blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 24
24 I BÆKUR LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaöiö Að frœða böm á skemmti- legan hátt Ríkey ráðagóða er fyrsta barna- bók Eyrúnar Ingadóttur og er ætluð fyrir krakka á aldrinum 7- 12 ára. Eyrún er sagnfræðingur að mennt og var að viða að sér efni í heimildarskáldsögu um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyr- arbakka þegar hún ákvað að hvíla sig á því verkefni og skrifa barnabók. „Það má kannski segja að ég hafi skrifað þessa sögu til að jafna út skáldið og sagnfræðinginn," segir Eyrún. „Bókin lýsir sumri í lífi Ríkeyjar, vina hennar og fjölskyldu sem bardúsaýmislegt skemmti- legt saman en ég held að krakkar geti sett sig í spor þessara persóna, samsamað sig þeim í sínum eigin veruleika. Ríkey tekur að sér að passa systur sína en er ekk- ert alltaf góð við hana, fer á staði þar sem börn eiga ekki að leika sér og það hefur dramatískar afleiðingar. Þótt þetta séu flottir krakkar þá eru þeir síður en svo gallalausir. Krakk- arnir verða fyrir því að tölvurnar eru teknar af þeim og þá byggja þeir þorpið RlJÓ AL MÍSO og halda kjöt- kveðjuhátíð. Svo má segja að sagan sé óður til landsbyggðarinnar, hún gerist í nútímanum en þeir sem eru aldir upp úti á landi. eða dvöldu þar á sumrin í sinni barnæsku, þekkja þessa veröld sem er svo fjarlæg börnum okkar hér í höfuðborginni. Það er svo mikilvægt að kenna börnum að njóta þess sem nánasta umhverfi hefur upp á að bjóða. Bókin gerist á Hvammstanga sem er mitt þorp. Maður leitar í sinn rann.“ Finnst þér að barnabækur eigi að einhverju leyti að vera uppeldistæki? „í ritdómi um bókina var fundið að því að ég væri að fræða lesendur en mér finnst mikilvægt að fræða og gera það á skemmtilegan hátt. Afi í Fjöru talar kjarnyrta ís- lensku sem Ríkey kallar „fornmál“ og þannig reyni ég að auka orða- forða lesenda. Auðvitað nota ég per- sónurnar til að fræða lesendur um fyrri tíma, ég skal viðurkenna það að sagnfræðingurinn í mér er aldrei langt undan. Krakkar hafa áhuga á að heyra sögur úr barnæsku þeirra fullorðnu. Ætlarðu að skrifa meira um Ríkeyju? „Það er aldrei að vita. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við þessari bók þrátt fyrir að hún fjalli ekki um magnaða galdraveröld heldur ís- lenskan veruleika. Ég hef heyrt að starfsmenn bókabúða mæli sérstak- Eyrún lngadóttir.„Auðvitað nota ég persónurnar til að fræða lesendur um fyrri tíma, ég skal viðurkenna það að sagnfræðingurinn i mér er aldrei langt undan. Krakkar hafa áhuga á að heyra sögur úr barnæsku þeirra fullorðnu." lega með henni og mér þykir auð- vitað vænt um það sem og að frétta af krökkum sem lesi hana í einum rykk og reki upp hlátursrokur öðru hvoru. Það er ekki síður skemmti- legt að fylgja henni eftir en ég hef mikið verið að lesa upp.“ Næsta verkefni Eyrúnar er að ljúka við heimildarskáldsöguna um Þórdísi ljósmóður en hún hefur safnað heimildum í þrettán ár. „Ég komst í kynni við sögu Þórdísar þegar ég var að skrifa BA ritgerð- ina mína um Sigríði í Brattholti og þurfti að fara í skjöl sýslumannsins í Árnessýslu vegna málaferla sem Sigríður átti í. Þá fann ég þessa Þór- dísi sem átti í stöðugum málaferlum á sama tíma og Sigríður. Ég safnaði þessum skjölum saman og kynnti mér líf þessarar konu. 1 desember 1992 eignaðist ég dóttur og ekki kom annað til greina en að skíra hana Þór- dísi. Nú helli ég mér í þessa bók. Vatteruð með loðkraga Stærð 128-176 Á Vatns-og vindheld meðöndun 2litir-StærðXS-XL PAKKAR GÖNGUSTAFIR Þrístækkanlegir með hertum oddi, svamphandfangi og svampfóðrun niður á staf. BARNAPAKKI NGLINGAPAKKI 'Eójci GÖNGUSKÓR Með wibramsóla ogsympatex jA vatnsvörn M Verð 76.99^® ULLORÐINS/ STÓRIPAKKI HITABRUSAR Verðfrá 1.99St% SKATABUÐIN Snjóbrettapoki frá 3.995 Snjóbr.hjálmur 5.995 Faxafeni 8 • 108 Reykiavlk • sími 534 2727 www.skatabudin.com FRABÆR PEYSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.