blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 23
blaðiö FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006
99.......................................
Sem krakki var ég alltafað fara í einhverja bún-
inga, setja á mig hárkollur og vildi alltafvera
að koma fram. Þetta var annað hvort þannig að
maður var að þreyta fólk eða gleðja það með
því að pína það til að horfa á sig í veislum
að fólk taki þessu bara mjög vel og
áhyggjur manns eru því léttvægar.
Svo eru einnig dæmi þess að frægt
fólk sé móðgað ef það er ekki með,
þannig að það er allt til í þessu!“
Nú eru bæði móðir þín ogfaðir þjóð-
þekktir leikararhér álandi. Rannþér
blóðið til skyldunnar að leggja stund
á leiklistarnám eða hefur áhuginn
verið til staðarfrá unga aldri?
„Ég bara gat ekki neitt annað. Þar
sem hvorug systra minna fór í þetta,
önnur hjúkka og hin í fiskiiðnaði,
gat ég ekki annað. Það var einhver
þörf sem braust innra með mér.
Maður var stanslaust að vesenast í
þessu sem krakki og því kom ekk-
ert annað til greina. En auðvitað er
þetta ekki bara spurning um það
að hafa verið mikið að horfa á mig
grína eitthvað í speglinum eða þrá
að vera þekktur - þetta snýst um að
leggja ást í það sem maður vill gera
og gera það vel með metnaði sem til
þarf.“
Ertu ekki athyglissjúkur að einhverju
leyti?
„Jú, alveg þvílíkt athyglissjúkur og
hef verið það frá blautu barnsbeini.
Sem krakki var ég alltaf að fara í
einhverja búninga, setja á mig hár-
kollur og vildi alltaf vera að koma
fram. Þetta var annað hvort þannig
að maður var að þreyta fólk eða
gleðja það með því að pína það til að
horfa á sig í veislum. Það var bara
gert með góðu eða illu.“
Mikið hlegið á heimilinu
Það liggur beinast við að inna eftir
upplýsingum um heimilislíf Björg-
vins á hans yngri árum, en gera má
ráð fyrir að mikið hafi verið hlegið
ef tekið er mið af leiklistarbakteríu
foreldranna.
„Jájájá, mikið hlegið og eftir því
sem tíminn líður er eiginlega meira
hlegið þó svo að við búum ekki
saman. Þetta er náttúrulega samt
ekki eins og margir halda, við erum
eins og venjulegar fjölskyldur og
tökum á alvarlegum málefnum
líka. Ég var stundum spurður að
því hvort það væri ekki hrikalega
gaman alltaf í minni fjölskyldu,
vegna mömmu og pabba. Auðvitað
vorum við og erum líka eðlileg. Ég
get samt sagt án þess að blikna að
það hefur alla tíð verið mjög gaman
hjá okkur."
Hafa þau ekki kennt þér ýmislegt
varðandi leiklistina?
„Jú, ég lærði mikið á því að horfa
á pabba til dæmis undirbúa sig í
hinum ýmsu gervum. Ég var alinn
upp við mikilvægi þess að und-
irbúa sig vel, læra textana vel og
sinna þessu af alúð. Maður reynir
í kjölfarið að fylgja þessu og skila
hlutunum vel frá sér. Frá mömmu
og pabba lærði ég líka svona alvöru
ástríðu fyrir leiklistinni og því að
vera trúr sjálfum mér,“ segir hann.
Björgvin bætir við að hann hafi
verið mikið spurður um fjölskyld-
una upp á síðkastið sökum skilnaðar
foreldranna.
„Fólk spyr mikið um skilnað
mömmu og pabba, en ég svo sem
þoli alveg spurningaflóðið. Vinir
mínir og konan eru reyndar frekar
spurð varðandi stöðuna, en ég ívið
sjaldnar. Ég er reyndar lítið fyrir
að tjá mig um þeirra líf í þessu sam-
hengi - fólk verður bara að spyrja
þau, en ég get svarað því hreint út
að það eru mitt fólki er allt sátt og
svakalega glatt. Þau búa ekki saman
en verja tíma saman og eru bæði
glöð. Ég á mjög gott samband við for-
eldra mína, en það er að mínu mati
mjög eftirsóknarvert. Það er gríðar-
lega mikilvægt fyrir t.d. ungt fólk
að vera i nánum samskiptum við
foreldrana og það jafnast eiginlega
ekkert á við það.“
Hvernig er annars með líf þitt utan
leiklistarinnar?
„Ég á konu og barn, Eddu Lovísu
Björgvinsdóttur - alnöfnu ömmu
sinnar. Reyndar erum við kærastan
ekki gift, en að mínu mati er það nú
frekar svona formsatriði. Við erum
eiginlega gift en eigum eftir að fara
upp að altarinu og halda veisluna og
allt það,“ segir Björgvin og skellir
upp úr.
„Báðar fylgjast þær vel með og
það var sérstaklega gaman að þeirri
litlu, sem er á fimmta ári, þegar hún
horfði á pabba sinn í sjónvarpinu á
gamlárskvöld. Hún var ekki alveg
að fatta þetta og var voðalega sár
þegar hún sá mig og frændfólk sitt
í sjónvarpinu án hennar - hún vildi
auðvitað vera með líka og fannst að
sér vegið! Svo fannst henni rosalega
skrítið þegar allir voru að hlæja að
pabba hennar þegar hann steig á
stokk og hún eiginlega varð hálf-
móðguð. Það má auðvitað enginn
hlæja að pabba,“ segir Björgvin að
lokum áður en hann hélt í seinni
lotu æfinganna.
halldora@bladid.net
HYTT AR,
BETRI KPOPPUR!
NAMSKEIÐ
hefjast 9. janúar nk
Skráning er hafin í síma 5615100 og með tölvupósti simi@isf.is
baðhúsið VoA
o9Évo&v°r
WstP
BETRUNARHUSIÐ
ÞREKHUSIÐ
SPORTHUSIÐ
AFLHUSIÐ
sjá heimilisförtg allra stöðva isf á www.isf.is
VERÐ