blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. STEINUM KASTAÐ ÚR GLERHÚSI Igær kynnti Össur Skarphéðinsson nýtt frumvarp sem Samfylk- ingin hyggst leggja fram i byrjun þings nú í janúar. Með því á að tryggja að stjórnir fyrirtækja leggi starfslokasamninga stjórnenda sinna fyrir hluthafafund áður en þeir eru samþykktir. Ástæða frum- varpsins er augljóslega starfslokasamningar tveggja fyrrverandi stjórn- enda FL-Group upp á tæpar 300 milljónir króna. Mikil reiði hefur ríkt í samfélaginu vegna samninganna og ekki er útséð um hvernig því máli mun ljúka. Það verða að endingu viðskiptavinir fyrirtækisins og hlut- hafar sem munu dæma verk stjórnar í þessu máli. Ekki er ólíklegt að stjórnmálamenn allra flokka séu málinu nánast fegnir, því kastljósi fjölmiðla og almennings var með því beint frá umdeildum úrskurði Kjaradóms og tekjum þingmanna, ráðherra og annarra opin- berra starfsmanna hér á landi. Þingmenn, sem dagana á undan höfðu þurft að svara óþægilegum spurningum um eigin kjör, höfðu nú skyndi- lega tækifæri til að gagnrýna kjör annarra. Þingmenn hafa nánast út- hrópað FL-Group vegna málsins, hvatt almennig til að sniðganga félagið og stjórnarformanninn til að segja af sér svo eitthvað sé nefnt. Þeirri skoðun hefur ennfremur verið kastað fram að forstjórar fyrirtækja hér á landi séu komnir með slíkar tekjur að vart þurfi að verðlauna þá þegar þeir láta af störfum með greiðslum upp á tugi milljóna króna. Þessir ein- staklingar beri óneitanlega mikla ábyrgð en þurfi að standa og falla með störfum sínum - ef þeir standa sig ekki eigi að vera hægt að láta þá fara án þess að það kosti fyrirtæki stórfé. Það er nánast broslegt að fylgjast með málflutningi þingmanna í þessu máli. Þeir hafa á stuttum tíma hækkað laun sín verulega og allir vita að þingfararkaup er aðeins brot af raunverulegum tekjum. Það er því ekki hægt að segja með góðu móti að þingmenn séu illa haldnir svona launalega séð. Það er síðan rétt að rifja upp þá röksemdarfærslu sem notuð var þegar hið umdeilda eftirlaunafrumvarp var lagt fram árið 2003. Þá kepptust þingmenn við að benda á að þeir bæru mikla ábyrgð og lítið starfsör- yggi. Oft væri erfitt að finna nýja vinnu þegar þeir hyrfu af þingi og því nauðsynlegt að tryggja þeim það tekjulega öryggi sem í eftirlaunafrum- varpinu var falið. Sömu þingmenn segja nú að forráðamenn fyrirtækja eigi ekki að gera starfssamninga sem tryggir þeim tekjuöryggi. Síðast þegar að var gáð hét svona málflutningur að kasta steinum úr glerhúsi. Auglýsingastjórí: Steinn Kéri Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: tslandspóstur. Alla virka daga milli 14 og 17 Auglýsingar 5103744 blaðið. 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaAÍ6 óYbY BoSS.H/ &E-TUR 7/yfNGr í puStf OG SflGT VowUNÍ AV Vit> tfÖFúíí UPP&ðT7flP mLr&A ÓVibli 2>m Heims um ból Ég söng Heimsumbólá sænsku þessi jólin. Miðdóttir okkar hjóna flutti til Svíþjóðar sl. sumar með fjölskyld- una og við ákváðum að endurnýja kynnin af sænsku jólahaldi frá þeim tímum þegar hún og systur hennar voru litlar. Við þráðum endurfundi við dóttursoninn á fjórða ári. Hann var nýorðinn altalandi á móður- málinu þegar hann var lentur í þeirri stöðu að verða sem mállaus á sænskum leikskóla í Jönköping. Ég fann svo til með barninu. Ég varð að komast að því hvernig honum vegn- aði, hvort hann væri farinn að skilja hin börnin á leikskólanum og gera sig skiljanlegan við þau. Síðustu dagana fyrir jól fór ég með honum á morgnana og sótti hann eftir há- degi og hitti fóstrurnar hans og fjölþjóðlegan hóp skólasystkina. Ég sá að litli ljúfur ætlaði að spjara sig og fóstrurnar sýndu honum mikla umhyggju. Ömmuhjartanu létti. Kirkjan í Centrum Að loknum seinasta deginum fyrir jólafrí áttum við erindi í hverfisversl- unina og leiðin lá fram hjá kirkjunni sem er sambyggð bókasafninu rétt við búðina. Hann sagði mér að Jesús væri í kirkjunni. Hann hefði farið að skoða hann með börnunum í leik- skólanum og vildi sýna mér. Á móti okkur tók kona á miðjum aldri sem talaði mjög góða sænsku þótt hún væri augljóslega innflytjandi eins og helmingur íbúanna í hverfinu. Hún sagðist vera djákni og vita hvað sá litli væri að meina, opnaði inn í kirkjuna og kveikti á kertum þar sem búið var að sviðsetja jólaguð- spjallið með heimagerðum brúðum. Þarna voru hirðarnir á Betlehems- völlum sem gættu hjarðar sinnar, Jesúbarnið (jötunni hjá foreldrum sínum og vitringarnir frá Austur- löndum með gjafirnar, gull, reykelsi og myrru. Drengurinn vildi vita allt um þennan atburð og spurði um heiti á hverri persónu og hverju dýri og amma hans svaraði eftir bestu getu. Á eftir bauð konan okkur upp á kaffi og piparkökur og drykkinn Julmust. Steinunn B. Jóhannesdóttir Konurnar frá Austurlöndum Fyrir í boðinu sátu tvær konur, önnur Arabi frá Armeníu, hin Ar- meni frá Sýrlandi. Báðar áttu bágt með að tjá sig á sænsku en djákn- inn túlkaði. Hún reyndist vera frá Tyrklandi og sagði að þær tilheyrðu kristnum minnihlutahópum sem löngum hefðu sætt ofsóknum á sínum landsvæðum. Ég upplýsti að ég hefði eitt sinn unnið með arm- enskum leikstjóra ( þjóðleikhúsi Islendinga og þannig heyrt um þjóð- armorðið á Armenum. Armenska konan bauð mér að smakka döðlu- snúðana sem hún hafði bakað á meðan drengurinn raðaði í sig pipar- kökunum. Honum líkaði svo vel við þessar nýju vinkonur ömmu sinnar að hann fann hjá sér þörf til að leggja orð í belg: „Min mormor ska baka pepparkakor med mig.“ Þetta var fyrsta heila setningin sem ég heyrði hann segja á sænsku, stór áfangi í lífi barns sem er að ná tökum á nýju tungumáli. Konurnar glöddust með okkur. Tyrkneska konan sagð- ist hafa dvalið 16 ár í Svíþjóð sem skýrði góð tök hennar á tungumál- inu og ég spurði hvort hinar tvær væru nýkomnar. Það reyndist öðru nær. Sú sýrlenska hafði búið í land- inu í yfir tuttugu ár, sú frá Armeníu var enn nær mállaus eftir þrjátíu ár. Hún horfði afsakandi á mig og sagð- ist tala armensku, arabísku og tyrk- nesku en „svenska, mycket svárt.“ Það blikaði á tár. Hún fyllir stóran hóp innflytjendakvenna á Vestur- löndum sem þjást vegna einangr- unar sem málleysið veldur. Lykill að aðlögun fjölskyldunnar er hins vegar að kenna konunum að lesa og tala tungmál móttökulandsins. „Ég vona að ríkisstjórnin setji meiri peninga í að kenna innflytjendum íslensku,“ sagði hin íslensk-palest- ínska Amal Tamimi, ráðgjafi hjá Al- þjóðahúsinu í áramótakastljósi Sjón- varpsins. Það væri öllu samfélaginu til góðs. Höfundur er rithöfundur. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Mikið hefur verið fjallað um mál- efni Dagsbrúnar og 365 fjölmiðla að undanförnu eftir að flri Edw- ald settist þar í framkvæmdastjórastól. Eftir standa Samtök atvinnulifsins sem höfuðlaus her og Ijóst að ekki mun l(ða langt þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn. Stí staða þykir hafa „verðfallið" nokkuð í t(ð Ara og lík- legt að erfitt reynist að finna stórlax úr íslensku viðskiptalífi í stólinn. Klippari finnur til með Samtökum atvinnulffsins ( þessum þreng- ingum og vill því minna á að atvinnulausasti maður landsins, Þórólfur Árnason, er enn á lausu og örugglega til í að reyna sig á nýjum vettvangi. Olafur Sigurðsson, hinn hugprúði og snjalli fréttamaður RÚV, hefur nú yfirgefið fréttastofuna. Ljóst er að brotthvarf hans eru viðbrigði fyrir sjónvarpsáhorfendur, enda ermaðurinn nán- ast eins og húsgagn í stofum landsmanna, svo lengi hefur hann verið á skjánum. Sérstök framsögn hans í fréttum hefur ávallt vakið athygli og byggðu Spaugstofumenn einn ást- sælasta karakter sinn á Ölafi, hinn óskýrmælta Ófeig. Það má hins vegar segja að sjónvarps- áhorfendum hafi verið gerður grikkur með því að RÚV leyfi Ólafi að hætta. Eftir áratuga veru á skjánum voru þeir nefnilega lokslns farnlr að skilja kallinn. Fríið frá pólitíkinni var nú ekki mikið þessi jólin. Strax eftir áramót blöstu svo við heilsíöuauglýsingar frá von- góðum frambjóðendum ( komandi prófkjörum. Samfylkingarmaðurinn Stefán Jón Hafstein lætur þannig engan bil- bug á sér finna þó Stein- unn V. Óskarsdóttir kaupi sér vinsældir í viku hverri og Dagur B. Eggertsson hafi tekið af skarið um metnað sinn. Þá hlýtur brotthlaup Bjarkar Vilhelmsdóttur frá Vinstri grænum yfir (Samfylkinguna að hafa s(n áhrif. Eins kemur framsóknarkonan Anna Kristinsdóttir inn af fullum þunga og ætlar greinilega ekki að láta Birni inga Hrafnssyni 1. sætið (Reykja- vík eftir fyrr en (fulla hnefana. Þetta verður sjóðheitur vetur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.