blaðið - 17.12.2005, Side 40

blaðið - 17.12.2005, Side 40
40 I TILVERAN LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaðiö UHalldóra hugsar upphátt Málœði og mas mannfólksins Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég tali of mikið. Hvort ég eigi það til að blaðra úr mér allt vit á kostnað þess sem hlustar með það fyrir augum að ausa úr einhverjum viskubrunni sem ég þykist búa yfir. Ég er kannski ekki manneskjan sem á að svara þessu - látum vini og vandamenn um það, en ég tel hins vegar líklegt að margir standi sig ósjaldan að því að tala um of. Þá tel ég enn líklegra að flestir, ef ekki bara allir, þekki einhvern sem fær ómælda gleði úr tjáningarformi tungunnar og vilji helst alltaf eiga orðið. Ástæðan fyrir því að ég brydda upp á þessum hugrenn- ingum er sú að ég las á dögunum ansi skemmtilegan pistil sem fór aðeins inn á þetta. Pistilinn sá ég í bókinni „1 dag“ en þar talaði Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, í stuttu máli um muninn á góðum sam- ræðum og þeim sem kannski ekki standa undir því nafni. Þær fyrr- nefndu eru þannig úr garði gerðar að báðir aðilar fá að tjá sig, enda séu slík samskipti vítamín fyrir sálina. Eftir að hafa lesið þennan pistil (auk þess að hafa ósjaldan velt eigin mál- gleði fyrir mér) fór ég að skoða þjóð- félagið í heild sinni í þessu samhengi. Mér til mikillar armæðu komst ég að því að við mannfólkið erum síður en svo góðir hlustendur. Jújú, auð- vitað getum við svosem sinnt vinum eða fjölskyldu og hlustað af athygli, en það er eitthvað allt annað upp á teningnum þegar aðstæður eru aðrar. Ef við til dæmis horfum á um- ræðuþætti í stónvarpi, þá helst á vettvangi stjórnmála, má glögglega sjá að flestir eru þarna einvörð- ungu til þess að blaðra og aftur blaðra. Allir vilja eiga orðið og koma sínu á framfæri og gefa því lítinn gaum hvað næsti maður hefur að segja. Oft má líkja þessu við leið- inlegan ein- leik. Reyndar koma upp sú skipti að hinir málglöðu gefa frá sér orðið, en það er þá yfirleitt til þess að leggja á ráðin um hvað þeir ætla að segja næst þegar þeir komast að. Skýr- inguna á þessu hef ég ekki á takteinunum, en ég get mér þess til að allmargir telji sig vita hreinlega allt milli h i m i n s og jarðar. Sömu að- f ilar hafa það eitt að markmiði að koma hinum í skilning um þeirra skilning og síðan ekki sög- una meir. Þessi besservissaháttur verður til þess að fólk situr pikkfast í eigin vitneskju og fer á mis við hinar ýmsu hliðar mannlegra samskipta, sem og alla víðsýni. Þetta er alveg afskaplega leiðin- legt samskiptaform og ég hvet okkur öll til þess að snúa þessu við. Fyrir þá sem telja sér aldrei fært að gefa orðið; Slappið þið nú aðeins af. Hver veit! Það er aldrei að vita nema ein- hver þarna úti viti eitthvað sem þið vitið ekki. Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Jólastressið knýr á dyr - Eru öll lœtin aðfara með þig? Nú er aðeins vika til jóla og þar af leiðandi eflaust margir farnir að fá hnút í magann. Ekki eru það einungis krakkarnir sem fá hnút í magann vegna tilhlökkunar, heldur einnig hinir fullorðnu sem láta jóla- stressið fara með sig. Sumir eiga eftir að baka, pakka inn gjöfum, kaupa í matinn og fleira, enda eru dagarnir taldir niður og oft virðist tíminn naumur. Aðrir halda ró sinni, gera ekki úlfalda úr mýflugu enda vel á nótunum um tilgang jólanna og þeirrar hátíðar sem senn rennur í garð. Þessir síðarnefndu gera sér grein fyrir því að þetta er ekki spurn- ing um hversu margar sortir af smá- kökum bakaðar eru sem máli skipta heldur hátíðin sem slík og fegurð hennar. Það mættu allir einblína frekar á jólin sem slík og láta allar áhyggjur um smávægilega hluti lönd og leið og njóta þessa daga án alls áreitis. Þreyttu prófið og þú getur fundið út hvort þú ættir að stíga á brems- una eða hvort þú sért ein af þessum rólyndismanneskjum. 1. Ertu búin að gera allt sem þú þarft að gera fyrir aðfangadag? a) Nei, ég á ennþá margt eftir og þarf að reyna að rumpa því af helst í dag. Ég er að renna út á tíma með þetta... b) Nei, kannski ekki allt saman, en það er nógur tími til jóla og hægt að klára þetta í rólegheitum. c) Jú, ég er búin að klára, enda var Jólatilboð barnanna 690 kr Húfa -jóladiskur jólaglas - Samloka gos og - smákaka QuiznosSuB MMMH...GLÓÐAÐUR Lækjargata 8 Sudurlandsbraut 32 það nú ekkert rosalega mikið sem þurfti að gera. 2,Hlakkarðu til jólanna? a) Nei, ég kvíði nú eiginlega bara meira fyrir. b) Jú,jú, það verður svosem komin gleði og tilhlökkun þegar búið er að klára það sem gera þarf. c) Já, auðvitað! Þetta er yndislegur tími og ég eyðilegg ekki þann tíma með einhverjum áhyggjum af hinu og þessu. 3. Ef þú lítur til síðustu ára, finnst þér þú yfirleitt hafa verið tímanlegri í jólaundirbúningi eða ertu alltaf á síðasta séns? a) Ég reyni að vera aðeins fyrr búin með það sem gera þarf, enda búin að læra af reynslunni með það. b) Ég hef aldrei verið á réttum tíma í þessu - þetta endar alltaf með ein- hverjum hlaupum á Þorláksmessu. c) Þetta hefur aldrei verið tími sem ég hef látið verkefni eyði- leggja fyrir mér ánægjuna. Þetta er hátíð friðarins og engin ástæða til að fara á límingunum. 4. Einkennast dagar þínir núna aðallega af búðarápi, Kringlu- ferðum og hlaupum á milli staða? a) Já, ég eiginlega er á hlaupum milli búða enda nóg sem þarf að kaupa; gjafir, maturinn, möndlu- gjöfin og fleira til. b) Einhver tími fer nú í búðirnar, enda vill maður nú ekki gleyma einu né neinu. Annars er ekkert mikið eftir. c) Nei, síður en svo. Ég er mikið á kaffihúsunum með vinunum, auk þess að sinna starfi mínu, en það fer sko lítill tími í búðirnar. Það er allt komið! 5. Varstu búin að einsetja þér að baka ákveðið mikið af smá- kökum fyrir jólin, þessar sem er eiginlega regla að gera? a) Nei, er það ekki bara gamall siður að þurfa að baka ío sortir af smákökum? Ég kaupi nú bara kon- fekt og læt þar við sitja. b) Eitthvað bakaði ég nú, en það var í minna lagi. c) Já,já, það þarf alltaf að gera ákveðnar sortir af smákökum - ann- ars bara eru jólin ekki eins. 6. Hvað gerirðu ef þú ert úti í umferðinni núna þessa dag- ana og það stöðvar bíll fyrir framan þig í dágóða stund? a) Þú flautar, enda algjörlega skammarlegt að stöðva svona bílinn. b) Þú slappar af og ferð jafnvel út úr bílnum og býður fram hjálp. Engin ástæða til að stressa sig á þessu - þetta tekur fáeinar mínútur. c) Þú sýnir skilning en ferð svo að pirra þig á þessu ef ekkert gerist. 7. Stendur til að fara í faðmi Qöl- skyldunnar í aðfangadagsmessu? a) Jú, það er algjört lykilatriði til að innsigla jólin. b) Nei, en ég hlusta e.t.v. á mess- una í útvarpinu heima - það er af- skaplega friðsamlegt að gera það klukkan 18:00. c) Nei, það er sko lítill tími til þess; það þarf að sjá um matinn og svo auðvitað vilja krakkarnir strax fara í pakkana. 8. Er það þér kappsmál að kaupa sem dýrastar gjafir fyrir vini og aðra fjölskyldumeðlimi? a) Já, maður reynir nú að vera svo- lítið flottur á því - það er ekkert leið- inlegra en að gefa fólki eitthvað lítið og svo fær maður meira frá þeim sjálfur. b) Ég spái ekkert rosalega mikið í hvað hlutirnir kosta endilega, en að- alatriðið er að gefa eitthvað sem mér finnst fallegt og viðkomandi getur hugsanlega verið ánægð/ur með. c) Nei, það er sko engin slík pressa. Ég er ekkert alltaf í stakk búin til að gefa rándýrar jólagjafir - fólk fær jafnvel bara kerti og spil ef því er að skipta! Reiknaðu út stigin: 1. a) 1 stig b) 4 stig 0 c) 2 stig 2. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig 3. a) 2 stig b) 1 stig c) 4 stig 4. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 5. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 6. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 7. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 8. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 0-9 stig Þú ert bara alveg að tapa þér í jóla- stressinu og getur hreinlega ekki stoppað. Með áframhaldi sem þessu verðurðu úrvinda af þreytu á sjálfan aðfangadag og ferð á mis við hátíð- arnar. Það er ekkert nauðsynlegt að hafa allt ioo% - þú getur ekki gert allt og þetta eru mestmegnis hlutir sem skipta ekki svo miklu máli. Not- aðu frekar tímann í eitthvað betra og reyndu að sniðganga þessi læti. Þetta gerir engum gott og þú veist það! 10-20 stig Það eru eflaust flestir á svipuðu stigi og þú. Allir vilja hafa hátíðina sem glæsilegasta og vera búin að ganga frá ölíum endum í tíma. Þó finnst þér nú engin ástæða til þess að gefa alla þína orku í þetta, enda veistu sem er að það gerir lífið bara flóknara. Haltu áfram á svip- aðri braut - en þú mátt alveg láta aðeins af þessari rosalegu dagskrá. Farðu heldur á jólatónleika eitthvert kvöldið og slappaðu af. Þú veist vel að gjafirnar og maturinn er í raun aukaatriði og að mestu skiptir að njóta þessa daga. 21-32 stlg Þú stendur mjög vel að vígi og ert greinilega búin að átta þig á því sem mestu skiptir við jólin. Þú þolir ekki lætin, umferðina og kapphlaupið í fólki og þú reynir að sniðganga allar verslanakeðjur og fleira þar sem þú veist að fólk er á hlaupum. Eflaust ertu búin með margt sem þú þarft að gera, en ef ekki þá hef- urðu hvort eð er nógann tíma í er- indagjörðir. Það er nú ekki eins og jólin séu á morgun! Haltu áfram á þessari braut, það er öfundsvert að geta tekið þessu tímabili með stóískri ró - sérstak- lega þegar flestir gera hið öndverða.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.