærð skála Aðferð: Setjið rjómann í pott, kljúfið vanillustöngina, skafið fræin innan úr henni og bætið þeim út í rjómann ásamt helmingnum af sykrinum. Látið sjóða smástund. Bræðið súkkulaðið í heitri rjóma- blöndunni og kælið aðeins. Ofninn er hitaður í 150°C og vatn sett í ofnskúffuna. Eggja- rauðurnar eru þeyttar með afganginum af sykrinum þar til þær eru léttar og ljósar. Þá er súkkulaðiblandan sett varlega út í eggjamassann. Hellið í lítil eldföst mót og bakið í vatnsbaði þar til búð- ingurinn er orðinn stífur. Það fer eftir þykkt búðings- ins hversu langan tíma hann þarf í ofninum, athugið með fingrinum hvort hann er orð- inn stífur. Kælið vel. Stráið hrásykri yfir búðinginn og bræðið undir grilli með þar til gerðum crémé brúlée brennara þar til hann fer að brúnast. Döðlukaka frá Helgu Mogensen hjá Maður lifandi 1 bolli döðlur, smátt skornar (lífrænar) Vi bolli dökkt súkkulaði 70%, smátt skorið 1 bolli hrásykur 3 msk spelthveiti 1 msk vanilludropar 3 msk vatn 2 stk egg 1 tsk vínsteinslyftiduft Aðferð: öllu hráefninu er blandað vandlega saman og látið standa við stofuhita í ca. 15 mín til að láta það brjóta sig. Síðan bakað í lausbotna tertu- formi með smjörpappír undir í 40 mín við 150°C. <RsS&r Stálpottasett á góðu verði Brúðhjónalistar og gjafakort

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.