blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 42

blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 42
42 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaöiö Hjálpum fólki að finna réttu verkfœrin - segir Kjartan Georg Gunnarsson, framkvœmdastjóri SP-Fjármögnunar, í viðtali við Andrés Magnússon um lánastarfsemi, eignaleigu og hagkerfið. SP-Fjármögnun hf. var stofnuð af sparisjóðunum árið 1995. í upp- hafi voru starfsmenn fjórir en það er óhætt að segja að fyrirtækið hafi vaxi og dafnað síðan, ekki síst eftir að Landsbankinn eignaðist meirihluta í því árið 2002. Um leið hefur fjármálaumhverfið allt breyst gifurlega. Allt frá stofnun hefur starfsemin verið tvíþætt, annars vegar fjármögnun atvinnutækja í formi eignaleigu, og hins vegar bílafjármögnun bæði fyrir einstak- linga og fyrirtæki. Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri, hefur starfað hjá SP-Fjármögnun frá stofnun fyrirtækisins og hafði raunar komið að sams konar starf- semi hjá Féfangi þar á undan. „Eftir á að hyggja var tímasetn- ingin frábær, því atvinnulífið var að skríða upp úr nokkuð langvinnum öldudal, bjartsýni jókst mjög hratt og fjárfestingaþörfin var mikil. Að því leyti vorum við rétt fyrirtæki á réttum stað. 1989-98 var búið að auglýsa yfirvofandi kreppu, sem at- hafnalífið beið allt eftir og hélt að sér höndum. Kreppan kom nú aldrei, en þetta olli lægð hugarfarsins og það var nánast ekkert að gerast. Gott dæmi um hvernig ástandið var að við þurftum stundum að leysa til okkur vinnuvélar, en það var engin leið að losna við þær, þó við hefðum gefið þær. Það var ekkert fyrir þær að gera. En síðan kom Davíð Oddsson og tilkynnti að kreppunni væri lokið. Og viti menn, fólk tók hann á orðinu og kreppunni lauk nánast samdægurs! Þetta hleypti miklum vexti í gang og við fórum ekki varhluta af honum. Við lánuðum 800 milljónir króna fyrsta árið, tvo milljarða á því næsta og svo koll af kolli þannig að um og upp úr aldamótum vorum við að lána um fjóra milljarða á ári. í lok árs 2002 keypti Landsbankinn svo meirihluta í fyrirtækinu og það herti enn á vextinum, því árið eftir gerum við nýja samninga fyrir 6,5 milljarða króna, í fyrra fórum við í 10,7 milljarða og í ár gerum við ráð fyrir að lána 17 milljarða króna. Þannig að vöxturinn hefur verið feikilega mikill og hraður. Annað dæmi um vöxtinn er að við keyptum húsnæði 1995, en aðeins fjórum árum síðar vorum við búin að kolsprengja húsnæðið utan af okkur. Þess vegna keyptum við hús- næðið hér í Sigtúninu, en það hrökk skammt og við þurftum að bæta enn við okkur. Samt erum við ekki nema 25, en vorum fjögur þegar við byrjuðum.“ Spennandi en kallar á varfærni Eruð þið spenntir eða smeykir þegar vöxturinn er svona hraður? ,Það er góð spurning. Við vitum sem er að það, sem fer upp, kemur niður. Árferðið er mjög gott núna, nóg að gera, vanskil eru í lágmarki og riftun samninga sömuleiðis og fullnustueignir eru varla til. En við vitum að þetta mun ekki vara að eilífu. Við teljum okkur hins vegar hafa vandað valið hvað útlán varðar og að við séum undir það búnir að um hægist.“ Hvernig vandið þið valiðf „Við höfum nokkuð strangt lánsmat, hvort við viljum lána viðkomandi fyrirtækjum eða ekki. Þá leggjum við til grundvallar fjárhagslega stöðu fyrirtækisins, tryggingarlega stöðu okkar og huglægt mat á við- skiptavininum. Þar kemur margt inn í, hvernig hann hefur staðið sig, hvernig greinin er í heild og hverjir standa að fyrirtækinu. Þetta hefur gengið vel hjá okkur og við státum af því að vanskil gagnvart okkur hafa verið lægri en hjá samkeppnis- aðilunum, öll árin sem fyrirtækið hefur starfað held ég megi segja.“ En það hlýtur að kalla á mikla þekk- ingu á viðskiptavinunum ogþörfum hans? „Jú, það er alveg rétt. Jarðýta og jarðýta er ekki alveg það sama og við þurfum að kunna skil á því. Kúnninn hefur hugmynd um sínar þarfir, en við getum líka ráðlagt honum. Islendinga vilja tilteknar tegundir jarðýtna öðrum fremur og það þýðir að þær tegundir eru bestar í endursölu. Á þetta horfum við. Við höfum líka lært eitt og annað af reynslunni, að lána ekki fyrir kaupum á sumum tegundum tækja, sem við höfum slæma reynslu af. Siðan eru atvinnugreinarnar mis- góðar. I sumum greinum sjáum við sömu traustu fyrirtækin áratugum saman, en í öðrum er líftíminn ekki nema nokkur misseri. Við reynum að halda okkur við fyrri hópinn.“ Fáið þið mikið af kúnnum inn á gólf? „Já, það gerum við. Starfsemin hér er tvíþætt, það eru bílalánin og at- vinnutækin. Hvað bílalánin varðar gerist þetta mest í gegnum bílaum- boðin, en þó er furðumikið af fólki, sem hingað kemur. En hvað atvinnu- tækin varðar fáum við nánast alla viðskiptamennina hingað. Menn eru að ráðfæra sig við fulltrúa hér og það er talsverð samvinna þar í gangi við að finna réttu tækin og réttu samningana." En bílasalarnir vinna þá heilmikið fyrirykkur? „Já og við fyrir þá. Það er mjög gagn- kvæmt samstarf, því þeir eiga auð- veldara með að selja vegna bílalán- anna. Við leggjum til hugbúnaðinn og það sem til þarf, þannig að bíla- salarnir þurfa lítið að gera nema að prenta út pappírana hvað fjármögn- unina varðar. Ég hugsa að enginn bílasali vildi hverfa til gamla tímans þar sem þeir þurftu að fara í bank- ann og standa þar í biðröð upp á von og óvon.“ Þannigað menn eru aðspara tíma og peninga? „Já og svo má náttúrlega eklei gleyma ORUGGUR SIGURVEGARI L'ORÉAL menexpert ÞVÍ ÞÚ ÁTT ÞAÐ LÍKA SKILIÐ hinu að fyrir sölumann skiptir miklu máli að loka sölunni sem allra fyrst. Snjall sölumaður getur selt vöru hratt og örugglega, en ef síðan þarf að líða einhver tími áður en gengið er frá kaupunum, hægt er að fjármagna þau og svo framvegis, þá aukast líkurnar á því að menn hætti við eða leiti annað.“ Breytt umhverfi En þetta umhverfi er náttúrlega allt annað en það var þegar menn þurftu að eyða miklum tíma í biðstofum bankastofnana og enginn fékk þann pening, sem hann þurfti? „Við hjá Féfangi vorum fyrstir til að bjóða bílalán á íslandi. Ekki að það hafi verið heimsuppgötvun, ég fór til Svíþjóðar 1987 og skoðaði hvernig Svíarnir fóru að. Þá var landslagið hérna þannig að menn gátu fengið lán hjá bílasölunum, kannski 50% lán hjá þeim örlát- ustu gegn ábyrgðum hjá mömmu og pabba og veði í bílnum og þessi lán þurftu menn að borga upp á 18-24 mánuðum. Þessi skuldabréf seldu bilasalarnir svo í bankanum. Þá giltu tvö verð á bílnum, annars vegar staðgreiðsluverð og hins vegar afborgunarverð, á því gat munað 3-7% og síðan bættust við lántöku- gjöld og stimpilgjald, þannig að áður en menn vissu af voru þeir komnir með um 20% ofan á það, sem menn þurftu að fá lánið. Þetta voru nánast langdýrustu lán, sem hugsast gat. Þetta var nú landslagið þegar við byrjuðum og engum fannst neitt að því, en núna finnst manni þetta svo framandi og forneskjulegt að engu tali tekur.“ En það hefur væntanlega skapað ykkur tœkifœri. „Já, ég var hjá Féfangi þá og við gátum sagt við viðskiptavininn: Þetta eru kjörin og lánið innifelur allt. Þannig að menn gátu strax séð í hendi sér hvað bíllinn kostaði og það auðveld- aði öllum lífið, bæði kaupandanum og bílasalanum." Þannigað þú hafðir talsverða reynslu þegar SP-Fjármögnun erstofnað? „Já, það voru talsverð umskipti á markaðnum á þeim tíma, Lind var að leggja upp laupana og Féfang var sameinað Glitni, þannig að það myndaðist tómarúm þegar tveir af fjórum aðilum á þessum markaði hurfu. Um leið losnaði fólk með þessa þekkingu, þannig að það auð- veldaði okkur leikinn. Sparisjóðirnir höfðu verið á mikilli siglingu og höfðu verið að bæta við þjónustuna, þannig að það var eðlilegt framhald hjá þeim að stofna SP-Fjármögnun.“ Bílalánin eru kannski sýnilegasti hluti starfseminnar, en þið eruð ekki síður í eignaleigu. „Jú, eignaleiga eða fjármögnun á atvinnutækjum er stærri hlutinn af okkar rekstri. Þetta er millilöng fjár- mögnun á nánast öllu, sem nöfnum tjáir að nefna til atvinnurekstrar, allt frá tölvum til fiskiskipa." Markmiðið er aukin hagkvæmni allra En nú heyrir maður það stundum að menn tala hálfháðulega um kaup- leigu oggefa til kynna að menn haldi uppi óþarfa neyslu með þeim hœtti. „Það var nú eitt það fyrsta, sem ég lærði í markaðsfræðum, að það væri ekki neitt til sem heitir óþarfa neysla. Það er einfaldlega hvers og eins að meta og það getur enginn metið það betur, þó menn hafi auðvitað mis- rétt fyrir sér, svona eftir á að hyggja. Ég heyrði t.d. sögu um daginn, að maður hefði keypt sér hús vestur á Nesi á 95 milljónir, aðeins til þess að rífa það! En á ég að segja honum að þetta sé rangt hjá honum? Við getum hins vegar lagt mat á það hvort menn standi undir lán- unum og það þurfa menn náttúrlega að gera sjálfir líka. Maður hefur heyrt talað um að það sé stundum of mikil fjárfesting í dýrum og full- komnum tækjum. En ef það væri satt, þá værum við að sjá miklu meiri vanskil og annað slíkt. En það er öðru nær. Það standa nánast allir í skilum og það bendir til þess að menn hafi tekið réttar ákvarðanir. Við skulum heldur ekki gleyma því hvað það skiptir miklu máli að vera með almennileg verkfæri. Auð- vitað væri hægt að klára flest jarð- BlaWFrikki vinnuverk með 5 tonna vörubílum, en menn gera það fljótar og mun ódýrar með 20 tonna trukk. Þú gætir alveg sett skrúfu í vegg með skrúfjárni, en auðvitað nota allir at- vinnumenn skrúfvélar. Við gerum mönnum það kleift að kaupa réttu tækin til þess að vinna verkin hag- kvæmar og það kemur ekki bara þeim betur, heldur líka verkkaup- anum og á endanum þjóðfélaginu öllu.“ En eru þetta ekki ennþá dýrir peningar? „Það má segja að frá upphafi hafi erlendir peningar verið stór þáttur í okkar starfsemi. Við höfum tekið fé að láni erlendis, í erlendri mynt, og erum að lána það út í myntkörfu vegna þess að hún er miklu ódýrari en vaxtastigið hérna heima. Und- anfarin tíu ár hefur alltaf verið hag- stæðara að taka lán í erlendri mynt en hérna heima. Ég fullyrði þess vegna að bílalán og eignaleigusamn- ingar okkar séu fyllilega samkeppn- ishæf við það ódýrasta, sem gerist í nágrannalöndunum. Vaxtakostn- aður af bílalánum er alveg örugg- lega ekki hærri hér en þar og eflaust oftast lægri. Það helgast m.a. af því að vanskilin eru jafnlítil og raun ber vitni og lántakendur njóta þess beint. Síðan er hitt, að við búum á eyju norður í ballarhafi þannig að við erum ekki að tapa neinum eignum yfir landamærin, eins og gerist hjá grönnum okkar á meginlandinu." Þú nefndir áðan hvað það hefðu orðið miklar breytingar á lánsfjár- umhverfinu frá því að bílalánin byrj- uðu. En síðan höfum við horft upp á feikilegar breytingar aðrar, einka- vœðingu ríkisbanka, húsnœðislán einkabankanna o.s.frv. Sérðu fram á frekari breytingar? „Já, það getur margt breyst enn. Mark- aðurinn hér heima á tæpast eftir að stækka mikið, en við horfum upp á það hvernig ný og betri upplýsinga- tækni er að breyta umhverfinu í bankastarfsemi sem annars staðar. En kannski við förum að horfa út fyrir landsteinana. Við höfum lært mikið af öðrum, en nú er svo komið að við höfum ýmislegt að kenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.