blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 20
20 I MATUR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöið ONDVEGIS ELDHÚS RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Gleðilegt ár allir saman Þá ættu flestir að vera búnir að fá nóg af þungum, reyktum og matar- miklum steikum og er þá tilvalið að fara að skella sér á góða fiski- og grænmetisrétti. Nú fara allir í átak og eru með hin ýmsu áform og ég veit um marga sem ætla að breyta mataræðinu hjá sér á nýju ári, alla- vega svona fyrstu mánuðina. En það er bara gott mál og er ég þar engin undantekning en ég ætla einmitt að taka mig aðeins á, enda orðinn vel þéttur! Það er nú margt sem hægt er að gera í breytingum í matargerðinni til að gera hana mun heilsusamlegri en þar sem ég er nú engin næringa- fræðingur eða heilsugúru þá borgar sig nú að leita til slíkra sérfræðinga með einhverjar súperlausnir. En það sem ég ætla að gera fyrir sjálfan mig er að „REYNA“ að minnka smjörið, rjómann og allt feitt kjöt. Hugmyndin er að draga verulega úr neyslu á hvitu hveiti en þá virðast allar samlokurnar, pizzurnar, ham- borgararnir og allt það sem maður étur alla daga hverfa og maður hefur það á tilfinningunni að maður sé að fara í matareinangrun hjá megrunar- lögguni. En þetta á vist ekki að þurfa að vera svona slæmt segja þeir sem reynsluna hafa. Ég fór því aðeins að spá í hvað mér finnst gott sem ekki inniheldur mikið af því sem var talið hérna upp að ofan og þá dettur mér Sœt og liúffeng hollusta Það sem einkennir byrjun hvers árs er jafnan hollustan og loforð um breytt líferni. Flestir lofa sjálfum sér breyttum siðum um áramót, minna át, meiri hreyf- ing, ekkert snakk, skyndibiti eða önnur óhollusta. Skyndibita- staðir og samlokuframleiðendur finna fyrir samdrætti í sölu en grænmeti og ávextir detta sífellt oftar ofan í innkaupakörfur land- ans. Líkamsræktarstöðvar fyllast og vart er hægt að stíga niður fæti þar í janúar og febrúar. Þetta breytta hugarfar helst jafnan í örfáa mánuði en þegar sumra tekur fellur fólk í gamlar gildrur. Blaðið styður hollustu heils hugar og fann til nokkra mola um hvernig megi borða hollt. • Hugarfarið skiptir öllu máli. Oft erum við búin að ákveða að allt hollt sé vont og það er erfitt að breyta slíkum hugsunarhætti. Eins heyrist oft að fólk fái leið á að borða hollt endalaust en af hverju ætti það þá ekki líka að fá leið á öllu hamborgurunum, pizzunum og brauðmetinu. Ef fólk leggur sig fram þá er í raun einfaldara að hafa fjölbreyttan matseðil ef ein- blínt er á hollan mat í stað óholls. Hugsaðu um hvað þér á eftir að líða betur og hvað kílóin eiga eftir að fjúka eftir nokkrar vikur. Slepptu neikvæðum hugsunum, þær draga þig bara niður. • Slepptu alveg hvítum sykri. Blóð- sykurinn fer upp úr öllu valdi og það er erfitt að halda honum í jafnvægi út daginn. Smá hvítur sykur kallar á meiri hvítan sykur og áður en þú veist af er hollustan flogin út um gluggann. • Ef þú ert að elda eftir uppskriftum þá er oft einfalt að breyta þeim þannig að þær verði mun hollari. Settu til dæmis sýrðan rjóma í staðinn fyrir majónes, vatn í stað mjólkur, sætuefni i stað sykurs, rjómadropa í stað raunverulegs rjóma og svo framvegis. Mögu- leikarnir eru óendanlegir, notaðu ímyndunaraflið. • Gamlalummanumaðaukaneyslu ávaxta og grænmetis stendur alltaf fyrir sínu en það er óþarfi að einblína bara á appelsínur og epli. Grænmetisborð verslana er mjög í hug hellingur af fiski og skelfiski með einhverjum olíu-ediksósum og fullt af grænmeti með hvítlauk og kryddjurtum. Allt í lagi, kannski aðeins meiri vinna heldur en að setja samloku í grillið eða panta pizzuna en ég held að það gæti bara verið nokkuð krefjandi áskorun. Ég ætla því að láta fylga með uppskrift af einni af mínum uppáhaldssósum með fiski eða grænmeti en í raun er ekkert mál að útbúa hana. Ég ber hana fram með ofnbökuðum þorsk- hnakka þar sem ég bara roð- og bein- hreinsa fiskinn, velti honum upp úr ólífuolíu og krydda með salti og pipar, einum krömdum hvítlauks- geira og smá safa úr sítrónu. Þorsk- urinn er þá settur inn í 200 gráðu heitan ofn í u.þ.b. 14 mínútur eða þar til hann losnar í flögur þegar maður ýtir ofan á hann. Grænmetis- og möndlusósa 2 msk möndluflögur (ristaðar á þurri pönnu þar til þær verða Ijósbrúnar) 1 stk hvítlauksgeiri 2 dl ólífuolia 1 stk rauð paprika skorin f litla bita 2 stk tómatar skornir f iitla bita 1 mskkapers 2 msk rauðvfnsedik 1 msk söxuð steinselja safi úr hálfri sítrónu salt og pipar Maukið möndlurnar, hvítlaukinn og ólífuolíuna vel saman með rafmagns- blandara. Síðan er öllu blandað vel saman og smakkað til með salti og pipar, látið standa í lágmark klukku- stund fýrir notkun. Kveðja, Raggi i Kaffi mánaðarins Janúar-2006 fjölbreytilegt og það er til enda- laust af framandi ávöxtum. Það ætti því að vera lítið mál að breyta sífellt til og njóta hvers dags sem er fullur af nýjungum. • Margir sem hafa vanið sig á að borða sætindi á kvöldin eiga erfitt með að venja sig af því þegar nýir lífshættir taka við. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að fá sér góð- meti á kvöldin sem er samt hollt. Settu alls kyns ber, létt-vanillujóg- úrt og sætuefni í blandarann og úr verður dýrindis ábætir. Skerðu epli í þita, settu í eldfast mót með fullt af kanil og hitaðu upp. Borð- ist heitt með sýrðum rjóma. Svo er meira segja hægt að kaupa ísvél og búa sér til hollan ís á hverju kvöldi, jafnvel með heitri súkkulaðisósu. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, meira að segja að borða sæta og ljúffenga hollustu. • Slepptu öllu kryddi með MSG og hinum og þessum E-efnum. svanhvit@bladid.net Kenya AA Extra Fancy Kaffihús: Laugavegi 24 Smáralind Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri Kenya kaffi er næstum allt ræktað í 1500 - 2100 m hæð. Kaffiiðnaðurinn í Kenya er tekinn mjög alvarlega og bannað er með lögum að eyðileggja kaffitré. Ein allra besta kaffitegundin í Kenya er AA Extra r- u H. í r

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.