blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 40

blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 40
40 I AFPREYING FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 blaöiö Þróun í rétta átt Ég veit ekki með ykkur hin en þegar Og Vodafone fór að auglýsa byltingu á farsíma- markaðnum klóraði ég mér á hausnum og hélt áfram að tala í gemsann minn. Vodafone Live! þjónustan er nálgun Vodafone fjarskiptaris- ans á nýrri og hraðari gagna- hraða í GSM síma. Það má senni- lega líkja þessu við það þegar íslendingar fóru að geta tengst Intemetinu með ISDN í staðinn fyrir innhringiaðgang. Nú er hægt að skoða meira magn á Netinu í gegnum GSM símann sinn, auk þess sem það er fljót- legra og myndrænna. Hingað til hefur Netið f gemsum verið afskaplega hægt og auk þess ljótt þar sem engar voru myndirnar. Live! er heimasvæði Og Vodaf- one á Netinu þar sem hægt er að nálgast nytsama hluti eins og fféttir frá Vísi og NFS, mismik- ilvæga afþreyingu og tilgangs- lausa hluti eins og brandara. Það besta við Live! er að ókeypis er að vafra um allar efnissíður. Maður fær að vita í hvert skipti sem eitthvað á eftir að kosta svo engin hætta er á að standa uppi með metra langa símreikninga. Hins vegar finnst mér sú þjónusta sem kostar vera helst til dýr. Reyndar eru sumir leikirnir mjög góðir og vel þess virði að eiga þá. Áður en þeir em sóttir er samt sem áður góð hugmynd að skoða þá á heima- síðu Og Vodafone. Að lokum ber að forðast brandarana, þeir era arfaslakir. Erlendis er boðið upp á enn betri þjónustu, s.s. að horfa á fréttatíma sjónvarps i beinni. Á íslandi styttist í að sú þjónusta bjóðist og þá fyrst verður gemsinn ómiss- andi fyrir nútímamanninn. Þegar öllu er á botninn hvolft er Live! gjörsamlega gagnslaust fyrir þá sem nota símann sinn eingöngu til að tala í hann og senda einstaka sms. Staðreyndin er bara sú að allflestir nota símana sína til margs annars, sérstaklega upp á síðkastið. Nú era myndavélar á nánast öllum símum, hægt er að komast á Netið á þeim og senda jafnvel tölvupóst. Islend- ingar hafa alltaf verið frægir fyrir nýjungagirni sína. Það er spurning hvort fótanuddið megi ekki bíða meðan við hlaupum til móts við upplýsingatæknina. Best: Ókeypis að vafra. Verst: Uppfletting í símaskrá kostar. agnar. burgess@vbl. is Jólatilboð barnanna 690 kr Húfa -jóladiskur jólaglas - Samloka gos og - smákaka QuiznosSuB HHHH...GLÓÐAÖUR Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 ■ Topp 10 - leikir Skákaðu Ferguson og mátaðu Mourinho Býst virkilega einhver við þvf að stórþjálfararnir í evrópskri knattspyrnu stoppi reglulega í nokkra klukkutíma til að hugsa uppsetningu liðsins í næsta leik? Þetta eru við- skiptajöfrar sem þurfa að fljúga á milli landa í einkaþotum og tala við mikilvægt fólk svo þeir hafa eng- an tíma til þess að stoppa, nema e.t.v. til að fara á klósettið. Ástæðan fyrir því að við hin erum alltaf tveimur skrefum á eftir stórköllunum er að hingað til höf- um við verið háð því að setjast niður við tölvu til að skipuleggja liðið okkar og kaupa og selja leikmenn. Nú verður þessu breytt. Championship Manager er kom- inn út fyrir handtölvuna PlayStationPortable svo allir geta sýnt fram á hæfileika sína sem knattspyrnustjórar án þess að fórna daglegu lífi til þess. Hugsaðu og framkvæmdu á sama tíma, ekki bíða eftir því að þú komir heim. iÉÍ Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóörétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hveni línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 4 9 7 1 2 2 9 6 5 1 4 6 7 3 9 6 7 5 5 6 9 4 3 5 2 4 Lausn á síðustu þraut 6 2 5 3 1 9 7 8 4 1 7 8 2 6 4 9 5 3 3 4 9 5 7 8 2 1 6 7 3 4 8 2 1 5 6 9 5 8 6 7 9 3 4 2 1 2 9 1 4 5 6 8 3 7 9 1 7 6 8 5 3 4 2 8 6 3 9 4 2 1 7 5 4 5 2 1 3 7 6 9 8 SingStar 80's PS2 NFS: Most Wanted Allarvélar Sims 2 Christmas Pack PC EyeToy Play 3 PS2 Ratchet Gladiator PS2 Harry Potter&The Goblet of Fire Allarvélar Star Wars Battlefront II PC/PS2/XBOX Fifa 06 Allar vélar GTA: Liberty City Stories PSP Bratz PC/PS2 109 SU DOKU talnaþrautir Arftaki Unnar Birnu Eins og kom fram um síðustu helgi virðist heimurinn allur sammála um að Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er fegursta kona heims. Reyndar eru ekki allir alveg sammála og heldur ítalinn Franz Cerami því fram að tölvugerðar konur geti verið alveg jafnfagrar þeim raunverulegu. Hann hefur því ákveðið að halda feg- urðarsamkeppni tölvukvenna, Miss Digital World. Á myndinni má sjá Kayu frá Brasilíu, einn keppandann. Tony Hawk sýnir listir sínar Tony Hawk’s American Sk8land er nú kominn út á Nintendo DS leikjavélina. I honum eru sjö stór svæði sem hægt er að renna sér á og stökkva um. Eins og í öllum Tony Hawk leikjun- um er einnig hægt að búa til sitt eigið borð. Snertiskjárinn nýtist vel í leiknum þar sem hægt er að hanna sín eigin bretti og graffítí merki. Það er meira að segja hægt að taka upp hróp og köll sem leikur- inn spilar þegar maður gerir eitthvað flott, eða þá klúðrar ein- hverju hrapalega. Eins og með svo marga leiki á DS vélinni er hægt að spila við marga í einu mifli véla en einnig er von á að Ieikurinn tengist þráðlausu neti Nintendo á næstunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.