blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaðið Samkomulag næst í gasdeilu Stjórnmálaskýrendur segja bœði ríki mega vel við una. Bein hœkkun á gasverði verður ekki jafnhá og upphaflega stóð til. Samkomulagið œtti einnig að tryggja stöðugt gasflœði til ríkja vestar í Evrópu. Rússar og Úkraínumenn komust í gær að samkomulagi í gasdeilu sem hefur haft áhrif á gasflutninga til Evrópu undanfarna daga. Sam- komulagið náðist aðeins örfáum klukkustundum áður en boðaður neyðarfundur Evrópusambandsins vegna málsins átti að hefjast. Samkvæmt samkomulaginu munu Úkraínumenn kaupa gas frá rússnesk/svissneska fyrirtækinu Rosukrenergo fyrir 95 Bandaríkja- dali á 1000 kúbikmetra. Gazprom selur Rosukrenergo gas á 230 dali á 1000 kúbikmetra en útvegar jafnframt mun ódýrara gas frá Túrkmenistan. Að auki mun þóknun til Úkraínumanna vegna flutnings á gasi til Evrópu hækka um 47%. Aður þurftu Úkraínu- menn aðeins að greiða 50 dali á 1000 kúbikmetra sem var langt undir markaðsverði. Báðir mega vel við una Stjórnmálaskýrendur segja að báðar þjóðir megi vel una við samning- inn. Með samkomulaginu slaknar aðeins á spennu milli nágrannaríkj- anna sem náði hámarki á nýársdag þegar Gazprom, hið ríkisrekna gas- fyrirtæki Rússa, skrúfaði fyrir gas- flutning til Úkraínu. Það ætti enn- fremur að veita neytendum í Evrópu tryggingu fyrir nægu gasstreymi en Rússar sjá þeim fyrir um fjórðungi þess gass sem þeir þurfa á að halda. Evrópusambandið fagnaði sam- komulaginu og sagðist Martin Bartenstein, fjármálaráðherra Aust- urríkis, sem fer með forsæti í sam- bandinu, vonast til að það tryggði gasflutninga til Evrópusambands- ins til lengri tíma. Stjórnmálaskýrendur í Moskvu og Kíev segja að Rússar hafi brugð- ist of harkalega við í deilunni, stig- magnað hana óþarflega mikið og valdið taugatitringi á Vesturlöndum. „Það er ljóst að Rússland stendur sterkar að vígi en Úkraína, það á auð- lindirnar og Úkraína er ekki sjálfri sér næg í orkumálum, en Rússlandi tókst samt ekki að fá sínu framgengt,“ segir úkraínski stjórnmálaskýrand- inn Oleksander Dergachev. 1 Evrópu og Bandaríkjunum hafa menn áhyggjur af því að Rússar noti gasveitu sína í pólitískum tilgangi og til að refsa Júsjenkó, forseta Ukrainu, sem vill að landið gangi í Evrópusam- bandið og Atlantshafsbandalagið. Tilrœðismaður verður rúmlega 30 manns að bana: Sprengdi sig í loft upp í jarðarför 36fórustogtugirsærðustþegarmaður sprengdi sig í loft upp við jarðar- för í bænum Baquba í Irak í gær. Dagurinn var einn sá mannskæð- asti í írak í langan tíma en meira en 50 manns fórust í nokkrum árásum víðs vegar í landinu. Ofbeldisaldan reið yfir um líkt leyti og þrjú stærstu kosninga- bandalög landsins voru við það að ná samkomulagi um myndun sam- steypustjórnar sem sjítar, súnnítar og kúrdar munu eiga aðild að. Rúmlega 100 syrgjendur voru í grafreitnum þegar sprengjan sprakk en þar var borinn til grafar frændi Ahmed al-Bakka, stjórnmálamanns úr Dawa-flokki Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra. Al-Bakka lifði af morðtilraun á þriðjudag sem varð frænda hans að bana. Líkamshlutar lágu á víð og dreif í grafreitnum eftir ódæðisverkið og blóð slettist á legsteina. Ætlað að sundra þjóðinni Hópar öfgafullra súnnimúslima hafa staðið fyrir fjölda árása, meðal annars á sjítamúslima í írak. Nassir al-Ani, háttsettur félagi í stærsta kosningabandalagi súnnímúslima, fordæmdi árásina sem hann sagði að ætlað væri að sundra þjóðinni. „Tilræðismennirnir vilja valda sundr- ungu og koma í veg fyrir pólitíska framþróun í írak en þeim mun mistakast það og við munum koma á ríkisstjórn sem stendur fyrir sam- einingu þjóðarinnar,“ sagði hann. Lfk eins þeirra sem fórust í tilræðinu liggur fyrir utan sjúkrahús í Baquba. Viltu hætta að reykja? Reyksíminn Ókeypis aðstoð 800 6030 Skóli fyrir þig? Ertu strakur eða stelpa á aldrinum 16-25? Langar þig að stunda skemmtilegt ndm: • í heimavistarskóla? • í góðum félagsskap? • í fögru umhverfi? Vegna forfalla getu við nemendum á önn sem 9, janúa*" hef Rannsókn beinist að þing- mönnum Dómsmálaráðuneyti Bandarikj- anna segist ætla að hafa uppi á háttsettum stjórnmálamönnum sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur frá Jack Abramoff, áhrifa- miklum fulltrúa þrýstihópa í banda- rískum stjórnmálum. Abramoff hefur lýst yfir sekt sinni af ákærum um fjársvik, samsæri og skattsvik. Abramoff hefur tengsl við háttsetta félaga í Repúblikanaflokknum en einnig eru einhverjir demókratar flæktir í málið. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa reynt að hafa áhrif á stjórnmálamenn með því að gera vel við þá á ýmsan hátt, boðið þeim til útlanda og í dýrindis mat auk þess að bera á þá fé. Justin Webb, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Washington, segir að málið sé sem tifandi tímasprengja í báðum deildum Bandaríkjaþings. PeteTownshend kennir notkun heyrnartóla um slæma heyrn sfna. Varar við notkun spilastokka Gítarleikarinn góðkunni Pete Townshend hefur varað notendur spilastokka á borð við iPod við að heyrn þeirra geti skaðast varanlega nema þeir lækki hljóðstyrk tón- listarinnar sem þeir hlusta á með heyrnartólum. Townshend, sem leikur á gítar í hinni fornfrægu rokk- hljómsveit The Who, segist hafa borið varanlegan heyrnarskaða af notkun hljóðversheyrnartóla og nú verði hann að taka hvíld í einn og hálfan sólarhring á milli upp- tökulota til að eyrun geti jafnað sig. „Gallinn er sá að á tölvunum okkar notum við nánast alltaf heyrnartól til að fá næði, af tillitssemi við fjöl- skyldu og starfsfélaga eða til þæg- inda,“ segir Townshend. Þrátt fyrir að The Who hafi á tímabili verið háværasta rokkhljómsveit heims kennir Townshend heyrnartóla- notkun í hljóðveri um slæma heyrn sína. Kveikti í sér í réttarsal Suður-Kóreumaður er i lífshættu eftir að hafa kveikt i sér i réttarsal í gær. Maðurinn hafði verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir ólæti á almannafæri en hann hafði látið ófriðlega í farsímaverslun þegar hann vildi skipta um símanúmer. Maðurinn gekk úr salnum eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp, hellti oliu yfir sig og kveikti í sér þegar hann sneri til baka. Hann hlaut þriðja stigs bruna um allan lík- amann og var í skyndingu fluttur á neyðarmóttöku. Læknir sem annað- ist manninn sagði að líf hans væri í hættu. Ekki slösuðust fleiri í réttar- salnum við atvikið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.