blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöiö Gengisþróun: Landsbankinn spáir niðursveiflu krónunnar Mikill viðskiptahalli mun veikja krónuna á þessu ári. Kólnun áfasteignamarkaði gœti komið í vegfyrirfrekari verðbólgu. Gengi krónunnar mun veikjast tölu- vert á árinu samkvæmt spá Grein- ingardeildar Landsbankans. Helstu ástæður er aukinn viðskiptahalli samfara mikilli neyslu á síðasta ári sem og minnkandi áhrif frá stór- iðjuframkvæmdum. Þá er enn óvíst hversu mikil áhrif vaxtahækkanir Seðlabankans munu hafa á þróun gengisins. Mikill viðskiptahalli Samkvæmt spá Greiningardeildar Landsbankans er því styrkingarferli krónunnar sem hófst við upphaf stór- iðjuframkvæmda árið 2002 lokið. I raun segir bankinn að þessi við- snúningur hafi byrjað í nóvember á síðasta ári en frá þeim tímapunkti hefur krónan verið smám saman að veikjast. I heild styrktist krónan um 7,2% á síðasta ári en á fyrsta viðskiptadegi þessa árs veiktist hún aftur á móti um 0,05%. Gríðarlegur viðskiptahalli einkenndi síðasta ár og stóð heildarviðskiptahalli við útlönd í rúmum 88 milljörðum í nóvembermánuði. Á sama tímabili árið 2004 var hann 30 milljarðar. Þá koma einnig til endurgreiðslur upp á 40 milljarða í septembermánuði á er- lendum skuldabréfalánum sem gæti haft mikið að segja um gengisþróun. Samkvæmt Greiningardeildinni eru líklegar vaxtahækkanir Seðlabank- ans sem og áframhaldandi útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum það helsta sem gæti hindrað þessa þróun. Óumflýjanleg þróun Björn Rúnar Guðmundsson hjá Greiningardeild Landsbankans segir þessa spá alls ekki neikvæða þar sem gert er ráð fyrir að gengið muni veikj- ast með rólegum hætti yfir árið. „Ef þetta gerist með þeim hætti sem við reiknum með þá er þetta frekar hag- stæð þróun. Það eru alltaf sveiflur í genginu en þessi þróun er tiltölu- lega róleg leið til baka. Það er frekar jákvæð niðurstaða ef hún gengur eftir.“ Björn segir erfitt að meta ná- kvæmlega áhrif þessarar gengislækk- unar á verðbólgu en minni þensla á fasteignamarkaði muni vega þar á móti. „Við eigum von á því að verð- bólgan haldist ekki langt frá því sem hún er í dag og það eru þarna þættir sem vega hver á móti öðrum. Við gerum t.d. ráð fyrir því að þessi húsnæðisverðbólga sem hefur verið að keyra áfram verðbólguna núna undanfarin ár muni hjaðna og vega á móti veikingu krónunnar.“ Björn telur þó veikingu krónunnar óum- flýjanlega og til skamms tíma muni gæta einhverra verðbólguáhrifa. „Til skamms tíma þá erum við að tala um áframhaldandi verðbólgu töluvert yfir verðbólgumarkmiðum í kringum 4%. Það dregur úr kaup- mætti fólks sem kemur illa út fyrir suma en á móti kemur að ef þessi þensla heldur áfram og gengisstyrk- ingin verður ennþá meiri en hún hefur þegar orðið þá er það bara að- lögun sem þarf að eiga sér stað síðar. Spurningin er bara hvenær þessi þróun kemur fram því það er deg- inum Ijósara að fyrr eða síðar hlýtur krónan að veikjast.“ ■ Kópavogur: Foreldrafélög íhuga framboð Foreldrafélög á leikskólum í Kópa- vogi íhuga jafnvel að bjóða fram sér- lista í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum ef ekki tekst að finna lausn á vanda leikskóla þar í bæ. Um áramótin sögðu um 60 starfsmenn á leikskólum i Kópavogi upp starfi sínu og nokkuð hefur verið um upp- sagnir síðan þá. Mikil reiði er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi og saka þau bæjaryfirvöld um áhuga- leysi á því að finna lausn á málinu. fyrir 4 til 6 kr. 2.490 ClUfZ110£SUB HMHH...GLÓDAÐUR Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 Slökkviliðið: Reykur í Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgar- svæðinu var kallað út í gærmorgun þegar reykur gaus upp úr eiming- artæki í efnamóttökustöð Sorpu í Gufunesi í gærmorgun. Óttast var í fyrstu að eldur hefði brotist út. Fjórir bílar ræstir út Starfsmenn efnamóttökunnar urðu varir við reykinn laust fyrir klukkan níu í gærmorgun og var slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gert viðvart. Þrír slökkviliðsbílar ásamt sérstökum efnahreinsibíl voru ræstir út en þegar fyrsti bíll kom á staðinn var ljóst að hættan var mun minni en menn höfðu gert ráð fyrir í fyrstu. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lagði mikinn reyk frá eimingartæki sem staðsett er inn í efnamóttöku- stöðinni en enginn eldur var sjáan- legur. Því voru tveir slökkviliðsbílar ásamt hreinsibílnum afturkallaðir en einn bíll hafður á staðnum til vöktunar. Að sögn slökkviliðsins er ekki hafður meiri viðbúnaður vegna elds í efnamóttökunni frekar en á öðrum stöðum og þá ekki talið að hættulegri eiturgufur myndist við eld á þessum stað en við venju- legan bruna. * * * | ■ * * * Hætjum SAMAN* * * kk 'J' ' IVOHfclL S.IS IOI) Viltu hætta að reykja? Reyksíminn Ókeypis aðstoð 800 6030 efnamóttökunni Orkla Media: Dagsbrún vill kaupa Miklll viðbúnaður var hjá slökkvíliðinu í gærmorgun þar sem óttast var BMiö/SteinarHugi að eldur hefði brotist út I efnamóttökunni í Gufunesi. Engin slys á mönnum Efnamóttakan í Gufunesi hefur verið starfrækt síðan 1998 og er þar unnið að eyðingu hvers konar spilliefna m.a. rafgeyma, olíu, máln- ingar og leysiefna svo fáein dæmi séu nefnd. Að sögn Einars Gunn- laugssonar, verkstjóra efnamóttök- unnar, var verið að eima málning- arefni þegar vélin ofhitnaði með fyrrgreindum afleiðingum. Engin slys urðu á mönnum en starfsmenn efnamóttökunnar náðu að slökkva á tækinu áður en slökkviliðið mætti á staðinn. „Þetta hefur aldrei gerst hjá okkur áður en ég veit að þetta hefur gerst í svipuðum vélum ann- ars staðar.“ ■ Norska fjölmiðlafyrirtækið Orkla Media, sem m.a. gefur út dagblaðið Berlingske Tidende, hafði samband við Dagsbrún til að kanna áhuga þeirra á kaupum. Þetta kom fram í dönskum íjölmiðlum í gær. Nokkuð hefur verið fjallað um meintan áhuga Dagsbrúnar á Orkla en fýrirtækið hefur verið til sölu um nokkurt skeið. I fréttum danskra fjöl- miðla er haft eftir heimildarmanni að Dagsbrún hafi áhuga á að festa kaup á Orkla en fyrirtækið hefur verið metið á um 80 til 90 milljarða. Gámaþjónustan: Tæma ruslagáma Allir ruslagámar Gámaþjónustunnar hf. á höfuðborgarsvæðinu verða tæmdir fyrir kvöld þrettándans til að koma í veg fyrir íkveikjur. Á sumum stöðum verða gámarnir fjar- lægðir. Tjón vegna skemmda hefur verið töluvert undanfarin ár og því er gripið til þessara ráðstafana nú. Útsölurnar í fullum gangi Eftir að hafa eytt meiri fjárhæðum í jólagjafir í desember en dæmi eru um síðan mælingar hófust, láta Islendingar ekki deigan síga og hópast á útsölurnar í janúar. Sennilega er fólk að kaupa sér það sem það óskaði sér í jólapakk- anum en fékk ekki. Útsölur eru víða hafnar og strax hafa myndast biðraðir eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í Smáralind.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.