blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 29
blaðið LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 VIÐTAL I 29 Barnaleg mistök Hvað með þinn pólitíska feril, lang- aðiþig aldrei til að verða ráðherra? „Jú, jú, mikil ósköp. Auðvitað hafði ég metnað til þess. Það varð meðal annars til þess að ég hætti í pólitík skyndilegar en efni stóðu til. Eg sam- þykkti sætaskipti á lista Sjálfstæðis- flokksins, vék fyrir gamalli kempu, Pétri Sigurðssyni, og datt út af þingi fyrir vikið.“ Sérðu ekki eftir að hafa samþykkt þessi sœtaskipti? „Það þýðir ekkert að ergja sig út af því sem gert er. Eftir á að hyggja voru þetta barnaleg mistök en þau voru vel meint. Ég sneri aftur með glæsibrag fjórum árum seinna en móttökurnar í þingflokknum voru á þann veg að ég vissi að ég yrði að bíða ansi lengi eftir auknum frama og ráðherrastól, sem var takmark mitt eins og flestra annarra í pólitík. Þá var ég orðinn 45 ára gamall og nennti ekki að vera aftastur í biðröð sem ég vissi ekki einu sinni hvað var löng.“ Varstu of Ijúfur til að vera þátttak- andi ígrimmripólitík? „Um ljúfmennskuna veit ég ekki. Á hinn bóginn hefur verið sagt að ég sé geðríkur. Það finnst mér flott orð. En það er rétt að skapið hefur stundum hlaupið með mig í gönur en ég er smám saman að ná tökum á því og sennilega verður það komið í lag um sjötugt.“ Þú talaðiráðan umfrelsi ogofríki en hefurðu áhyggjur afvöldum peninga- manna íþessu landi? „Ég óska því fólki til hamingju sem hefur auðgast og öfunda það ekki af að eiga mikla peninga. Ég held hins vegar að það sé hlutverk okkar hinna að gæta þess að völdin í þjóð- félaginu færist ekki á hendur þeirra sem eiga peningana. Auður og völd á einni og sömu hendi er hættuleg blanda. Það er lykilatriði að upplýst sé hverjir borga stjórnmálamönnum, frambjóðendum og flokkum vegna prófkosninga og alþingis- og sveita- stjórnarkosninga. Það er einfaldasti hlutur í heimi að kaupa sér atkvæði eða kaupa sér flokk. Ég hef grun- semdir um að tilhneiging til þess arna hafi átt sér stað í kosningum á síðustu árum. Ég tel til dæmis að útgerðarvaldið í þjóðfélaginu sem var mjög á móti breytingum á gjafa- kvótanum hafi lagt sitt að mörkum til að styrkja stöðu þeirra sem komu þvi kerfi á. Og styrkja sína eigin hagsmuni um leið.“ Blöðin styrkja lýðræðið Nú varstu ritstjóri Vísis og DV. Hverniglístþér áþittgamla blað, DV, í dag? „Ég er ekki áskrifandi að blaðinu en lít stundum í það. Mér finnst full þörf á áleitnu blaði og að því leyti á DV rétt á sér, en blaðið skýtur oft langt yfir markið og fer yfir siðferðis- línur. Ekki ætla ég að verja það.“ Hvað finnstþér um hin blöðin? „Um tíma hafði ég áhyggjur af því að blaðaútgáfa í landinu myndi logn- ast út af og Morgunblaðið standa eftir eitt. Nú er gjörbreytt ástand. Mér líkar vel þegar nóg er af blöðum. Það skapar vettvang og umræðu og styrkir lýðræðið. Mér þykir alltaf mest vænt um Morgunblaðið, kannski er það bara íhaldssemi og gamall vani. Þeir eru reyndar ákaflega hægfara og flokks- pólitiskir, en fara þetta á hægðinni og örygginu. DV er hin hliðin á þeim pening. Mér finnst Fréttablaðið hafa styrkt sig og svo er Blaðið að skjóta öngum sínum hér og þar og eykur á fjölbreytnina og gerir flóruna lit- skrúðugri. Það er ekkert eitt blað sem er dóminerandi og það er af hinu góða. Þeir tímar eru sem betur fer liðnir að Morgunblaðið stjórni almenningsálitinu." 99................................................................... Sjálfstæðisflokkurinn er stóri pabbi sem hér ræður öllu. Þar eru svo að segja allir áhrifamenn íþjóðfélaginu innanborðs. Auðmjúkir og undirgefnir." Þú hefur gefið til kynna að þú sért tilbúinn að láta afstarfi semforseti íþrótta- og Ólympíusambandsins. Hvað œtlarðu þá að gera? „Á síðasta ISl þingi tilkynnti ég að ég sæktist ekki eftir endurkjöri. Þetta voru skilaboð til hreyfing- arinnar um að hún gæti valið sér nýjan forystumann, ef hún vildi. I störfum mínum hef ég séð margan góðan manninn sitja of lengi í emb- ætti og lifa sjálfan sig. Ég vil ekki lenda í þeim sporum. Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að meta það hvenær minn tími er liðinn. Ég vil opna fyrir það að hreyfingin meti sjálf hvort tímabært sé að skipta um forystumann. Það er mér að meina- lausu ef það er gert. Hvað geri ég þá? Ég er fyrirvinna með börn á heimil- inu og eitthvað verð ég að finna mér að gera. Ég á ekki von á að mér verði boðin sendiherrastaða eða sjúkra- hús til að byggja, en sjálfsagt kemur eitthvað upp í hendurnar, þótt ekki væri nema húsvarsla í íþróttahúsi." Hvað með pólitíkina? „Þegar þú segir það, já, því ekki það?“ Gaman að lifa Hvað finnst þér skipta máli í lífinu „Það sem skiptir máli er að hafa góða samvisku, vera heiðarlegur, reyna að vera skemmtilegur og njóta lífsins meðan hægt er. Maður á að gleðjast yfir hverjum degi og láta gott af sér leiða. Það á ekki að vera markmið í lífinu að verða ríkur þótt það sé ágætt að efnast. Sjálfur á ég í mig og á. Það er nóg. Ég hef aldrei haft sérstaka þörf fyrir að eignast meira en ég hef not fyrir.“ Hvernig tilfinning er að eldast? „Ég hef ekki ennþá orðið var við þá tilfinningu. Hár aldur er eitt, elli er annað. Ég er 66 ára gamall en mér líður eins og þegar ég var um fimm- tugt. Þetta snýst um að lifa lífinu lifandi. Andlega og líkamlega. Ég skrifa og les til og fylgist með. Ég er forystumaður í fjöldahreyfingu þar sem ég á frjó samskipti við fólk og á stóra fjölskyldu sem sífellt örvar mig til gleði og góðra verka. Að því er varðar líkamlegt viðhald, þá fer ég í ræktina fjórum sinnum í viku og stunda þar að auki alls kyns sport. Ég er upptekinn af þvi að hreyfa mig og það er mín fíkn. Þannig að það er gott að eldast, ef maður hefur heilsu. Mér finnst mjög gaman að lifa og ég hlakka til að vakna á morgnana. Ég Ekki gleyma að... ...láta þér líða vel á jólunum iáE k ' i . 'i!; ■ Ný vefsíða www. toscana.is HÚSGOGHIN FASTEIHHIG IHOSOAOHAVAL, HOFN 8:47« 28U HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST BNNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.