blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 33

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 33
blaðiö FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MENNING I 33 Vetrardrottningin er falleg og skrautbúin og heimsækir Rússa um jól. Rússneskt jólaball i janúar Dagskrá vetrarstarfs MÍR, félags um menningartengsl Islands og Rússlands, hefst með jólaballi næstkomandi laugardag í nýju húsnæði félagsins að Hverfisgötu 105. Söfnuður rússnesku rétttrúnað- arkirkjunnar býður hinum ramm- rússneska jólasveini, Frosta afa, og Snædrottningunni í heimsókn og dansað verður í kringum jólatré við undirleik harmonikku. Einnig verða dansaðir þjóðdansar og sýnd skemmtiatriði auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar. Frosti og Vetrardrottningin eiga uppruna sinn að rekja til þjóðsagn- ararfs Rússa en þau skötuhjúin koma frá túndrunum í Norður Síb- eríu. Þetta er fallegt og skrautbúið fólk sem færir góðum börnum gjafir líkt og sveinar þeir sem við Islendingar kennum við jólin. „Á samkomuna kemur einnig prestur frá rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni sem hefur dvalist hér á annað ár til að þjóna þessum söfnuði hér á landi sem telur á milli 200-300 manns,“ segir Haukur Hauksson, félagsmaður í MlR. Hann segir rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjuna hafa eflst mjög eftir fall kommúnismans í Austur-Evrópu og það hafi styrkt menningarsamskipti á milli Islands og Rússlands. Á öðrum tíma Rétttrúnaðarkirkjan er sterkasta kirkjudeildin í Rússlandi, Úkraínu, Búlgaríu, Serbíu, Grikklandi og víðar og eru jólin þeirra helsta trúarhátíð. Rétttrúnaðarkirkjan fer eftir júlí- anska tímatalinu en það er tveimur vikum á eftir gregoríanska tímatal- inu, sem er það tímatal sem flestar vestrænar þjóðir miða við í dag. Það dagatal byggir þó á júlíanska tíma- talinu sem kennt er við Júlíus Sesar. Júlíusar tímatalið má rekja til árs- ins 50 fyrir fæðingu Krists. Júlíus Sesar bað prest um að hanna nýtt tímatal vegna þess að tímatal þess tíma þótti ónákvæmt en það var 11 mínútum og 14 sekúndum of langt. Þetta samsvaraði einum aukadegi á 128 ára fresti. Þessi mismunur var jafnaður út á 16. öld þegar páfinn Gregor þrettándi gerði rannsókn á þessum mismun og kom í kjölfarið með það tímatal sem við þekkjum í dag en skekkjan sem þá var orðin var leiðrétt með ólíkum hætti eftir löndum. Þetta er ein af ástæðum þess að nýtt ár ber upp á ólíkum tíma eftir kirkjudeildum. Frosti afi ergreini- lega skyldmenni íslensku jólasvein- anna þó ættaður sé frá Síberíu. I SKJÁRE//VA/ I á fimmtudögum fim Fimmtudagskvöld eru pottþétt sjónvarpskvöld á SKJÁEINUM. Family Guy kl. 20.00 King of Queens kl. 21.30 Malcolm in the Middle kl. 20.30 House kl, 22.00 Will & Grace kl. 21.00 Sex inspectors kl. 22.50 ®

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.