blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaAÍA blaðiö= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@vbl.is AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@vbl.is íbúðaverð Dregur úr hækkunum íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 3,1% í nóvember síðastliðnum. Hækkunin er mis mikil eftir því hvort um er að ræða húsnæði í sér- eða fjölbýli. Þannig hækka íbúðir í fjölbýli um tæp 2,5% á sama tíma og húsnæði í sérbýli hækkar um rúmlega 5% í verði. Ef verðþróun síðustu mánaða er skoðuð kemur í ljós að síðast- liðna þrjá mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tæplega 5%, síðstliðna sex mánuði hefur hækkunin numið 8,5% og síðustu 12 mánuði hefur húsnæðisverð hækkað um 35,5%. Bóluefni Framleiðslu möguleikar kannaðir í mars næstkomandi á að liggja fyTÍr hvaða leiðir Norðurlöndin geta farið við fram- leiðslu á bóluefni ef til heimsfaraldurs inflúensu kemur. Þetta varð niður- staða fundar nor- rænu heilbrigðis- málaráðherranna sem haldinn var í Kaupmannahöfn f gær. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, lagði áherslu á það fýrir íslands hönd að það væri skylda heilbrigðis- yfirvalda á Norðurlöndum að sjá svo til að bóluefni væri fyrir hendi brytist út heimsfaraldur inflúensu og hann undirstrikaði jafn framt að hann kysi norræna lausn. Hrœringar áfjölmiðlamarkaði Morgunblaðið kaupir helming hlutafjár í Blaðinu Stefnt að aukinni útbreiðslu Blaðsins og samvinnu blaðanna á ýmsum sviðum t fram- tíðinni. “Morgunblaðið mun leggja sitt að mörkum til að styrkja og efla Blaðiðsegir Hallgrímur G. Geirsson framkvœmdastjóri Árvakurs hf. Árvakur hf„ útgáfufélag Morgun- blaðsins, keypti í gær helming hluta- fjár í Ár og degi ehf, útgáfufélagi Blaðsins af eldri hluthöfum. Kaup- verð er trúnaðarmál. Með kaupunum breytist fjölmiðlaumhverfið því til verður sterk eining á blaðamarkaði. Morgunblaðið er öflugasta áskriftar- blað landsins og Blaðið hefur styrkt stöðu sína á fríblaðamarkaði undan- farna mánuði. Til stendur að styrkja dreifingu Blaðsins enn frekar, en því er nú dreift í um 80 þúsund ein- tökum 6 daga vikunnar. Hallgrímur B. Geirsson framkvæmdastjóri Árvakurs hf. segir að þessi kaup séu í samræmi við stefnuyfirlýsingu sem félagið gaf út þann 16. nóvember síðastliðinn í kjölfar þess að tveir nýir hluthafar komu að Árvakri. I yfirlýsingunni sagði að stefnt skyldi að útgáfu á nýjum vettvangi, auk þess sem dreifingarstarfsemi Morgunblaðsins skyldi efld. “ Við teljum að með kaupunum á Blað- inu muni hlutdeild okkar á auglýs- ingamarkaði aukast, auk þess sem Sigurður G. Guðjónsson stjórnarformaður Árs og dags ehf. og Stefán Eggertsson stjórnarformaður Árvakurs hf. undirrita samninginn í gær. Myn&.RAX sóknarfæri skapist fyrir útgáfufé- lög beggja blaðanna í þágu lesenda og auglýsenda. Þá er ljóst að báðir miðlarnir munu styrkja stöðu sína í hörðu samkeppnisumhverfi,” segir Hallgrímur B. Geirsson. “Morg- unblaðið mun leggja sitt að mörkum til að efla og styrkja Blaðið með aukinni dreifingu og prentun, auk þess við verðum með í því að styrkja ritstjórnarlega upp- byggingu þess,” segir hann. Sigurður G. Guðjónsson stjórnar- formaður Árs og dags ehf. segist vera mjög ánægður með að Árvakur skuli hafa fjárfest í félaginu. “ Með því er hægt að efla Blaðið, útgáfu og dreifingu og gera það að öflug- asta fríblaði á Islandi,” segir hann. Aðspurður hvort gert sé ráð fyrir að félögin tvö sameinist segir hann svo ekki vera. Þau verði rekin aðskilin. „Það er ekki gert ráð fyrir því að þau sameinist í þeim samningum sem gerðir hafa verið og ritstjórnir verða algjörlega sjálfstæðar. Menn munu hins vegar leita allra leiða til að ná fram samlegðaráhrifum.” Sigurður segir að viðræður við Morgunblaðið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Við buðum Morgunblaðinu strax í vor að taka þátt í félaginu,” segir hann. Eftir sölu helmings hlutafjár í Ár og degi ehf í gær eru stærstu hlut- hafar þessir: Árvakur hf 50,00 % Karl Garðarsson 13,97 % Sigurður G. Guðjónsson 13,97 % Steinn Kári Ragnarsson 13,97 % Aðrir hluthafar eiga minna en 5% hver í félaginu. Á hluthafafundi í gær var kjörin ný stjórn Árs og dags ehf. Hana skipa Sigurður G. Guðjónsson for- maður, Hallgrímur G. Geirsson vara- formaður, Guðbrandur Magnússon og Steinn Kári Ragnarsson. Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri félagsins. Héraðsdómur: Bob Bjarnason frændi i Manitoba Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun Páll Vilhjálmsson Afi og amma byggtogbúiö „ , , Kringlunni Smaralind 568 9400 554 7760 Héraðsdómur Reykjavikur dæmdi í gær Guðbjart J. Sig- urðsson í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann er fundinn sekur um að hafa skorið leigubílstjóra á háls í júlí 2004. Auk fangels- isvistar skal hann greiða fórnar- lambinu rúmar 13 hundruð þúsund krónur í bætur auk þess sem hann skal bera sakarkostnað sem nemur álíka upphæð. Þetta er í annað sinn sem málið kemur fyrir héraðs- dóm því áður hafði dómari sýknað Guðbjart af ákærunni. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar aftur i hér- aðsdóm og varð niðurstaðan þessi í seinna skiptið. Ástæða sýknudóms- ins í fyrra skiptið var sú að meirihluti dómsins taldi rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og ekki væri á hreinu hver hefði veitt bílstjóranum áverkann. Guðbjartur var farþegi í leigubílnum ásamt þremur öðrum mönnum. Guðbjartur hefur ávallt neitað sök og segist viss um að hann hafi ekki lagt til bílstjórans. Hann man þó afar lítið eftir atburðum næturinnar. Að mati héraðsdóms er þó enginn vafi á því að Guðbjartur hafi ráðist á bílstjórann og gefi fram- burður bílstjórans og annars manns sem var á vettvangi það til kynna að engin efi hafi verið í þeirra huga um- rætt kvöld að Guðbjartur hafi beitt hnífnum. Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 C3 Heiðskírt Léttskýjað Skýjað Alskýjað / ^ Rigning, lítilsháttar ý'/ý Riflning 9 9 Súld Snjókoma Slydda Snjóél Amsterdam 03 Barcelona 12 Berlín 0 Chicago -07 Frankfurt 02 Hamborg 01 Helsinki -05 Kaupmannahöfn -01 London 02 Madrid 11 Mallorka 14 Montreal -03 NewYork 0 Orlando 16 Osló -03 París 04 Stokkhólmur -02 Þórshöfn 01 Vín 0 Algarve 13 Dublin 05 Glasgow 03 6 é 0 3° «í* 1 wmk O *-3» / / m*Jr ** / / / ' ** 5° / / / 5 5 / 5 5°* x x O O ¥ O O Á morgun % / / 5°'/' • 2° 9 9 / / Veðurhorfur í dag kl: 15.00 / / ✓ x 1° // / Veðursíminn 902 0600 R° /// 0 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands u ///3°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.