blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 32
32 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 17 DESEMBER 2005 blaöið Hver rekur matvöruverslun með tapi? Matur samt dýrastur á Islandi í síðustu viku var kynnt skýrsla sem samkeppnisyfirvöld á Norðurlöndum létu vinna um matvörumarkaði landanna. Þar kom í ljós að verðlag á matvöru á íslandi var það hæsta í Evrópu árið 2003 og skerum við okkur nokkuð úr í þessum samanburði ásamt fóstbræðrum okkar Norð- mönnum. Hagsmunaaðilar á matvörumarkaði hafa á síðustu dögum keppst við að kenna hvor- um öðrum um hvernig staðan sé. Forstjóri Kaupáss sagði til dæmis að innlendir byrgjar væru ofurseldir Högum, sem rekur meðal annars Bónus, Hagkaup og 10-11, auk þess sem að verslanir félagsins seldu ítekað vörur undir kostnaðarverði með skipulögðum hætti. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði þetta fásinnu og taldi fráleitt að markaðshlutdeild Haga væri ástæða hás vöruverðs. Þar væru sökudólgarnir mun fremur hátt verð á búvörum og ofurskattlagning matvara. Stjórn- völd gætu lækkað matvælaverð ef þau vildu. En hverjum er hið háa matvöruverð raunverulega að kenna? Er það bara vegna skatta og verndartolla, eða tengist það líka fákeppni og einokunartil- burðum á matvörumarkaði? Eru einingar á íslenskum matvæla- markaði einfaldlega orðnar of stórar og hverjar eru forsendur rekstrar þeirra ef þær eru í bull- andi taprekstri ár eftir ár? Miklu stærri eining markaðsráðandi á (slandi I skýrslunni kemur fram að verð á matar- og drykkjarvörum á íslandi hafi hækkað um 14% frá 1999 til árs- ins 2004. Á sama tíma hækkaði það um 9% á hinum Norðurlöndunum þar sem sambærileg samþjöppun hefur átt sér stað á matvörumarkað- inum, en þar skipta 4-6 keðjur hon- um á milli sín í hverju landi fyrir sig. Munurinn á milli landanna felst fyrst og fremst í því að stærsti aðilinn á íslenska markaðinum ræður yfir miklu stærri hluta kökunnar en tíðk- ast annars staðar. Miklar umræður hafa verið um það hver sú markaðs- hlutdeild raunverulega sé. Forstjóri Haga sagði á fimmtudag að hann teldi rangt að verslanir Haga væru með 55% markaðshlutdeild eins og ýjað hefur verið að. Innabúðar- maður á matvörumarkaðnum, sem vill ekki láta nafn síns getið, telur að slíkt sé ekki fjarri lagi. Hann segir að gallinn við skýrsluna sem kom út í vikunni, og sýndi Haga með um Matvöruverð á (slandi er 42% hærra en í löndum Evrópusambandsins. 47% markaðshlutdeild á landinu, að grunnupplýsingarnar, eins og um markaðshlutdeild, séu orðnar úrelt- ar þegar þær koma út. „Þeir bæta svo hratt við Bónusbúðum að upplýs- ingar Samkeppnisstofnunar eru allt of langt á eftir. Ég væri mjög hissa ef að Hagar væru ekki búnir að bæta við sig 4-5% af markaðinum á þessu ári einu saman,“ segir hann. Ekki rekið á efnahags- legum forsendum Heimildarmaður Blaðsins segir að það þurfi lítið annað en að skoða ársreikninga Haga til að sjá að venju- legar fjárhagslegar forsendur við- skipta eiga ekki við þar. Hann segir Teg 2083 Teg 2106 Tei;44 kr. 10.500 stgr. Teg 2064 Sk cipar, borðstofuhúsgögn, úolai borð, sófa&tt... ...állt fullt af húsgðgnum Teg 307 kr. 56.900 stgr. Teg 299/6 kr. 19.600 stgr. Sófasett Barbara, slgllt ogglæsllegt 3+1+1 Teg 332 kr. 28.900 stgr. Tegm kr. 9.400stgr. TegSO kr. 15.600 stgr. ImBBEiElEi HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKORVEGI 66 HAFMARFIRÐI SlMI 565 4100 Teg320 kr. 24.900 stgr. að heildartap félagsins á innanlands- markaði án hagnaðar vegna sölu apó- teka félagsins sé um 2 milljarðar.„Það virðist því vera þjóðsaga að Baugs- menn geti rekið verslanir, en rétt að þeir geta keypt og selt fyrirtæki með hagnaði, því að félagið virðist aldrei hafa verið rekið með hagnaði af reglulegri starfsemi síðan félagið var tekið af markaði." Hann segist ennfremur vita til þess að Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður í Baugi og stofnandi Bónus, hafi komið á fram- færi því sem að hann vill túlka sem duldar hótanir við samkeppnisaðila til að þess að reyna að tryggja yfir- töku á tilteknum markaði úti á landi. „Jóhannes tjáði viðmælanda sínum að það væru ekki forsendur fyrir tveimur verslunum í byggðarlaginu og að það væri heiðarlegast af Baugi, að kaupa bæði húsnæði og rekstur verslunarinnar sem fyrir var. Þeir höfðu verið með búð í bænum áður sem hafði ekki gengið og nokkuð ljóst að þetta var ekki markaður fyrir tvær verslanir. Þetta voru því lítt dulbúnar hótanir til minni að- ila að þeir ætli að nota stærð sína og styrk til þess fara með okkur til andskotans. Þetta er fyrirtæki sem ég get ekki betur séð en að sé búið að tapa 2,2 milljörðum króna á tveimur og hálfu rekstrarári.“ Blaðið hefur undir höndum tölvupósta sem stað- festa þessar fullyrðingar. Þá hefur Blaðinu einnig borist gögn sem sýna að tilteknir birgjar eru hræddir um að missa viðskipti sín við Bónus ef þeir selja öðrum aðilum á markaði vöru sem að þeir geta slðan selt á lægra verði en hún fæst á í Bónus. Þar kemur skýrt fram hræðsla við- komandi sölumanns við það að Bón- us skili allri sinni vöru ef varan fæst ódýrari í öðrum verslunum. „Eg veit ekkert hvað þú ert að tala um,“ sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, þegar hann var spurð- ur út í þær ásakanir sem útlistaðar eru hér að ofan. Þegar hann var spurður hverjar forsendur rekstr- arins væru þegar augljóst væri að hann væri ekki að skila hagnaði sagði hann að undanfarin ár hefðu verið ákveðin tímabil sem fyrir- tækið hefði verið að fara í gegnum og hefðu verið erfið. „En þetta var sterkt félag og er sterkt félag. Ég er alveg klár á því að við erum að ná að vinna okkur út úr því.“ Ekki greitt fyrir fyrstu áfyllingar Forstjóri Haga fullyrti í vikunni að allir aðilar á markaði hafi stórtapað á því verðstríði sem átti sér stað í haust. Það er reyndar ekki rétt því að í uppgjöri Samkaupa fyrir fyrri hluta ársins í ár kemur í ljós að fyrirtækið skilaði hagnaði. Forstjór- inn fullyrti einnig að það væri til hagsbóta fyrir neytendur að Hagar væru að þeirri stærðargráðu sem BlaÖiÖ/Steinar Huqi þeir eru því það myndi gera þeim kleift að bjóða upp á sama matvæla- verð alls staðar á landinu. Heimildar- maður Blaðsins segir að slík fullyrð- ing eigi sér enga stoð í raunveruleik- anum. „Það geta allir boðið sama verðið alls staðar. Málið er einfald- lega þannig að það er ekki til hags- bóta fyrir neytendur þegar einn að- ili getur verið að skammta sér stöðu á markaðinum.” Hann hefur einnig fyrir því heimildir að fyrsta áfylling á nýjar búðir hjá Bónus sé á kostnað þeirra birgja sem selja versluninni vöru til að selja áfram til neytenda. „Þegar Bónus opnaði verslun í Stykkis- hólmi fór ég vestur og skoðaði búð- ina. Ég sagði síðan við sölumann sem ég hitti þar að ég skildi ekki á hvaða forsendum menn hefðu verið að fylla búðina af ferskvöru, því það var ljóst að úrvalið var ekki í neinu samræmi við stærð markaðarins. Þeir þurftu klárlega að henda helm- ingnum því að ekki var nægilega stór markaður til að kaupa allar þess- ar vörur. Ég skildi ekkert í Bónus- mönnum að vera að gera þetta. Þá hló sölumaðurinn og sagði að það væri langt síðan að Bónus hætti að borga fyrsta reikninginn frá birgj- um sínum. Það væri bara vitað skilyrði að fyrsta áfyllingin, og þar með lagerinn, yrði bara lánaður var- anlega. Reikningurinn er örugglega skrifaður en hann er ekki innheimt- ur.“ Þegar þessar fullyrðingar voru bornar undir Finn Árnason sagðist hann ekki þekkja slíka viðskipta- hætti og að í þeim búðum sem að hann hefði opnað þá hafi allir reikn- ingar verið greiddir. Samkeppnisyfirvöld horfa í aðra átt Af þeim gögnum sem að Blaðið hefur undir höndum er ekki annað að ráða aðSamkeppnisyfirvöldhafiekkisýnt því mikinn áhuga að skoða ráðandi markaðsstöðu Haga og mögulegar samkeppnishamlandi misbeitingar fyrirtækisins. Þeim hafa verið send mörg erindi sem benda á óeðlilega viðskiptahætti Haga en heimildar- maðurinn segir að engum þeirra hafi verið svarað. Hann segist telja að enginn vilji í raun hrófla við Hög- um og að viðskiptahætti þeirra megi rekja til málaferlanna um Baug, það sé augljóslega verið að kaupa sér velvild samfélagsins. Samkeppnis- yfirvöld hafa þó verið dugleg að til- kynna að þau hyggist leggja ríka áherslu á eftirlit með samkeppnis- háttum á matvörumarkaði. Þar á að meðal annars að beina sjónum að samkeppnishindrunum vegna fákeppni á matvörumarkaði. Það er því óskandi fyrir íslenska neytendur að þau standi við stóru orðin. t.juliusson@vbl. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.