blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 28
28 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaðið
20%
cifslcítlur
út
desember
EUROSKO
KRINGLAN 568 6211
Blalil/Steinar Hugi
Ellert B. Schram um Sjálfstœðisflokkinn, Samfylkinguna, dagblaðaflóruna ogframtíðina
Gleðimaður i besta skilningi
99.........................................
En það er rétt að skapið hefur stundum hlaupið með
mig í gönur en ég ersmám saman að ná tökum á því
og sennilega verður það komið í lag um sjötugt."
Þú hefur helgað íþróttahreyfingunni,
blaðamennskunni og pólitíkinni
starfskrafta þína. Ertu ánœgður með
þá skiptingu?
„Þegar upp er staðið og ég lít yfir
farinn veg þá hefur verið ágætt að
skipta ævistarfinu niður á hina
ýmsu staði. Hættan er sú að menn
dagi uppi ef þeir eru of lengi á einum
stað. Eg var þrettán ár á þingi, fimm-
tán ár ritstjóri, hef verið aðeins
lengur sem forystumaður í íþrótta-
hreyfingunni og starfað sem forseti
ÍSÍ í fimmtán ár. Þetta eru nokkuð
veginn jafn löng tímabil og öll jafn
ánægjuleg. Já, ég er sáttur við að allt
það sem ég hef fengist við.“
Ofríki og ofstjórn
Þú varst sjálfstæðismaður en ert orð-
inn samfylkingarmaður. Af hverju
skiptirðu um flokk?
„Ég gekk til liðs við Sjálfstæðis-
flokkinn ungur að árum vegna þess
að ég vildi berjast fyrir einstaklings-
frelsi, frelsi til orða og athafna í víð-
tækum skilningi. Ég held að það séu
fáir eins miklir sjálfstæðismenn og
ég. Hins vegar er ég ekki lengur sjálf-
stæðisflokksmaður. Á því er löng
skýring en ef ég stytti mál mitt þá
fór ég út af þingi og gerðist ritstjóri á
frjálsu og óháðu blaði. Þá sá ég hlut-
inaútfráöðrumsjónarhóli.sjóndeild-
arhringurinn breikkaði og ég fjar-
lægðist hefðbundin flokksviðhorf,
þar sem menn hafa tilhneigingu til
að skoða alla hluti út frá því hvað er
flokknum fyrir bestu. Þannig brey tt-
ist afstaða mín óhjákvæmilega til
ýmissa mála og það skapaði bil á
milli mín og flokksins. Það sem réði
mestu um það að ég varð Sjálfstæðis-
flokknum afhuga var að flokkurinn
hafði ekki þrek til að standa gegn
því að kvótinn var gefinn til hags-
munaaðila. Hann opinberaði sig
sem flokk sérhagsmunanna.
Mér finnst einnig að flokksmenn
hafi í seinni tíð verið of uppteknir
við að túlka frelsið á mjög einfaldan
hátt, það er að segja að frelsið
snúist um peninga og gróða. Frelsi
í viðskipta-og athafnalífi er komið
á góðan rekspöl og nú á það að vera
hlutverk stjórnmálamanna að huga
að þeim sem missa af hraðlestinni
til aukinna auðæfa. Mér finnst
áherslurnar í Sjálfstæðisflokknum
ekki hafa verið í þessa áttina. Mér
hugnaðist því betur að ganga til
liðs við annan flokk. Vera í liði með
þeim sem líða “.
Hvernig flokkur var Sjálfstæðisflokk-
urinn í tíð Davíðs Oddssonar?
„Davíð var sterkur leiðtogi og
margt gert vel en það var nokkuð
ljóður á hans ráði hversu mikið
honum hætti til ofríkis og of-
stjórnar. Andrúmsloftið í Sjálfstæð-
isflokknum var mjög sérkennilegt
í hans tíð. Tökum dæmi af íraks-
málinu og fjölmiðlamálinu. Það
sló mann að enginn málsmetandi
sjálfstæðismaður sá ástæðu til
að gera athugasemdir við stefnu
flokksins í þessum málum, sem
er afar sérkennilegt miðað við það
hversu stór og breiður Sjálfstæðis-
flokkurinn er. Ég hef ekki nema eina
skýringu á þessu. Þrælsóttinn varð
til þess að menn vildu ekki rísa upp
gegn vilja foringjans. I Sjálfstæðis-
flokknum er mikið talað um frelsi
og einstaklingsframtak en frelsið
felst ekki síst í því að menn hafi þor
og getu til að tjá sig og geti staðið
uppi í hárinu á mönnum ef þeir hafa
sannfæringu í málum. Ef menn þora
ekki lengur að segja sannfæringu
sína og skoðun sína, hvers virði er
frelsið þá? ÁISÍ þingi stóð eitt sinn
upp maður, vafalítið vel meinandi,
og sagði að ég ætti að hætta að skrifa
um stjórnmál í blöðin vegna þess að
það gæti valdið mér og íþróttahreyf-
ingunni vandræðum. Ég svaraði því
til að menn gætu haft af mér húsið
og reytt af mér æruna en enginn
gæti tekið frá mér frelsi til að tjá
mig. Málfrelsið er kjarni alls frelsis.
Ég er ekki að ásaka Davíð Oddsson
sérstaklega en þetta andrúmsloft
hefur verið ríkjandi meira og minna
í hans valdatíð og er annmarki sem
mér geðjast ekki að.
Ég skal nefna þér eitt persónulegt
dæmi um þetta andrúmsloft. Til
margra ára var ég í kunningjahópi
málsmetandi sjálfstæðismanna
sem hittust reglulega. Þar var aldrei
talað um pólitík, einungis gantast
og glaðst. Svo gekk ég í Samfylking-
una. Síðan hef ég hvorki heyrt hósta
eða stunu frá þessum gömlu vinum
mínum. Er ekki lengur boðaður. Ég
er ekki lengur velkominn. Það féll
kusk á flibbann. Ég vorkenni ekki
mér. Ég vorkenni hins vegar mínum
gömlu góðu „vinum“ að leggjast í
svona pólitískt einelti. En þetta er
mórallinn. Verði þeim að góðu, sem
vilja hugsa og lifa samkvæmt þeirri
kenningu, að „við höfum einungis
velþóknun á því fólki sem er með
okkur í flokki og stendur og situr
eins og flokkurinn vill“. Sjálfstæðis-
flokkurinn er stóri pabbi sem hér
ræður öllu. Þar eru svo að segja allir
áhrifamenn í þjóðfélaginu innan-
borðs. Auðmjúkir og undirgefnir."
Er ekki hætta á að Samfylkingin
verði eins og Sjálfstæðisflokkurinn
að þessu leyti ef hún verður stór
flokkur?
„Allir flokkar sem sitja lengi að
völdum, hafa tilhneigingu til að
haga sér með þessum hætti.“
Dáist að samfylkingarfólki
Hefurðu engar áhyggjur af því að
Samfylkingin virðist ekki vera að ná
flugi?
„Mér finnst ómaklegt að halda
því fram að flokkurinn standi sig
illa, hvað þá að kommar séu þar
einráðir. Ég hef ekki orðið var við
eina einustu ályktun eða skoðun
sem þessi flokkur hefur sett frá sér
sem gengur gegn minni pólitísku
skoðun, og verð ég þó aldrei vændur
um að vera langt til vinstri.
Satt að segja dáist ég að fólkinu í
Samfylkingunni. Það er auðveldast
fyrir hvern einstakling að bukta sig
fyrir valdinu og koma sér í mjúk-
inn hjá ráðamönnum. Ganga í Sjálf-
stæðisflokkinn. Fylgja straumnum.
Samfylkingarfólk hefur hugrekki til
að streitast gegn valdinu og standa
með hugsjón sinni af málefnalegum
ástæðum. Það er virðingarvert. Ég
vona að Samfylkingunni vaxi fiskur
um hrygg. Ég á ekki von á að hún
verði meirihlutaflokkur í nánustu
framtíð en ég vona samt að styrkur
hennar verði svo mikill að hún hafi
aukin áhrif. Þjóðfélagið þarf á því að
halda. Lýðræðið þarf á því að halda”.
Finnst þér að Jón Baldvin Hanni-
balsson eigi að snúa aftur í íslenska
pólitík?
„Við Jón sátum hér við eldhús-
borðið fyrir fjörtíu árum og greindi
mjög á í pólitík. Hann var langt til
vinstri og ég langt til hægri. Með
aukinni visku og reynslu fundum
við sama pólinn og erum nú í sama
flokki. Jón er yfirburðarstjórnmála-
maður og það er synd að hann skyldi
hætta í pólitík og setjast í helgan
stein svo lengi. En veri hann velkom-
inn. Það er alltaf gott að fá góða liðs-
menn. Það þekki ég úr fótboltanum.
En ég þekki það líka úr boltanum
að það er erfitt að gera „come back”
eftir að maður er hættur“.
ÖRUGG
FJÁRFESTIIUG
LORÉAL
menexpert
Þ V í ÞÚ ÁTT ÞAÐ LÍKA St