blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 13
blaðið FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 ERLENDAR FRÉTTIR I 13 Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að nýju til- lögurnar komi bæði Bretlandi og öðrum ríkjum Evrópu til góða. Fjárlög ESB: Bretar hækka tilboð sitt Bretar hækkuðu tilboð sitt til fjár- laga Evrópusambandsins um 2,3 milljarða evra (jafnvirði 172,5 millj- arða íslenskra króna) í gær. Mikillar óánægju hefur gætt meðal annarra ríkja ESB með fyrri fjárlagatillögur Breta fyrir tímabilið 2007-2013 sem þeir lögðu fram fyrr í mánuðinum. Samkvæmt nýju tillögunum munu fjárlög ESB á þessu tímabili nema 849,3 milljörðum evra.„Við erum enn sannfærð um að þessar tillögur koma Bretlandi og Evrópu til góða og að hægt verði að komast að samkomulagi á grundvelli þeirra á fundi Evrópusambandsins í Brussel í vikunni," sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Sam- kvæmt tillögunum er gert ráð fyrir sérstökum sjóðum fyrir nokkur af fátækustu ríkjum sambandsins. Sagði Straw að fjárlögin myndu hjálpa nýjum aðildarríkjum ESB að byggja upp hagkerfi sín og samfélög. Jakaya Kikwete þykir sigurstranglegastur í forsetakosningunum í Tansaniu. Kikwete spáð sigri Jakaya Kfkwete, forsætisráðherra Tansaníu, er spáð sigri í forseta- kosningum í landinu sem ffarn fóru f gær. Kikwete býður sig fram fyrir Byltingarflokkinn sem hefur verið við stjórnvölinn í landinu i um fjóra áratugi. Níu aðrir eru í framboði í kosningunum en samkvæmt skoðanakönnunum er hann með yfirburðaforskot og stjórnmálaskýrendur eru sammála um að eldcert ógni fylgi hans. Benj- amin Mkapa, fráfarandi forseti, lætur af störfum eftir að hafa gegnt embætti í tvö kjörtímabil. Lengsti strætó Svíþjóðar Lengsti strætisvagn Svíþjóðar verður tekinn í notkun á götum Gautaborgar á nýju ári. Vagn- inn, sem er fullir 24 metrar að lengd, var keyptur vegna milcilla vinsælda einnar leiðarinnar. Svo vinsæl var leiðin að fyrirtækið sem rekur strætisvagna borgar- innar sá sig lcnúið til að verða sér úti um vagn sem gæti tekið 165 manns í sæti. Vagninn langi var þróaður og smíðaður af Volvo- bílaverksmiðjunum í samstarfi við fleiri aðila og hafa þegar fjórir verið pantaðir til Gautaborgar. Kalifornía ekki búin undir risaflóðbylgju Risaflóðbylgja, í kjölfar öflugs jarð- skjálfta úti fyrir strönd Kaliforníu, myndi ógna að minnsta kosti milljón íbúum strandsvæða í fylk- inu auk þess að valda skemmdum á mannvirkjum. Þetta kemur í ljós í nýrri skýrslu sem kynnt var á mánu- dag. Samkvæmt henni er alvarlegur misbrestur á viðbúnaði fylkisins við slíkri hættu. Meðal annars er um að ræða galla á viðvörunarkerfi, ekki eru til fullnægjandi áætlanir um rýmingu strandsvæða auk þess sem ekki er tekið mið af öldum afþessum styrkleika í byggingarreglugerðum. Þar að auki gera margir íbúar sér ekki grein fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af risaflóðbylgju og vita ekki hvernig á að bregðast við. Á síðustu hundrað árum hafa meira en 80 flóðbylgjur, flestar minni- háttar, verið skráðar við strendur Kaliforníu. Sú mannskæðasta átti sér stað árið 1964 þegar jarðskjálfti í Alaska leiddi til öflugrar flóðbylgju sem varð 12 manns að bana. Ný rannsókn leiðir í Ijós að íbúar í Kaliforníufylki eru ekki í stakk búnir til að takast á við risaflóðbylgju af völdum jarðskjálfta. MEMORY HEILSUDYNA HEILSUDYNA Ekki gleyma að... ...láta þér líða vel á jólunum CALEIDO ELEQTAy, . HEILSUDYNA Tilboð 145.000. stærð: 205x270cm 160x9 UU jUldll SIGMA TUNGUSÓFI Tilboð 109.000. SIGMA 160x200 veri 139.000.- OPTI V verð 3 sæta 86f(B| 2 sæta 69.000. 80x20 oð frá 69.000. korfu aklœði 2+h+2 kr. 99.000 Náttborð 3+h+2 kr. 109.000 kr 9.200.- kr 9.900.- kr 7.900 ■■HBB Ný vefsíða www.toscana.is HÚSGÖGNIN FASTEINNIG / HÚSOAONAVAL, HÖFN *: 47* 2535 húsgagnaverslun TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FAST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.