blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 20
20 I KONUR OG KARLAR
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 blaöiö
Karlar og konur ífjölmiðlum
Sorglegar niðurstöður
Ný rannsókn sýnir að hlutur kvenna ífjölmiðlum hefur versnaðfrá síðustu rannsókn,
sem var gerð fyrir sex árum.
Á málþingi sem menntamálaráðu-
neytið og Rannsóknarstofa í kvenna-
og kynjafræði við Háskóla Islands
héldu í gær voru kynntar niður-
stöður úr nýrri rannsókn sem ráðu-
neytið stóð fyrir um hlut kynjanna í
sjónvarpi. Rannsóknin var gerð fyrr
á þessu ári í samvinnu við nema í
félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla
Islands og í henni er fjallað um konur
og karla í fréttum, auglýsingum og
sjónvarpsþáttum. Rannsóknin var
gerð með sama hætti og hliðstæðar
kannanir á hlut kynjanna í sjónvarpi
sem gerðar voru árin 1999 og 2000
á vegum nefndar um konur og fjöl-
miðla og birtar voru í skýrslu nefnd-
arinnar árið 2001.
Á málþinginu voru samankomnir
forsvarsmenn helstu fjölmiðla lands-
ins og menntamálaráðherra ásamt
áheyrendum úr ýmsum áttum og
geirum.
Málþingið hófst á því að Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir hélt stutt erindi,
þrír nemendur kynntu niðurstöður
sínar, doktorsnemar fóru yfir rann-
sóknir sínar á sama viðfangsefni og
að lokum var pallborðsumræða þar
sem áheyrendur úr sal spurðu fjöl-
miðlafulltrúana spurninga.
Nauðsynlegt að grípa til
aðgerða segir Þorgerður Katrín
Þorgerður Katrín sagði niðurstöð-
urnar sláandi og að það bæri að grípa
til aðgerða til þess að fjölmiðlar end-
urspegluðu fjölbreytileika íslensks
samfélags. Konur og karla á öllum
aldri.
Hún sagði að fræðimenn væru
nánast sammála um að fjölmiðlar
hefðu veruleg áhrif á samtíð sína,
enda iðulega skilgreindir sem fjórða
valdið. Færa mætti gild rök fyrir því
að sér í lagi sjónvarpið hefði mótandi
áhrif á samfélagslega stöðu kynjanna,
viðhorf, væntingar og vonir sem fólk
gerði til karla og kvenna.
Hvað hlut kvenna í fréttum og
fréttatengdum þáttum varðar sagðist
Þorgerður ekki lengur taka mark á
þeirri ástæðu, eða afsökun, að konur
vildu síður koma sem viðmælendur í
þættina. Hún taldi konur fullmeðvit-
aðar um sína ábyrgð á þessum þætti
og að ef þær þyrftu meiri tíma til að
mæta í viðtöl, þá þyrfti að hafa það,
en það réttlætti ekki að hlutur þeirra
væri eins rýr og raun ber vitni.
Kvennaslóðir
Máli sínu til stuðnings benti Þor-
gerður á að til þess að auðvelda fjöl-
miðlafólki aðgengi að kvenkyns sér-
fræðingum á hinum ýmsu sviðum
hefði verið settur upp gagnabanki á
netinu: kvennaslodir.is. Gagnabank-
inn hefði nýlega verið endurbættur
og uppfærður og á honum væri hægt
að finna nöfn um áttahundruð kven-
sérfræðinga á öllum sviðum þjóðfé-
lagsins sem fjölmiðlafólk gæti leitað
til. Gagnabankanum væri ætlað að
gera þekkingu og kunnáttu kvenna
sýnilegri og um leið auðvelda fjöl-
miðlafólki störf sín, en það þarf oft
að vinna undir mikilli tímapressu og
ftnna viðmælendur í skyndi.
Hlutur karla meiri í
nánast öllum tilvikum
Niðurstöður nemendanna hristu
upp í áheyrendum, enda sláandi
tölur.
Hlutur karla í fjölmiðlum er í
flestum flokkum þrefalt meiri en
hlutur kvenna, nema þegar kemur
að fyrirsætustörfum, en þar hafa
konur yfirhöndina ef svo mætti kalla.
Hvort sem um er að ræða viðmæl-
endur í spjallþáttum, íþróttamenn
og konur, leikara í sjónvarpsþáttum,
stjórnmálafólk eða kvikmyndir, eru
karlmenn í öllum tilfellum í áber-
andi meirihluta eða u.þ.b. 70- 75%
fleiri. Þetta eru sömu, eða verri niður-
stöður heldur en í síðustu rannsókn
hvað varðar jafnrétti og hlut kvenna
í fjölmiðlum.
Karlar eldast með reisn og
konur ekki, eða hvað?
Karlar virðast einnig fá að eldast í
friði á meðan konur hverfa meira eða
minna úr kastljósinu eftir því sem
árin færast yfir. Niðurstöður rann-
sóknarinnar leiddu í ljós að tæp 77%
kvenna sem birtast í auglýsingum
voru yngri en 34 ára en hjá körlum
var hlutfallið jafnt fyrir og eftir 35
ára aldur. Konur sem birtast í aug-
lýsingum voru því að meðaltali tals-
vert yngri en karlar. í aldurshópnum
50 - 64 voru karlar tæp 90% þeirra
sem birtast í auglýsingum sem segir
okkur að eldri karlar eiga erindi í aug-
lýsingar, en konur ekki, hvernig svo
sem á því stendur.
Sirrý finnst ekki erfitt að finna
kvenkyns viðmælendur
I fréttatengdum spjallþáttum er
hlutur kvenna 21,7% á móti 78,3%
karla, og sumir báru þeirri ástæðu
fyrir sig að það væri enn erfiðara að
fá konur sem viðmælendur, að konur
vildu meiri tíma til að hugsa sig um
og ættu erfiðara með að koma með
Við seljum bílana
www.bilamarkadurinn.is
T&jleimanÁeúlurUttK
W Smtiimve# 46 £ • XáM**#
S. 567 1800
Síminn
Hluthafafundur
þriðjudaginn 20. desember kl. 17 í Nordica hotel 2. hæð
Dagskrá
r J
1. Ákvörðun um samruna Skipta ehf., íslenska
sjónvarpsfélagsins hf. og Landssíma íslands hf. og
breytingu á samþykktum félagsins í samræmi við
samrunaáætlun.
2. Hækkun hlutafjár um allt að 3.500.000.000 kr.
3. Breytingar á samþykktum.
4. Önnur mál löglega fram borin.
________________________________________J
Endanlegar tillögur liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins.
Fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra
á fundarstað. Umboðsmenn eru beðnir að framvísa gildu umboði
við hluthafaskrá á fundarstað.
Stjórnin
litlum fyrirvara. Ekki voru allir þó
sammála um þetta, þvi Sigríður
Arnardóttir, fráfarandi umsjónar-
kona þáttarins Fólk með Sirrý, sagði
að konur í valdastöðum væru mjög
fúsar til að koma sem viðmælendur
til hennar og sæktust meira að segja
sérstaklega eftir því með því að hafa
samband við hana.
Sorglegt, segir Elín Hirst
Pallborðsumræðurnar, þar sem full-
trúar frá nokkrum fjölmiðlum svör-
uðu fyrir sig ef svo mætti segja, voru
líflegar á köflum. Aðspurð að því
hvað þau ætli sér að gera í málinu tók
fyrst til máls Elín Hirst, fréttastjóri á
RÚV. Hennar viðbrögð voru sterk og
hún sagði þessar niðurstöður einfald-
lega sorglegar. Hún hvatti umsvifa-
laust fyrirlesarana til þess að mæta á
RÚV og kynna niðurstöðurnar fyrir
starfsfólki þar.
Sigmundur Ernir hafði orð á því
að niðurstöðurnar endurspegluðu
samfélagið sem væri ekki jafnréttis-
samfélag. Karlar væru enn í helstu
valdastöðum og því segði það sig
sjálft að þeir væru í meirihluta í spjall-
þáttum. Hann taldi málið eiga sér
dýpri rætur.
Athugasemdir við Miss World
Nokkrir áheyrenda í salnum voru
með athugasemdir hvað varðaði hlut
BlaÖiÖ/SteinarHugi
Miss World keppninnar í þáttunum
ísland í dag og Kastljósi, sem og í
dagblöðunum. Einhverjum fannst
það ámælisvert að þessi fegurðar-
sigur hefði fengið heila opnu í Morg-
unblaðinu á meðan mótvægið, eða
gagnrýni á fegurðarkeppnir kvenna
hefði fengið örlitla klausu næsta dag.
Sigmundur Ernir bar sigur Unnar
Birnu saman við heimsmeistara-
keppnina í fótbolta og talaði um að ef
íslendingar hefðu orðið heimsmeist-
arar í fótbolta hefði það eflaust hlotið
sömu athygli.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar háskólanemanna voru kven-
kyns viðmælendur í íþróttaþáttum
sjónvarpsstöðvanna aðeins 12% á
móti 88% karla og yfirgnæfandi at-
hygli fengu fótbolti og handbolti á
meðan aðrar greinar fá litla athygli.
Með tilliti til þessara niðurstaðna
mætti þá kannsi túlka íþróttir sem
karlmennskukeppni og fegurðarsam-
keppnir sem keppni um kvenleika?
Um það má deila, en ekki er hægt
að deila um það að hlutur kvenna í
öllum fjölmiðlum er allt of rýr og að
úr þessu verður að bæta svo að dætur
framtíðarinnar eignist aðrar fýrir-
myndir í fjölmiðlum en fyrirsætur
og fegurðardrottningar.
Margrét Hugrún Gústavsdóttir