blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 16
16 I ÝMISLEGT FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 i blaöiö Jólakvíði Vonar að jólastressið hverfi með komandi kynslóðum Jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Samt vilja þau snúast upp í andhverfu sína hjá mörgum. Jólakvíði er orðin hvimleiður fylgifiskur hátíðanna þar sem að tilbúnar kröfur um mikið og glæsilegt umfang jólanna hvíla sem mara á herðum landsmanna. Það þarf að þrífa hvern krók og kima, kaupa endalausar gjafir, skreyta óaðfinnanlega og helst að gera allt slíkt meðfram vinnu og öðrum hversdagslegum skyldum. Blaðið ræddi við Eygló Guðmundsdóttur, sálfræðing, um jólakvíðann, gildi jólanna og framtíðina. Jólakvíði ekki sérstök röskun Eygló segir að það sé í raun engin sérstök röskun sem heiti jólakvíði. „Þetta er raunverulega bara almennur kvíði sem eykur álag og þreytu. Jólakvíði er bara hugtak sem maður getur notað yfir þennan tíma þegar fólk ætlar sér bæði að vinna fulla vinnu og halda jólin með pompi og prakt. Það á að skreyta allt, þrífa og baka. Þetta verður svo yfirgengilegt að fólk fer bara að kvíða því að koma ekki hlutunum í verk,“ segir Eygló og bætir við að það sé vissulega einstaklingsbundið hverjir það eru sem haldnir séu svona kvíða. „Það er bara þannig að sumir eru meira kvíðnir en aðrir. Þannig að Eygló Guðmundsdóttir, sálfræðingur, telur að umfang jólanna sé orðið allt of mikið. þetta er í raun og veru bara ein tegund kvíða sem tengist svona stórum viðburðum þar sem þeir eru veikastir fyrir sem að almennt eru haldnir kvíða.“ Reyna að minnka áreiti um hátíðarnar Þegar Eygló er spurð um það hvort Blaöiö/Frikki umfang jólanna sé kannski orðið of mikið þá samsinnir hún því. ,Til dæmis jólahreingerningar, VlFILFEU Vli #nim t>«5 R»H! 'M Þann 17. desember verður sannkölluð jóla og barnahátið í BryggjuBúllunni Við ætlum að vera með sannkallaða barnahátíð og um leið styrktarsöfnum handa UMHYGGJU, félagi langveikra barna. 10% af allri íssölu frá oq með 1 ian til 31 okt 2006 renna til UMHYGGJU Á laugardeginum milli kl. 13 - 16 verða Stekkjastaur og Giljagaur að afgreiða á staðnum I tilefni að komu jólasveinanna útbúum við uppáhalds JÓLAÍSINN jjeirra handa öllum börnum, þar verður einnig hægt að láta taka jólamynd af sér með jólasveinunum gegn 300 kr. gjaldi, sem rennur óskipt til Umhyggju. Jólasveinarnir leysa alla krakka út með mjög svo ' ovæntum" glaðningi '$< Til að auka ó spennuna þá getum við því miður vegna "plássleysis" ekki sagt frá öllu því skemmtilega sem verður í boði. En við lofum að það verður æðislega gaman og sannkölluð hátíðarstemming því margt verðurtil gamans gert og mikið af ýmsu góðgæti í boði frá velgjörðaaðilum hátíðarinnar. Komdu með alla f jölskylduna, öll börn og alla vinina á sannkallaða BARNA - JÓLAHÁTÍÐ milli kl. 13 og 16 og hjálpaðu okkur að gleðja aðra um leið og við gleðjum þig með stuðningi góðra fyrirtækja.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.