blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 34
341 MENNING
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 blaöiö
Sjálfið í pólitískum ham
Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagn-
fræðingur er höfundur bókarinnar
Sjálfssögur. Minni, minningar og
saga sem er sjálfstætt framhald
af verki sem kom úr í fyrra og
nefnist Fortíðardraumar. Sjálfs-
bókmenntir á íslandi. Blaðið hitti
Sigurð Gylfa að máli og komst að
því að rannsókn hans, sem staðið
hefur yfir í rúman áratug, telst til
stórmerkilegra áfanga í umfjöllun
um menningarsöguna. Bækurnar
fjalla um þær tegundir bókmennta
sem fslendingar elska og stundum
hata, nefnilega sjálfsævisögur
af ýmsu tagi. Hann hefur dregið
saman gríðarlegan fróðleik um
þessar bókmennt ir og setur þær í
menningarlegt, pólitískt og samfé-
lagslegt samhengi.
„Þegar ég hóf að huga að notkun
sjálfsævisagna sem sagnfræðilegra
heimilda þá hélt ég að þessar bók-
menntir væru frekar púkalegar, ef
svo má að orði komast; gamalt fólk
að rausa um æviferilinn. Eftir nokkra
eftirgrennslan komst ég að raun um
að hér væri um stórkostlegan vitnis-
burð að ræða sem sýndi framvindu
íslenskrar menningar og menningar-
ástandið á 20. öld í alveg nýju ljósi.
Sjálfsævisögur eru nefnilega stórpólit-
ísk rit“, segir Sigurður Gylfi.
Bækur hans tvær eru tæplega eitt
þúsund blaðsíður og þar er að finna
miklar skrár eins og þá sem Monika
Magnúsdóttir hefur tekið saman um
allar útgefnar sjálfsbókmenntir á
20. öld og fram til ársins 2004.1 ljós
kemur að rétt um 1100 bækur hafa
verið gefnar út á þessu tímabih og
langflestir höfundar eru karlkyns.
Sigurður Gylfi gerir þessa staðreynd
að umtalsefni í síðari bókinni, Sjálfs-
sögur, og bendir þar á hinn pólitíska
vinkil sem er að finna í ritum af þessu
tagi.
Menning vitnisburðarins
„Ef horft er á 20. öldina í heild kemur
í ljós að fyrri hluti hennar var mark-
aður af því sem ég nefni „menningu
vitnisburðarins", sem þýðir að þá voru
einstaklingar leiddir fram sem skýrðu
þjóðinni frá hvernig þeir hefðu með
daglegri framgöngu sinni tekið þátt
í að móta þjóðina og landið - að búa
til hina lýðfrjálsu þjóð. Þessar sjálfs-
ævisögur eru langflestar lýsingar á
þessari þátttöku fólks í uppbyggingu
landsins, án þess að höfundarnir gefi
mikið af sjálfum sér; þeir eru á vissan
hátt mjög fjarlægir í eigin sögu. Sjálfið
verður þannig mótað eftir kvörðum
hinna þjóðernislegu viðmiða og hver
saga verður lík annarri. f þessum bók-
menntum er ekki mikið rúm fyrir
konur, þær eru fjarri leikvelli hinna
opinberu ákvarðana og þess vegna
áttu þær ekkert erindi inn á þennan
vettvang að því er virðist", segir Sig-
urður Gylfi, „en breytingar áttu sér
stað á síðari hluta 20. aldar.“
Menning játninganna
„Inn á sviðið ryðst skyndilega fólk sem
segir farir sínar ekki sléttar, keppist J
við að játa á sig allar syndir heimsins 1
og lesendur þyrstir í að heyra slíkar s
sögur. Nýr tími er runnin upp, tími
kviðristuviðtalanna sem við þekkjum
öll svo ákaflega vel. Blöðin, sjón-
vörpin, netið, bloggið, tólf spora pró-
grömmin og sálfræðimeðferðirnar
breyttu umfangi sjálfsins. Einstak-
lingurinn stígur fram og er tilbúinn,
að því er virðist, til að horfa framan
í sjálfan sig. Það er á þessum tíma-
punkti sem áherslur sjálfsbókmennta
gjörbreytast. Kapphlaupið um mann-
inn - um einstaklinginn - verður
áberandi og afmiðjun samfélagsins
SAGNFRÆÐINGURINN
Elizabeth KOStOVð Magnea Matthíasdóttir þýddi
Æsispennandi
metsölubók á
frábæru verði
Umtalaðasta
skáldsaga þessa árs
jAGNFRÆÐINGURJNN
768 bls
[Sagnfræðingurinn] er
spennusaga sem sver sig
á vissan hátt í ætt við Da
Vinci lykilinn og getur
því skemmt öllum
Þórarinn Þórarinsson
Fréttablaðið
„ ... bók sem gaman er
að lesa ... hún segir frá
æsilegum atburðum og
grimmilegum örlögum."
„ ... [Sagnfræðingurinn]
er því hin besta
skemmtun ..."
Árni Matthíasson, Mbl.
Verð:4.990,-
Tilboðsverð kr. 3.990,-
JENTAS ehf.
gerir það að verkum að einstakling-
urinn sem fyrirbæri verður viðfang
fjölmargra sem vilja fá að leiða lýðinn.
Baráttan um manninn, fólk eins og
Halldór Laxness eða Hannes Hafstein,
öðlaðist alveg nýja merkingu hin
síðari ár og það er þess vegna sem
sjálfsbókmenntir eru að verða afar
spennandi vettvangur til könnunar
á hinum menningarlega og pólitíska
sviði. Þar svífast menn einskis til að
hrifsa til sín, eða eigna sér fólk og fyr-
irbæri, sem tengjast sögunni", segir
Sigurður Gylfi.
Menningarrýni
„Égferofaníþessaþróunallaíbókunum
og bendi þar á hvað hin menningar-
lega umræða hefur verið döpur þegar
komið hefur verið að því að greina þá
togstreitu sem er á milli ólikra afla
í samfélaginu um völd og áhrif. Ég
gagnrýndi í fyrra umfjöllun fólks um
„Stóra Hannesarmálið", það er hvernig
stuðningsmenn Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar höguðu málflut n-
ing sínum vegna útkomu fyrsta bindis
ævisögunar um skáldið. Ég gagnrýni
í nýju bókinni, Sjálfssögur, hvernig
umfjöllunin þróaðist um ævisögu þá
sem Halldór Guðmundsson skrifaði
um Halldór Laxness, en verkið sem
er mjög hefðbundið var hafið upp
til skýjanna sem verk sem ævisögu-
www.jentas.com
Aleitin og
einlæg, en
um leið fyndin.
Saga um samkyn-
hneigða stúlku og
fjölskyldu hennar.
ritarar framtíðarinnar myndu hafa
að leiðarljósi. Við athugun kemur
hins vegar í ljós að bók Halldórs Guð-
mundssonar sver sig mjög í ætt við
„íslensku ævisöguna“, eins og hún
hefur þróast á 20. öld - einstaklingur-
inn er þar vandræðalaust viðfang sem
hægt er að skýra til hlítar með þvi að
breiða úr heimildunum.
í þessu sambandi sendi ég bóka-
útgefendum, höfundum (jafnvel
kynslóðum höfunda), og menninga-
rýnum tóninn fyrir að láta glepjast
af átökunum um menninguna, í stað
þess horfa á verkin sem eru til umfjöll-
unar og gera tilraun til að upplýsa
lesendur um eiginlegt framlag þeirra.
Ég tek þar sérstaklega fyrir umfjöllun
Eiríks Guðmundssonar stjórnanda
Víðsjár á Ríkisútvarpinu, afgreiðslu
hans á „Stóra Hannesarmálinu“ og
upphafna umfjöllun um bók Braga
Ólafssonar rithöfunar, Samkvœm-
isleikir, en sú bók átti miklu meira
skilið en upphrópanir í stíðsfréttarstíl.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum
með ósjálfstæði menningarýninnar
og jafnvel vandaður útvarpsmaður
eins og Eiríkur Guðmundsson féll í
þá gildru að taka þátt í baráttunni
um manninn í stað þess að greina
þau átök sem voru að verki,“ segir Sig-
urður Gylfi. _
Sala og dreifing: Sögur ehf. útgáfa, tomas@baekur.is, sími: 557 3100 fax: 557 3137