blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 12
12 IFERÐALÖG FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 í bladiö Samkeppnin harðnar íflugsamgöngum Tvö ílugfélög hefja flug til íslands i mars íslendingar hafa frá árinu 2003 einungis getað valið um tvö flug- félög ef þeir ætluðu að fljúga frá landinu. Þetta breytist heldur betur í mars þegar bæði SAS Bra- athens og British Airways munu hefja áætlunarflug frá íslandi. Ljóst er því að samkeppnin er að harðna og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Maður þarf ekki að vera gamall til þess að muna eftir því þegar Icelandair var eitt um hituna í flugsamgöngum frá íslandi. Það var því ekki spurning um hvert og með hverjum ætti að fljúga heldur einungis hvert Icelandair flaug. Ferðalög á milli landa voru heldur sjaldgæfari þá enda voru þau tölu- vert dýrari. Fjögurra manna fjöl- skylda á verkamannslaunum þurfti þá jafnvel að safna sér fyrir ferð til Danmerkur í nokkur ár. í dag getur sama fjölskylda farið árlega til Dan- merkur fyrir töluvert minni pening. Ótrúlegt verð hjá erlendum flugfélögum Árið 2003 kom IcelandExpress á markaðinn og í kjölfar þess lækkuðu flugfargjöld töluvert. 1 byrjun flugu þeir einungis til Bretlands og Dan- merkur en síðan hafa fleiri áfanga- staðir bæst við. Islenskir neytendur 99 Þá verða fjögur flugfélög í samkeppni á fslandi og spurning er hvort neytendur muni jafnvel sjá enn meiri verðlækkun á flugfargjöldum hafa því getað valið um tvö flugfélög til að skipta við og margir hafa nýtt sér það með því að fljúga til dæmis til Bretlands og þaðan flogið með erlendu flugfélagi hvert sem hugann lystir, enda bjóða þau oft upp á til- boð á vægast sagt ótrúlegu verði. Flug til Bretlands og Osló En í ár mun saga flugsamgangna breytast enn meir á íslandi því þann 26. mars munu bæði British Airways og norska flugfélagið SAS Braathens fljúga til Islands. Þá verða fjögur Samkeppnin f flugsamgöngum frá fslandi harðnar f mars þegar tvö ný flugfélög koma inn á markaðinn. flugfélög í samkeppni á Islandi og spurning er hvort neytendur muni Vel skipulögð ferð er fullkomin ferð jafnvel sjá enn meiri verðlækkun á flugfargjöldum. British Airways hyggst fljúga fimm sinnum í viku á milli Gatwick og Keflavíkur. SAS Braathens mun fljúga þrisvar í viku á milli Osló og Keflavíkur og lægsta fargjaldið verður um 6.500 krónur aðra leiðina með sköttum. ■ IcelandExpress Eftir áramót fara margir að hugsa sér til hreyfings og hefja skipulagningu á spennandi ferðum til framandi landa. Enda byrja ferðaauglýsingar að skella á landann strax á nýju ári. Pað má segja að mikilvægasti hluti ferðalags sé góð skipulagning enda tryggir hún án efa skemmtilegt ferðalag. Hér eru nokkrar góðar ráðleggingur sem gott er að hafa til hliðsjónar á nýju ári. Athugaðu hvort þú þarft einhverjar bólusetningar áður en þú heimsækir viðkomandi land. Ef þú ert einungis að ferðast innan Evrópu ætti slíkt að vera óþarfi en allur er varinn góður. Skipuleggðu þig vel. Vertu búin að athuga með lestarferðir til og frá flugvelli, panta hótel og annað sem þarf nauðsynlega að vera í lagi. Vertu viss um að hvorki vegabréfið né kredit- eða debetkort séu útrunnin eða muni renna út á meðan á dvölinni stendur. Til öryggis er alltaf gott að hafa með sér símanúmer og staðsetningu á sendiráði Islands í viðkomandi landi. Pakkaðu þeim meðölum sem þú þarft í handfarangur og vertu viss um að þú sért með nægar birgðir fyrir alla ferð- ina. Oft er gott að taka aukabirgðir með sem eru þá geymdar annars staðar, ef eitt- hvað skyldi koma upp á. Sjáðu til þess að heimili þitt sé öruggt áður en þú ferð út og að litið sé eftir því á meðan þú ert í burtu. Fáðu einhvern til að koma reglulega heim til þín til að tæma póstkassann og skilja eftir ljós á mismunandi stöðum í íbúðinni. Eins getur verið gagnlegt að fá nágrannann til að leggja bíl sínum í þitt stæði þannig að það sé reglulega einhver hreyfing í kringum húsið. Athugaðu að það tekur mun meiri tíma í dag að fara í gegnum öryggis- leit og annað á flugvöllum. Þetta á sérstak- lega við erlenda flugvelli. Þú þarft því að gefa þér góðan tíma á flugvellinum því þú mátt allt eins búast við því að þurfa bæði heimilisfangið þar sem þú munt gista 1 viðkomandi landi sem og heim- ilisfangið þitt hér á Islandi. Þetta ætti að geta komið í veg fyrir allan misskilning þannig að farangurinn fylgi þér alla leið út. Vertu vakandi fyrir því hverju þú pakkar niður þar sem ekki er leyfi- legt að taka allt með í flug. öryggis- reglum hefur verið breytt mikið upp á síð- kastið og það er óleyfilegt að taka marga eðlilega heimilishluti með sér í flug, til dæmis naglaþjöl og hnífapör. [afðu vegabréfið, flugmiðann og brottfararspjaldið þar sem auðvelt er að ná í það. Gefðu þér nægan tíma til að komast að brottfararhliðinu þar sem hætt er að hleypa inn í flugvélina tíu mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Merktu farangurinn þinn vel, bæði M fðast en ekki síst, góða skemmtun! að innan og utan. Gott er að skrifa |9 Ljósritaðu vegabréfið, kreditkortið, flugmiða og alla dagskrá sem þú þarft á að halda. Hafðu alltaf eitt afrit af hverju með þér og geymdu hitt afritið á öruggum stað. Þetta getur komið til góðs ef til dæmis vegabréftnu þínu er stolið. að standa í röð f 1-2 klukkutíma. Ef þú ert að ferðast með ung börn máttu búast við því að þurfa enn meiri tíma. Reyndu að troðfylla ekki handfar- angur þinn þar sem þá veitist ör- yggisvörðum erfiðara að fara í gegnum farangurinn auk þess sem það tekur lengri tíma. Reyndu ekki að sitja of lengi í einu í flugvélinni. Þegar það hentar skaltu standa upp og ganga um vélina, teygja hendur og fætur svo líðanin sé góð. Borðaðu eitthvað og passaðu þig á því að drekka vel. Þó skal áfengisneyslu stillt í hóf. Hvíldu þig og reyndu jafnvel að leggja þig ef þú getur. Svefn hjálpar líkam- anum að jafna sig á tímamismuninum og ferðalaginu sjálfu. Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is 5? Sm&iwt+i 46 £ • S. 567 1800 Flugfélög Verð British Airways 22.840 kr. meB sköttum lcelandair 25.730 kr. meö sköttum lcelandExpress 20.088 kr. meö sköttum Eins og sjá má býður IcelandExpress upp á ódýrasta fargjaldið en þar kostar ferð fram og til baka 20.088 krónur með sköttum. British Air- ways kemur fast á hæla IcelandEx- press þar sem farið kostar 22.840 krónur með sköttum. Icelandair rekur svo lestina þar sem far fram SAS Braathens 29.135 kr. með sköttum Það er heldur meiri munur á fargjald- inu til Noregs heldur en Bretlands. Munur á hæsta og lægsta verði er 9.855 krónur. Fargjald til Noregs hjá Icelandair kostar 38.990 krónur með sköttum og er því hærra en fargjald SAS Braathens til Noregs sem kostar 29.135 krónur með sköttum. svanhvit@bladid.net og SAS ódýrastir I ljósi þess að neytendur búa við aukinn valkost í utanlands- ferðum á íslandi er ekki galið að gera smá verðsamanburð. Ekki fljúga öll flugfélögin til sömu landa og því var brugðið á það ráð að bera saman þrjú flugfé- lög sem fljúga til London og tvö flugfélög sem fljúga til Noregs. Bent er á að hér er eingöngu um netverð að ræða og enginn grein- armunur er gerður á gæðum eða þjónustu. Það eru þrjú flugfélög af fjórum sem fljúga til Bretlands af þeim flug- félögum sem sinna íslandi. Það eru British Airways, Icelandair og Ice- landExpress. Þrátt fyrir að öll þessi flugfélög fljúgi til Bretlands þá lenda þau á sitt hvorum flugvellinum og þvi um mislangan veg að fara til höfuðborgarinnar, London. Þannig lendir British Airways á Gatwick flugvelli, Icelandair lendir á Heat- hrow og IcelandExpress lendir á Stansted. Heathrow er næst miðbæ London, um það bil korter með lest en það tekur tæplega klukkustund að fara með lest frá Gatwick sem og Stansted. Kannað var hvað kostar að fljúga til Bretlands þann 9. júní og komið heim til Islands þann 12. júní fyrir einn fullorðinn einstakling. Iceland Express@ ICELANDAIR S BRITISH AIRWAYS ^ [3 Braathens og til baka kostar 25.730 kr. með sköttum. Munurinn er þó ekki mik- ill heldur munar 5.642 krónum á hæsta og lægsta verði. Icelandairtæplega 10.000 krónum dýrari Það eru tvö flugfélög sem fljúga til Noregs, Icelandair og SAS Braat- hens. Bæði flugfélögin fljúga til Osló. Kannað var hvað kostar að fljúga til Osló frá fslandi þann 9. júní og koma heim þann 12. júní fyrir einn fullorðinn einstakling. Flugfélög Verð lcelandair 38.990 kr. með sköttum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.