blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 14
blaði
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 blaAÍÖ
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
ÞAÐ ER I LAGI AÐ STELA
Dómur héraðsdóms í gær í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn
Fréttablaðinu veldur vonbrigðum og það verður hreinlega að
teljast með ólíkindum ef Hæstiréttur staðfestir hann. Niður-
staðan var sú að rétturinn staðfesti ekki lögbann sem sett var á birtingu
Fréttablaðsins á hluta af tölvupósti Jónínu. Þá var refsikröfu á hendur
Kára Jónassyni vísað frá.
Tjáningarfrelsi fjölmiðla er mikilvægt, um það verður varla deilt. Oft
á tíðum þurfa þeir að fara óhefðbundnar leiðir til að komast yfir upplýs-
ingar sem sannanlega eiga erindi við almenning. Þannig fá þeir oft gögn
eftir krókaleiðum og oft eru það einstaklingar eða fyrirtæki sem sjá sér
persónulegan hag í því að koma slíkum fréttum á framfæri, oft málum
sem koma samkeppnisaðilum illa. I slíkum tilvikum verða rit- og frétta-
stjórar að meta gildi einstakra frétta og hvort þær eiga erindi til almenn-
ings. Því miður hafa fjölmiðlar stundum farið yfir strikið og í slíkum
málum biðjast þeir afsökunar á mistökunum.
Fréttablaðið birti vísvitandi einkatölvupóst Jónínu Benediktsdóttur
sem blaðið hafði klárlega komist yfir frá aðilum sem vildu koma höggi
á hana. Um það er ekki hægt að deila, hvað svo sem Fréttablaðsmenn
segja. Málið var síðan sett í samhengi við Baugsmálið sem bar hæst í um-
ræðunni umrædda daga. Fréttablaðið hefur varið sig með því að tölvu-
póstur Jónínu hafi átt fullt erindi í Baugsumræðuna og því hafi birting
úr þjófstolnum einkagögnum hennar verið réttlætanleg.
I fyrsta lagi er vandséð hverju tölvupósturinn breytti í umræðunni. í
tölvupósti Jónínu var ekkert sem sannaði eða afsannaði sekt eða sak-
leysi þeirra sem tengdust Baugsmálinu. Tölvupósturinn var fyrst og
fremst notaður til að koma höggi á Jónínu og aðra einstaklinga. Þetta er
staðreynd málsins.
Því miður hefur héraðsdómur opnað fyrir þann möguleika að óvand-
aðir fjölmiðlar, eins og DV og Fréttablaðið eru, haldi áfram sömu iðju.
Fyrrnefnda blaðið hefur lagt líf fjölmargra saklausra einstaklinga í rúst
á undanförnum árum með óvandaðri umfjöllun og það er sorglegt ef
dómstólar landsins eru farnir að taka undir subbuskapinn. Því miður
verður almenningur að horfa upp á ósköpin áfram - vonandi verður
það ekki lengi. Fólkið í landinu á kröfu á sanngjarnri og heiðarlegri fjöl-
miðlun, við höfum hreinlega ekki efni á öðru.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Amerísk jólatré
netbudir.is
Fallegustu tré í heimi
Margar stærðir
Margar gerðir
Landsins mesta úrval af jólatrjám
Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík, Sími 587 1777
CG 7HI0 KKÓHUH
i ráWPMs$Jt>t!
bVPJlSTi MtTirtz í
—--------------Z™?
fsm gera
7280 KnWuR
1 VeKfiWARrvU-A os
ÍNNHWiNfóHÖFT
..1.850 1 VSK
oB ÖNNUR
0PWBER QJÖLP
Að farga minningunnl
Fólk breytist talsvert þegar nær
dregur jólum. Kannski eru það
áhrifin af myrkrinu sem umlykur
okkur og fá okkur til að safnast
saman í kringum ljósin. Kannski
eru það áhrifin af kuldanum sem
fá okkur til að þjappa okkur enn
betur saman til að fá yl hvert af öðru.
Kannski eru það bara jólin sjálf sem
hafa þessi áhrif - að við verðum
skilningsríkari, umburðarlyndari,
gjafmildari - einhvern veginn betri
en til dæmis í febrúar.
Að minnsta kosti geta flestir tekið
undir að þeir upplifa ekki aðeins
sína eigin innri breytingu - þeir sjá
aðra breytast líka. Sölumenn happ-
drættismiða fá hlýjar móttökur og
menn eru viljugri til að gefa í safn-
anir fyrir hin ýmsu málefni. Okkur
finnst notalegt að setjast með góða
bók og kakóbolla undir teppi, rýna
út í myrkrið gegnum stofugluggann
og njóta lífsins.
Umskipti um áramót
Því miður er það svo að þessi áhrif
endast yfirleitt ekki mjög lengi.
Strax í janúar breytumst við aftur.
Dettum flest aftur í sama farið,
förum að hafa áhyggjur af krítar-
kortareikningunum og finnst allt
dimmara eftir að jólaljósin hurfu.
Við upplifum sama hlutinn allt öðru-
vísi eftir því hvort það er desember
eða janúar.
Við óskum þess flest að jólin
séu hvít, snjórinn liggi yfir öllu og
hangi á greinum trjánna eins og
í jólamyndunum og hálf fussum
og sveium yfir rauðum jólum. Um
leið og hátíðunum lýkur bölvum
við hins vegar þessum sama snjó
sem við óskuðum eftir - og tuðum
með rúðusköfuna i hendinni. Um-
burðarlyndið er horfið og þeir sem
þá banka upp á á kvöldin til að selja
happdrættismiða blindrafélagsins
eða harðfisk fyrir hverfisíþróttafé-
lagið upplifa ekki sömu gjafmildina
og var til staðar hjá okkur nokkrum
vikum áður.
Ytri breytingar eiga sér stað - og
á sama hátt einnig innri. Við erum
Steingrímur S. Ólafsson
nefnilega alltaf að breytast á sama
hátt og umhverfið, árstíðirnar,
náttúran.
Sá sem kemur aftur
er aldrei sá sami
sem fór.
Sú sem heilsar
er aldrei sú sama
ogkvaddi.
Þessar línur Stefáns Harðar Gríms-
sonar úr ljóðinu „Að farga minn-
ingu“ minna okkur á hversu hratt
við breytumst, hversu lítið þarf til
að breyta okkur og hvernig einföld-
ustu hlutir geta haft varanleg áhrif
á okkur, breytt okkur þó við séum
þau sömu og áður.
Við erum ekki sömu einstaklingar
og við vorum fyrir nokkrum árum,
því við höfum breyst, þroskast, elst
- en erum samt sömu einstakling-
arnir - bara breyttir. Umhverfið er
hið sama - en þó allt annað, þvi það
breytist líka. Jólasnjórinn sem við
fögnuðum í desember er því i raun
sami snjór og við bölvum í janúar,
en þó allt annar snjór.
Örtímans
Allt breytist, heimurinn breytist
sífellt - og í því ljósi skiptir það æ
meira máli hvernig við sem einstak-
lingar bregðumst við. Við finnum
það á okkur sjálfum hvernig við
getum breytt viðhorfi okkar og
framkomu þegar jólahátíðin gengur
í garð, hvernig við sýnum umhyggju
og kærleik, umburðarlyndi og skiln-
ing. Við vitum að meðan heimurinn
breytist þá breytumst við.
Við sem manneskjur eigum að
leggja okkar lóð á vogarskálarnar
með því að reyna aðeins meira á
okkur utan jólahátíðarinnar. Við
ekki bara getum, við eigum að svara
þeirri áskorun sem okkar innri
maður, samviska okkar, beinir til
okkar um að bæta okkur og vera
betri við náungann. Við getum og
við eigum að sýna að andi jólanna
dugi lengur en fram í byrjun janúar.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
forsœtisráðuneytisins.
Klippt & skoríð
klipptogskond@vbl.is
Mörgum kom spánskt fyrir sjónir
þegar Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir fór að velta fyrir sér ráð-
herralista Samfylkingarinnar upp úr þurru,
en I þinginu efast menn í öllum fiokkum um
að hún geti leitt stjórnarmyndunarviðræður
fyrir flokk sinn. Á örskömmum ferli sínum
( landsmálapólitíkinni hefur hún nefnilega
skipt fimm sinnum um strategíu (þeim efnum.
Meðan hún var forsætlsráðherraefni kom ekki
annað til greina en
sá stóll, en þegar
eftir kosningar
hófust þreifingar
þar sem hún vildi
eftirláta Halldóri
Ásgrímssyni for-
sætisráðherrastól-
inn. Meðan stóð á
slagnum við Össur Skarphéðinsson sagði
hún svo opinberlega að stefna bæri að vlnstri
stjórn með VG og frjálslyndum. Sjálfstæöis-
menn fullyrða svo að ( þingkvennapartfi (
haust hafi Ingibjörg hangið hálft kvöldið utan (
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, mennta-
málaráðherra, talandi um að eina stjórnin sem
vit væri í væri ný viðreisn (halds og Samfylk-
Ingar. (haust átti hún svo sérstakan leynifund
með Halldóri Ásgrímssyni þar sem hún reyndi
að fá hann til að fallast á stjóm þar sem hann
fengi að vera forsætisráöherra áfram (2-3 ár
þangað til hún tæki vlð. Þessi hringlandi þykir
ekki mikiðtil að byggja á f stjórnarsamstarfi.
Flestir telja að í galopnu prófkjöri Fram-
sóknar muni Bjöm Ingi Hrafnsson
vinna öruggan sigur og verða borgar-
fulltrúi Framsóknar og jafnvel við annan mann
efvel gengur. Björn
á öflugan stuðning
ungra framsóknar-
manna vfsan, enda
er Jakob Hrafns-
son, bróðir hans,
þar í forystu. Hann
lumar jafnframt á
leynitrompi, sem
er langreyndasti stjórnmálamaður flokksins
(borginni, Alfreð Þorsteinsson. Nokkurrar
örvæntingar mun tekið að gæta (herbúðum
Önnu Kristinsdóttur, sem býður sig gegn
Birni Inga. Hún er sögð hóta þvf (samtölum
Innan flokksins að hún muni ekki taka sæti á
listanum nema hún vinni fyrsta sætið. Stuðn-
ingsmenn Björns Inga láta sér fátt um finnast
og benda á að gnótt ungs fólks gæti tekið sæti
Önnu.