blaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 28
28 I SAMSKIPTI KYNJANNA
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 blaöiö
Nútimakarlmenn eiga að vera næmir (en ekki of), væmnir (en ekki of), herramennskan uppmáluð (en ekki
of), töffarar (en ekki of miklir) sem segir konunni sinni reglulega hversu heppinn hann sé að hafa hana í lífi
sínu. Samt ekki of oft. Við eigum að vera draumsýnin um Brad Pitt.
Til varnar karlmennskunni
Svo virðist vera sem að konum
sé fyrst of fremst falið að fjalla
um samskipti kynjanna á síðum
dagblaða og tímarita á fslandi og
annarsstaðar í hinum vestræna
heimi tísku, yfirborðsmennsku
og útlitsdýrkunar. Það hefur því
verið slagsíða á slíkri umfjöllun
og finnst mörgum halla ískyggi-
lega mikið á karlpeninginn,
enda virðast þessir greinabálkar
einblína mikið á ófullkomnun,
skilningsleysi og í raun almenna
vankanta nútímakarlmannsins,
sem getur samkvæmt þeim, ekki
með nokkru móti aðlagað sig að
því sem konur eru að leita að í
lífinu. Karlmenn eru því skil-
greindir og brennimerktir sem
gallagripir. Einsvíddar, kynóðir
frummenn sem geta ekki skilið
og nálgast næmnina og flækj-
urnar sem fylgja því að vera kona.
En þegar öll skilaboð sem þú færð
send um þig sem samfélagsveru
eru á þann veg að þú sért ekki
nógu góður, að þú þurfir að breyt-
ast, aðlagast, þroskast, þá er það
manneskjunni eðlislægt að grípa
til varna. Blaðið ákvað af miklu
þori að stinga á nokkrum þeirra
kýla sem hafa vaxið stór, loðin
og full af ógeðfelldum grefti á
samskiptum kynjanna á þessum
síðustu og verstu tímum. Ljóst
þykir að ekki verða allir ánægðir
með útkomuna en það er líka
oftast þannig að sannleikurinn er
sagna sárastur.
Jafnrétti, eða jafnrétti handa
konum?
Jafnrétti er fallegt. Undirritaður
trúir á það heilshugar og finnst sá ár-
angur sem mismunandi kynþættir,
samkynhneigðir, konur og margir
aðrir hópar sem hafa sögulega borið
skertan hlut úr býtum hafa sóst eftir,
og náð að miklu leyti, sjálfsagður.
Það er enda kominn tími á leiðrétt-
ingu á þessu kreddufyllta óréttlæti
sem hefur fylgt manninum frá örófi
alda. Allir eiga að hafa jafnan rétt til
allra löglegra og siðsamlegra gjörða.
Eða hvað?
Karlmenn eru nefnilega dálítið
útundan í jafnréttisbaráttunni, þrátt
fyrir að þeir séu ójafnir á mörgum
sviðum. Við karlmennirnir virð-
umst ekki eiga inneign fyrir svo-
leiðis kröfum, enda söguleg orsök
alls þess óréttlætis sem hefur þrifist í
heiminum. Ég tala nú ekki um hvíta,
gagnkynhneigða karla! Það er eins
gott fyrir slíka menn að hvísla sín
slagorð fyrir bættum hlut, og hvísla
þau lágt. Það þykir nefnilega ekki
pólitísk rétthugsun að við, þessir
kúgarar kynslóða og mótendur sög-
unnar séum að koma fram með ein-
hverjar kröfur um bætingu á okkar
hag á þeim flötum samfélagsins sem
að á okkur hallar. Okkar tími er lið-
inn. Framtíðin er annarra.
Þegar karlmenn kvarta yfir sínum
hlutverkum er það nefnt karlremba
og hefur yfir sér neikvæða áru. Þegar
konur gera slíkt er það kallaður fem-
inismi og þykir persónugerving já-
kvæðni og réttsýni. Jafnrétti er nefni-
lega ekki fyrir karlmenn. Við eigum
að bera syndir forfeðranna þegjandi
á bakinu og taka því áreiti sem þeir
sem minna máttu sín í gegnum tíð-
ina kasta að okkur. Við eigum að gera
okkar besta til að bæta fyrir syndir
okkar og aðlaga okkur að kröfum
kvenna. Við skuldum þeim það.
Myllusteinn sögunnar
En á karlremba, kreddufýsn og
ómanneskjulegheit forfeðra okkar
að vera myllusteinn um háls okkar
til endaloka alheims? Eigum við,
nútímakarlmennirnir sem höfum
engan áhuga á að viðhalda kyn-
bundnum launamismuni, sem
lesum bækur um uppeldi af áhuga,
erum með gráður í notkun heim-
ilistækja, pælum í samsetningu hús-
gagna til að flútta við gluggatjöldin
og leggjum okkar að mörkum til að
stuðla að jafnrétti eftir bestu getu,
að gjalda fyrir það að mannverur af
sama kyni og við sköpuðu óréttlæti
fortíðarinnar? Það virðist allavega
vera ákveðin samhljómur um slíkt í
samfélagi manna.
Á sama tíma og það er bullandi
gangur á allri annarri jöfnunarum-
ræðu í þjóðfélaginu er sussað á karla
sem vilja aukinn rétt. Kynjahlutverk
eftirstríðsáranna, þar sem karlinn
skaffaði og konan sinnti búi, þóttu
á sínum tíma réttilega úr sér gengin.
Konur skunduðu því út á vinnumark-
aðinn og karlmenn inn á heimilin.
En á meðan að umræðan um nauð-
syn þess að hækka og jafna laun
kvenna og hlutdeild þeirra á atvinnu-
markaði tröllríður samfélaginu þá
fer minna fyrir umræðum um heim-
ilisleg réttindi karla. Það hefur enda
sýnt sig að á skilnaðaröld eru 90%
barna á íslandi, sem eiga foreldra er
búa ekki saman, með lögheimili hjá
móður. Erþettajafnrétti?
Bölvun alhæfingarinnar
Það er ljótt að alhæfa. Það eiga
íslenskar konur að vita manna best.
Þær hafa enda verið útmálaðar sem
heldur lausgirtar glysdrottningar
næturinnar í hverju erlendu tíma-
ritinu og dagblaðinu á fætur öðru.
Ég, við og þær vitum að það er langt
frá því að vera staðalímynd hinnar
íslensku konu. Hún birtist mér þvert
á móti sem gífurlega staðföst og
áræðin manneskja sem stjórnar sam-
skiptum sínum við aðra að hluta til af
feminískri hugsjón fremur en óbeisl-
uðum losta. Það hlýtur því að sjóða
í íslenskum konum blóðið þegar að
þær lesa þessar fullyrðingar hinna
útlensku. Sú tilfinning er líklega
svipuð þeirri og heltekur íslenska
karlmenn þegar þeir lesa ráðlegg-
ingar sjálfsskipaðra sérfræðinga í
samskiptum kynjanna. Sérfræðinga
sem nánast undatekningarlaust eru
konur. Þeir vilja nefnilega útmála
okkur sem litlausa fornmenn sem
vitum ekkert hvernig eigi að láta
konur kikna í hnjánum. Kynhvatar-
drifna lostasveina með beinskeytta
og einfalda stefnuskrá sem eru eigin-
lega einvörðungu til vandræða.
Hið ómöguiega jafnvægi
Nútímakonan, sem horfir á Sex
and the city og les Cosmopolitan af
áfergju, er búin að leggja ákveðnar
kröfur á nútímakarlmanninn.
Hann á að breytast. Hann á að vera í
tengslum við tilfinningar sínar, vera
fagurkeri, snyrtilegur, þolinmóður
og næmur. Á sama tíma á hann að
viðhalda kirsuberjartíndum eigin-
leikum hins forna karlmanns. Hann
á að vera áræðinn, sterkur, eilítið
hrjúfur og eftirgangssamur.
Konur eiga hins vegar að halda
kúlinu. Þær geta því ekki gengið
eftir því sem að þær vilja. Þar liggur
ábyrgðin sögulega hjá karlmönnum
og á því virðist ekki vera mikill þrýst-
ingur til breytinga. Karlmenn eiga
af áræðni að nálgast og ganga á eftir
konum. En það er langt í frá jafn
auðvelt og það hljómar. Fyrir utan
hin staðbundnu sjálfstraustsvanda-
mál sem fylgja sliku ferli þá eru heil-
margar reglur sem verður að taka
tillit til. Þeir bera til dæmis alfarið
ábyrgð á hinni svokölluðu tengingu
eftir tengingu: að hafa samband
eftir að fyrstu kynni hafa átt sér
stað. Slíkt getur verið heldur vanda-
samt. Það er nefnilega ekki hægt að
hringja of snemma, það er of örvænt-
ingarfullt. Samt er alveg bannað að
bíða of lengi, það er of kaldranalegt.
Það má ekki hringja of oft, en samt
ekki of sjaldan, því að slíkt er barma-
full vatnsfata á ástarbálið.
Auk þess eiga karlmenn að vera
herramenn, en samt töffarar. Huggu-
legir en ekki væmnir. Við eigum að
hæla og mæra konurnar okkar, en
ekki of mikið. Það er vemmilegt.
Við eigum að samræmast og að-
lagast væntingum þeirra. Verða allt
sem hún vill. En samt er bannað að
ofgera hlutunum, og hvað þá að gera
of lítið af þeim, það slekkur allan
blossa. Eins og gefur að skilja er
þetta alveg ótrúlega íþyngjandi ferli
sem sest eins og mara á sjálfstraust
karla, skapar óþæginda tilfinningu
og sáir sjálfsvantrú í sálina.
Við erum að reyna
Sú staðhæfing að karlmenn séu yfir-
máta grunnhyggnir er mýta. Það er
ekki hægt að kenna okkur um allt
sem miður fer, því trúið mér, við
erum að reyna. Við erum að gera
heiðarlegar tilraunir til að aðlaga
okkur að reglum sem við vitum ekki
hverjar raunverulega eru, enda virð-
ast þær breytast strax og við höfum
náð einhverskonar valdi á þeim. Og
við gerum okkur fullkomlega grein
fyrir stöðu okkar í samfélaginu.
Að við séum orðnir óþarfa kynið á
tölvuöld tæknifrjóvganna. Að konur
þurfi ekkert á okkur að halda. Við
erum orðnir ónauðsynlegir til þess
að viðhalda mannfólksstofninum,
sem er jú grunntilgangur lífsins.
Annars flokks borgarar sem höfum
týnt tilgangi okkar og er einungis
haldið við konum til skemmtunar og
dægrastyttingar. Hvatinn er því klár-
lega til staðar fyrir karlmennina að
standa okkur vel. En hvernig væri að
við myndum taka okkur saman og
mætast öll á miðri leið? Skapa jafn—
rétti í samskiptum kynjanna líkt og
á öðrum flötum tilverunnar. Væri
heimurinn þá ekki betri staður? Að
stuðla að algeru jafnrétti. Jafnrétti
fyrir alla. Konur og karla.
t.juliusson@vbl.is
Urval af dúnúlpum
RALPH LAUREN
Laugavegi 40 Sínii 561 1690
Listaverk til leigu og sölu
Vaxtalausar afborganir eða leiga, sjá www.artotek.is
Jf Artótek, Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15, Reykjavík, simi 563 1717