blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöiö Furstinn af Dubai látinn Sheikh Maktoum bin Rashid al-Maktoum, fursti af Dubai og for- sætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, lést snemma í gær í Ástralíu. Sheikh Maktoum, sem var hálfsjötugur, hafði verið veill fyrir hjarta. Bróðir hans Sheikh Mo- hammed bin Rashid al-Maktoum, varnarmálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur tekið við sem leiðtogi Dubai. Sala eykst á spar- ney tnum bílum Bílaframleiðendur um heim allan spá því að sala á ódýrum og sparneytnum bílum verði meiri en sala á pallbílum, jeppum og eðalbilum á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í niðurstöðum árlegrar könnunar sem birt var í gær. Ennfremur er fyrirséð aukning í sölu bíla sem geta gengið fyrir tveimur orkugjöfum, til að mynda telja nærri 90% þátttakenda að bílar sem geta gengið fyrir bensíni og rafmagni muni auka hlut sinn á markaðinum. Þessi spá þykir endurspegla auknar áhyggjur fólks af hækkandi verði á eldsneyti. Umdeilt umferðargjald í Stokkhólmi Mannskæð aurskriða á Indónesíu Óttast er um lífallt að 200 manns. Fjölmargra er saknað eftirflóð og aurskriður víðar á eyjunni auk þess sem samgöngumannvirki hafa eyðilagst. Lögregla t ísrael rannsakar tölvugögn: Spillingarmál skekja Sharon-fjölskylduna JoeTallman, slökkviliðsstjóri, staðfestir að 12 námaverkamenn hafi látið lífið. Gleði snerist í sorg Aðeins einn af 13 námaverka- mönnum sem festust i kolanámu f Vestur-Virginíu komst lffs af. Áður hafði verið tilkynnt að aðeins einn mannanna hefði farist og voru aðstandendur búnir að fagna björgun þeirra í um þrjá tíma áður en sannleikurinn kom í ljós. Misskilningur virðist hafa komið upp á milli björgunarmanna niðri í námunni og stjórnstöðvar ofanjarðar sem síðan barst út. Sá eini sem komst lífs af var 27 ára gamall maður að nafni Randal McCloy. Hann var þó enn í lífshættu þegar hann var lagður meðvitund- arlaus inn á sjúkrahús í gærmorgun. Þrátt fyrir að mikið magn kolsýr- ings hefði mælst í námunni varð efnisins ekki vart í líkama hans. Námumennirnir höfðu setið fastir á tæplega 80 metra dýpi síðan náman lokaðist í kjölfar öflugrar sprengingar snemma á mánudag. Sheikh Maktoum fursti af Dubai trúar borgarinnar vara þó við því að fyrst reyni á kerfið á mánudag þegar flestir Svíar snúi aftur til skóla og vinnu eftir jóla- og nýársfrí. Bifreiðaeigendur æfir Tveir af hverjum þremur íbúum Stokkhólms eru mótfallnir gjaldinu en þeir sem standa að því segja að ekki verði hjá því komist í ljósi auk- innar umferðar og mengunar. Með gjaldtökunni fylgir Stokkhólmur í fótspor London, ðsló og Singapúr. Gjaldtökunni verður aflétt í lok júlí og síðan munu borgarbúar greiða atkvæði um hvort þeir vilji áframhaldandi gjaldtöku. Græningjar eru öflugustu stuðn- ingsmenn verkefnisins sem fóru fram á að því yrði hleypt af stokk- unum gegn því að flokkurinn myndi styðja minnihlutastjórn Jafn- aðarmanna. Samtökbifreiðaeigenda í Svíþjóð hafa aftur á móti harðlega Borgaryfirvöld í Stokkhólmi vonast til að stemma stigu við síaukinni umferð með gjald- tökunni. Myndin er ekki frá Stokkhólmi. gagnrýnt verkefnið og kallað það „árás á lýðræðið." Aðrir gagnrýn- endur segja að gjaldið sé of hátt og það komi helst niður á fólki sem þarf að ferðast til og frá úthverfunum. Óttast er að allt að 200 manns hafi farist eftir að aurskriða lenti á um 120 húsum í þorpinu Cijeruk á Jövu. Um 150 lögreglumenn og her- menn leituðu að eftirlifendum í gær. Níu manns fundust á lífi í rúst- unum í gærmorgun en létust síðar af meiðslum sínum á sjúkrahúsi. Aur- skriðan skall á húsunum klukkan 5 að morgni í kjölfar mikilla rigninga. Flestir íbúa þorpsins voru í fasta- svefni eða við morgunbænir þegar harmleikurinn átti sér stað. Björgunarmenn þurftu að beita handafli, skóflum og hökum við leit- ina. Vegurinn til þorpsins er í slæmu ástandi sem gerir mönnum erfitt um vik að koma umfangsmeiri björgun- arbúnaði á staðinn. Björgunarmenn leituðu einnig fórnarlamba eftir fleiri aurskriður og flóð sem áttu sér stað fyrr í vikunni austar á Jövu. Að minnsta kosti 63 fórust í þeim ham- förum og fjölmargra er enn saknað. Aur og vatn hafa ennfremur eyðilagt brýr og vegi í Jember-héraði og lokað leiðum til þorpa. Aurskriður eru ekki óalgengar á þessum slóðum á meðan á regntíma- bilinu stendur en þær hafa yfirleitt verið mun minni en sú sem átti sér stað í gær. Kona situr vifi rústir hússins síns sem varfi fyrir öflugri aurskriðu í fjallaþorpinu Cijeruk á eyjunni Jövu á Indónesíu. Ökumenn sem koma til borgarinnar eðayfirgefa hana þurfa að greiða gjald nœstu sjö mán- uði. Tveir afhverjum þremur íbúum eru á móti gjaldtökunni. Borgaryfirvöld vonast til að stemma stigu við aukinni umferð og mengun með þessum hœtti. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi hafa gripið til þess ráðs að innheimta gjald af ökumönnum sem koma til borgarinnar eða yfirgefa hana á vissu tímabili sólarhringsins. Öku- menn munu þurfa að reiða fram 10-20 sænskar krónur (800-1600 íslenskar krónur) í hvert sinn en upphæð gjaldsins fer eftir þvi á hvaða tíma dags þeir eru á ferð. Ekki verður þó hægt að rukka sama ökumann um meira en 60 sænskar krónur á einum degi. Um er að ræða tilraunaverkefni til sjö mánaða. Tekjur af gjaldtökunni verða nýttar til fjárfestinga í almennings- samgöngum. Ferðum strætisvagna og neðanjarðarlesta hefur verið fjölgað til að anna aukinni eftir- spurn en vonast er til að draga muni úr umferð í borginni um 10-15%. Umferð í borginni virtist ganga vel fyrir sig á þriðjudag fyrsta dag- inn sem gjaldið var innheimt. Full- Lögregla í ísrael mun rannsaka tölvu- gögn sem hún telur að muni leiða í ljós að fjölskylda Ariels Sharon, for- sætisráðherra, hafi þegið um þrjár milljónir Bandaríkjadala (um 186 milljónir íslenskra króna) í mútur. Lögreglan hefur staðfest að hún hafi lagt hald á fartölvur og farsíma í Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is r ^klcuttanÁcuLurUHH, Sm(i jtnK+i 46 £ • ifutv+i S. 567 1800 eigu fjölskyldu austuríska fjármála- mannsins Martin Schlaff í húsleit í desember. Þeir sem vinna að rannsókninni telja að ný sönnunargögn muni gera þeim kleift að halda áfram rann- sókn sem staðið hefur lengi á spill- ingarhneyksli sem snýst um ólögleg framlög í kosningasjóði fyrir kosn- ingarnar árið 1999. Fram að þessu hefur lögregla ekki getað kannað gögnin vegna þess að bróðir Schlaffs, James Schlaff, fór fram á að lögbann yrði sett á þau. Hann hefur nú fallið frá þeirri kröfu og ætti lögregla því að fá aðgang að þeim á næstu dögum. Omri Sharon, sonur forsætisráð- herrans, sagði í fyrradag af sér þing- mennsku en hann játaði í nóvember að hafa brotið lög um fjármögnun stjórnmálaflokka og á yfir höfði sér dóm fyrir meinsæri og skjalafals. Feðgarnir Ariel og Omri Sharon stinga saman nefjum. Omri sagfii 1 fyrradag af sér þingmennsku vegna ásakana um ólög- lega fjármögnun stjórnmálaflokka.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.