blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 18
18 I BÖRN OG UPPELDZ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöið Englakórinn Ómur fallegra bamaradda Á laugardögum berst um Hamra- borgina ómur englaradda. Engla- kórinn hittist einu sinni í viku, í Tónlistarskóla Kópavogs, en það er hópur barna á aldrinum þriggja til sex ára. Stjórnandi og stofnandi smábarnakórsins er Natalía Chow en hann hefur verið starfandi frá því á haustdögum árið 2003. Englakórinn er hópur barna á aldrinum þriggja til sex ára. Verndum bernskuna Munum aö rækta okkur sjálf Verkefnið Verndum bernskuna sem hófst í haust er enn í fullum gangi enda sérstaklega mikilvægt verkefni. Flestir foreldrar kann- ast við fallegan bækling sem var sendur heim og hafði að geyma tíu heilræði til handa foreldrum og uppalendum. Heilræði þessa mánaðar er: Munum að rækta okkur sjálf. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, verkefnastjóri Verndum bernsk- una, segir að verkefnið verði kynnt fyrstu helgina í janúar, enda sé allt að fara í gang eftir hátíðarnar. „Við komum til með að leggja áherslu á þetta heilræði og það verður meðal annars gert inn á vefsíðunni www. verndumbernskuna.is. Við ætlum að leggja áherslu á að foreldrar hugi að kollinum á sér, sambandinu og sjálfum sér og munum meðal ann- ars benda á samskiptanámskeið sem verða hjá kirkjunni.“ Foreldrum finnst gott aðfábankíbakið Ásta segir að verkefninu hafi verið tekið mjög vel og foreldrar séu þakk- látir fyrir heilræðin. „Foreldrar sem eru að standa sig ágætlega finnst stundum gott að fá bank i bakið, þetta virkar helst þannig held ég. Það er náttúrulega alltaf ákveðinn hópur sem er erfitt að ná til og við komum ekki til með að ná til með svona átaki en við náum kannski til fólksins sem er að vinna með þeim, starfsmenn leikskóla, heilbrigðis- stofnana og svo framvegis.“ svanhvit@bladid.net 'úmsrufWfíHúsio Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid Natalía Chow, kórstjóri. Natalia, sem er með mastersgráðu í tónmennt frá Reading háskóla auk einsöngsprófs og leikur á orgel, starfaði lengi með barnakórum í Hong Kong en hún hefur verið bú- sett hér á landi í þrettán ár. „Þegar yngri dóttir mín varð þriggja ára langaði mig til að kenna henni tón- list en þá vantaði hana hóp til að vinna með. Hér á landi var enginn slikur hópur starfandi svo ég sá að best yrði að stofna kór sem kæmi á fleiri börnum vel,“ segir Natalía. kórstarfinu kennir Natalía börn- unum að anda rétt, að syngja skala auk þess sem þau læra að lesa nótur. ,Börnin í kórnum eru orðin læs á nótur áður en þau lesa stafrófið og þessum börnum farnast mjög vel i tónmennt í grunnskólunum." Tónlist, myndir og sögur I kórastarfinu læra börnin öguð vinnubrögð og þjálfast í að halda athyglinni í lengri tíma. Þau læra að fylgjast með stjórnandanum, að sitja, standa og syngja á réttum tíma og þau læra að meta klassíska tónlist. Natalía spilar ýmsa tónlist fyrir börnin og sýnir þeim margar myndir.„Ég sýni þeim margar myndir og segi þeim sögur og þau læra að hafa tilfinningu fyrir tón- listinni og hvað hún segir þeim. Þau hlusta til dæmis á Pétur og úlfinn og ýmislegt fleira og þetta gengur mjög vel. Það eru talsvert agðari vinnu- brögð í kórnum heldur en börn eiga að venjast á leikskólum." Sungið á mörgum tungumálum I Englakórnum eru börn alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu. „Börnin koma úr öllum áttum, frá Reykja- vík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og nokkur hafa jafnvel komið frá Vogum,“ segir Natalía. Efnisval kórsins er að sjálfsögðu ýmis barna- lög: „Við syngjum þekkt barnalög alls staðar að úr heiminum. Aðal- lega er sungið á íslensku en einnig læra börnin að syngja lög á frönsku, þýsku, ensku, spænsku og ég hef einnig kennt þeim lög á kínversku. Það gengur mjög vel því börn á þessum aldri eiga auðvelt með að læra. Með lögunum læra börnin hreyfingar og læra að skilja um hvað þau eru að syngja.“ Englakórnum er skipt í tvo hópa, byrjendahóp barna á aldrinum þriggja til fjögurra ára og svo er eldri hópurinn frá fjögurra til sex ára. I hvorum hópi eru tuttugu börn. ,Það gengur ekki að vera með færri börn í kórnum en hámarkið er um tuttugu og fimm börn. Hingað til hafa allir komist að sem vilja,“ bætir Natalía við að lokum. Foreldrar œfa samhliöa börnum í Hreyfilandi Mikilvœgt að fjölskyldan leiki sér saman BlaÓiÖ/Frikki Líkamsræktarstöðin Hreyfiland við Stangarhyl er nokkuð ólík öðrum slíkum stöðvum. 1 stað dynjandi bassaslaga og ógrynni sjónvarps- skjáa er í Hreyfilandi að finna róandi mjúka liti í innréttingum og afslappað umhverfi. Hreyfiland hefur nefnilega að markmiði að vera fjölskyldu- og barnvæn líkams- ræktarstöð og því er þar kappkostað að öll umgjörð. og uppbygging sé til þess fallin að ungabörnum líði þar vel. Krisztina G. Agueda rekur Hreyfiland og hefur gert frá árinu 2003. „Við höfum hér reynt að búa til öruggt og afslappað umhverfi þar sem foreldrar og börn geta átt góðar stundir saman, leikið sér og haft gaman. Hér er allt mjúkt og bólstrað og við höfum nóg af leikföngum og alla aðstöðu sem ungabörn þurfa,“ segir Krisztina, sem er ungversk að uppruna en hefur búið hér á landi síðustu sex árin. í Hreyfilandi er sem sagt lögð áhersla á að þjónusta fjölskyldur og verðandi mæður og boðið upp á ýmis námskeið í því skyni. Mæðra- fimi, meðgöngujóga og bumbufimi eru meðal þess sem í boði er fyrir mæðurnar, en börnin geta sótt svo- kallaða snillingafimi, hreyfifimi þá eða grunnþjálfun, allt eftir aldri og aðstæðum. Börnin eru ekki geymd í sjónvarpsherbergjum meðan foreldr- arnir iðka líkamsþjálfun, heldur eru þau með í herberginu og taka jafnvel virkan þátt í því sem fram fer. Dæmi má taka af mæðrafiminni, en í henni stunda nýbakaðar mæður sérsniðna leikfimi meðan börnin jafnvel sofa til hliðanna. Því má sjá að ekki er fyrir látunum að fara. „Eldri krakkarnir æfa svo með foreldrum sínum. Þau hlaupa um, syngja, dansa og fara í kollhnís. Samt er þetta fullgild likamsþjálfun sem tekur á og skilar árangri. Hvað krakkana varðar er miðað við að örva eðlilegan hreyfiþroska þeirra, rúmskyn og málþroska, vekja með þeim ákveðna likamsvitund. Það er mikilvægt á þessum timum að fjölskyldan verji tíma saman og viðskiptavinir okkar virðast vera á sama máli,“ segir Krisztina, en á hreyfiland.is má fræðast nánar um starfsemi stöðvarinnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.