blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 17
blaðið FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005
ÝMISLEGT I 17
hvað er það? Það er ekkert annað
en arfleifð gamalla tíma. Af hverju
þarf fólk endilega að fara í það að
þrífa eldhússkápana um jólin? Það
er alveg nóg annað að gera. Þetta
er svolítið eins og konan sem
sýður alltaf kjötsúpuna í tveimur
pottum af því að langamma hennar
gerði það vegna þess að hún rak
svo stórt heimili. Þetta er sami
hluturinn. Það er engin þörf á því
að fara út í stórhreingerningar á
þessum árstíma, það er hægt að
gera slíkt einhvern tímann seinna
ef að við þurfum á því að halda.
Við eigum að reyna að minnka
allt áreiti í stað þess að auka það
á þessum tíma árs. Það skiptir
engu máli þó ekki sé nýútskúrað
á aðfangadagsmorgun. Við eigum
ekkert ánægjulegri jól þó að gólfin
séu glampandi hrein og bónuð.
Fólk er hins vegar, því miður, að
ráðast í allskonar aðgerðir fyrir
jólin, að leggja nýtt parket eða
setja upp nýjar eldhúsinnréttingar.
Svoleiðis eykur bara álagið. Sem
betur fer finnst mér þetta vera að
þróast í rétta átt. Yngra fólk í dag
er að taka þessu miklu afslappaðra
en áður fyrr þó svo að hálfgert
brjálæði sé ennþá í gangi. Allar
búðir opnar til tíu, allir hlaupandi
um og svo framvegis. En ég finn
fyrir því að yngri kynslóðirnar
eru aðeins að róast með þetta.
Það eru að koma upp kynslóðir
sem eru að breyta þessu til betri
vegar. Mér finnst ungt fólk í dag
meira og minna hugsa öðruvísi
en unglingar fyrir 20 árum. Þau
eru mjög fordómalaus, opnari
og víðsýnari. Ég held að eftir 20
ár sjáum við ekki svo marga sem
þjást af jólakvíða. Ég vona alla
vega ekki.“
Börn þjást líka af jólakvíða
Eygló segir að börn finni klárlega
fyrir jólakvíða, hvort heldur sem
að hann sé sjálfsuppsprotinn
eða tilkomin í gegnum foreldra
þeirra. „Mér finnst til dæmis
sérstaklega það að vera að draga
börn í verslunarmiðstöðvar um
þetta leyti ekki góð hugmynd.
Þrátt fyrir að margt skemmtilegt
sé þar til að trekkja að, jólasveinar
og annað, þá er það bara svo
ofboðslega mikið áreiti. Það að
fara með börn á laugardegi í
Smáralindina eða Kringluna á
þessum tíma árs er yfirleitt ekki
skemmtun fyrir börnin. Það er
kannski voðalega gaman fyrstu
tíu mínúturnar, en svo hellist yfir
þessi ofsalegi hávaði og mikla
streita. Þetta verður yfirleitt
ofsalega þungt og pirrandi.Ég hef
sjálf sleppt því að fara með börnin
mín í verslunarmiðstöðvarnar.
Ég reyni frekar að finna aðrar
upplifanir í staðinn sem eru
minna álagshvetjandi. Bara þetta
að hlaupa um að reyna að finna
gjafir, við þolum þetta áreiti illa,
hvað þá börnin okkar."
Fólk alltaf að gefa stærri
og dýrari gjafir
Eygló segir ennfremur að
lífsgæðakapphlaupið og stanslaus
samanburður í því geti valdið
vanlíðan hjá börnum. „Fólk er
alltaf að gefa stærri og dýrari
gjafir. Einhvers staðar las ég að
plasmasjónvörp væru jólagjöfin í
ár. Ég velti því fyrir mér hvert við
erum komin þegar að sjónvörp
upp á 200.000 krónur eru orðin
jólagjöfin í ár? Það ráða ekki
allir við það að keppast við að
gefa börnunum sínum sjónvörp
og annað slíkt í jólagjöf. Það er
auðvitað þannig að börn bera sig
saman. Börn eru til dæmis farin að
biðja um tölvuleiki í skóinn. Þegar
ég var barn þótti fínt að fá lítið
nammi eða mandarínu í skóinn.
Það er auðvitað erfitt að standast
þennan samanburð. Það vekur
upp vanlíðan, vanmáttarkennd
og kvíða ef maður býr í þannig
umhverfi að allir í kringum mann
eru að fá eitthvað rosalega stórt
og flott nema maður sjálfur. En
það er auðvitað mismunandi eftir
einstaklingum. Sumir eru sterkir
og þetta er ekkert mál fyrir þá.
Þeim er alveg sama.“
Hún segir að foreldrar verði
fyrst of fremst að líta í eigin barm
og spyrja sig sjálf hvernig þeir
vilji halda jólin ef að koma á í veg
fyrir að jólakvíðinn smitist til
barnanna. Hún telur að fólk sé að
verða meðvitaðra um þetta. „Mér
finnst áberandi hvað lslendingar
eru farnir að hugsa um jólin
snemma. Fólk er til dæmis að
fara til útlanda og kaupa jólagjafir
frekar snemma og reynir síðan að
njóta tímans betur á aðventunni.“
Gefa skít í steinsteypu
Eygló telur þó ekki að
manneskjuleg gildi séu alfarið
að víkja fyrir þeim efnislegu í
samfélaginu. „Mér finnst vera
tvenns konar stefnur í gangi.
Mér finnst við annars vegar vera
með tegundir fólks sem er afar
upptekið af mjúku gildunum og
er mjög umhugað um þau. Það
er öll þessi lífræna, heilnæma
bylgja sem fylgir mikill kærleikur
og svoleiðis. Slíkt fer stundum
útí öfgar, en mér finnst það bara
vera af hinu góða. Svo erum við
með hina einstaklingana sem að
eru svolítið miskunnarlausari og
algerlega týndir.“
Eygló segir að þessar tvær
tegundir einstaklinga rúmist
þó vel innan hverrar kynslóðar.
„Það er fólk á mínum aldri sem er
alveg rosalega upptekið af þessu
veraldlega og alveg fast í því
fari. Svo eru einstaklingar sem
eru búnir að selja allt sitt, fara í
heimsreisu og njóta lífsins. Gefa
skít í steinsteypu og þannig hluti.“
fslendingar ekki jafn
einsleitir og áður
„Mér finnst íslendingar ekki jafn
einsleitur hópur og var hérna bara
fyrir 10 árum síðan,“ segir Eygló
aðspurð. „Það er aukin áhersla á
mjúk gildi sem er að verða mjög
áberandi og sterk og mér finnst
það mjög jákvætt til móts við
efnishyggjuna. Ég held því að við
séum að koma svolítið inn á aðrar
áherslur. Við höfum verið lengi í
efnishyggjunni og hún er ekkert
að fara frá okkur, en ég held að
við séum svolítið að toppa í henni.
Það er mín tilfinning. Við búum
náttúrulega á þessu litla skeri
og samkvæmt gömlu klisjunni
teljum við okkur vera nafla
alheimsins. Allir þurfa að eiga
nýju plasmatækin sem eru löngu
komin annars staðar í heiminum.
Svo höldum við að við séum alveg
rosaleg hipp og flott. Við búum
auðvitað í svo litlu samfélagi að
við verðum svolítið einsleit, en
mér finnst það vera að breytast.
Það er að komast önnur hugsun
í gang, en neysluhyggjan er
auðvitað alveg að drepa fólk. Mér
finnst það ekki vera að dragast
saman, því miður.“
t.juliusson@vbl.is
Hvað á það að heita?
Samkeppni
um nafn
á nýja bílahusið
Veglegverðlaun
Vinningshafi fær Miðborgargjafakort
að verðmæti kr. 50.000.-
Nýja, fína bílahúsið við Laugaveginn, þar sem
Stjörnubíó var áður, er nafnlaust enn sem komið er.
Við viljum bæta úr því og biðjum alla sem vettlingi
geta valdið að koma með tillögur. Best er að
þátttakendur komi tillögum sínum á framfæri
á heimasíðu Bílastæðasjóðs: www.rvk.is/bilast
Tillögum má einnig skila með pósti eða tölvupósti
og jafnframt verður tekið við þeim á afgreiðslu-
stöðum Bílastæðasjóðs.
Munið að merkja tillögurnarvel... Góða skemmtun!
Reykjavíkurborg
Bílastæðasjóður
... svo í borg sé leggjandi