blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöiö Almenningssamgöngur: Ábendingar um galla á leiðakerfi strætó hundsaðar Fyrrverandi borgarverkfrœðingur segir vankanta á nýja leiðakerfinu hafa veriðfyrirsjáan- lega. Farþegum heldur áfram aðfœkka. BlaSiö/Stelnar Hugi Bilun íflugvél: Óánægja með Icelandair Sigrún Kristinsdóttir var ein þeirra farþega sem bíða þurftu á Kastrup vegna bilunar í vél Icelandair á mánu- dag. Þegar hún ásamt fjölskyldu sinni komst loks til landsins hafði hún verið á ferðalagi í 25 tíma. Hún segir að þau hafi verið komin út í vél þegar þeim var tilkynnt að vegna bilunar þyrfti að draga vélina inn á þjónustu- svæði.„Stuttu seinna var tilkynnt um að við yrðum að fara frá borði og inn í flughöfnina. Okkur var einnig sagt að starfsmenn flugfélagsins myndu útvega okkur hótelgistingu. Þegar þangað er komið, kemur enginn frá flugfélaginu, heldur dönsk stelpa frá einhverju þjónustufyrirtæki þeirra í Danmörku. Hún segir okkur ffá t>ví að önnur flugvél sé á leiðinni frá slandi til þess að sækja okkur.“ Sig- rún segir að þeim hafi verið tilkynnt um að þau myndu því fara í loftið klukkan þrjú um nóttina. „Sú tíma- setning gat hins vegar aldrei staðist, því það tekur þrjá tíma að fljúga til Kaupmannahafnar. Það tekur tvo tíma að kalla út áhöfn í Reykjavík og koma henni í loftið. Þá á eftir að þjónusta vélina í Danmörku og koma fólkinu um borð. Við þurftum sem sagt að húka í flugstöðinni til klukkan kortér í fimm um nóttina án þess að nokkur talaði við okkur.“ Aðeins hægt að kvarta í gegnum tölvu Sigrún segir að farþegarnir hafi fengið 75 krónur frá flugfélaginu til þess að kaupa mat, en fyrir það hafi verið hægt að kaupa samloku og gos. „Þegar við loksins komumst heim baðst áhöfnin jú afsökunar, en okkur var aldrei leiðbeint um hvernig við ættum að snúa okkur til þess að kvarta yfir þessu. í gær fórum við á skrifstofu félagsins því við áttum rétt á hóteh og endur- kröfu á fyrirtækið. Símadaman réttir manninum mínum síma og þegar hann ber upp erindið segir konan í símanum að ekki sé tekið á móti kvörtunum nema í gegnum tölvupóst!“ Hún segir að þegar heim var komið hafi þau sent tölvupóst og fengið sjálfvirkt svar um hæl þess efnis að haft verði samband við þau innan fárra daga.„Ef að fyrirtækið hefði staðið sig betur í þessu máli og látið okkur hafa réttar upplýsingar á hverjum tíma væri ég ekki svona reið. Við vorum með ársgamalt barn á ferðalagi, það var búið að lofa okkur hóteh en í staðinn þurftum við að húka í einhverjum biðsal og fengum 75 krónur danskar sem er auðvitað fáránleg upphæð.“ Sigrún segir umræðu um starfslokasamn- inga stjórnenda FL Group stinga enn meira í augu þegar þjónustan við viðskiptavinina er á þessum nótum.„Framkoma flugfelagsins í þessu máh gengur alveg fram af mér.“ Fyrrverandi borgarverkfræðingur ber að Strætó bs. hafi borist marg- vísleg gagnrýni á hið nýja leiðakerfi meðan það hafi verið í smíðum, en margvislegum ábendingum frá embættismönnum og sveitarstjórn- armönnum hafi f engu verið sinnt. Afleiðingarnar hafi ekki látið á sér standa og hafi farþegum Strætó fækkað sem aldrei fyrr. Þetta kemur fram á vef Björns Inga Hrafnssonar (www.bjorningi. is), sem býður sig fram í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík. Gerir hann gjaldskrárhækkanir Strætó um áramótin að umtalsefni og gagnrýnir þær. Máli sínu til stuðn- ings vitnar hann i bréf frá nafna sínum, Birni Inga Sveinssyni, fyrr- verandi borgarverkfræðingi. 1 því kemur fram að hann hafi rækilega gagnrýnt hið fyrirhugaða leiðakerfi á vettvangi borgarinnar, m.a. við Ásgeir Eiríksson, forstjóra Strætó, og Árna Þór Sigurðsson, þáverandi formann samgöngunefndar Reykja- vikurborgar. Ekkert tillit hafi verið Þorsteinn Einarsson, hæstaréttar- lögmaður, ritar grein í Lögmanna- blaðið þar sem hann telur nýlegan dóm Hæstaréttar í kynferðisbrota- máli geta breytt sönnunarkröfum í sakamálum, að minnsta kosti hvað varðar mál, er varða ætluð kynferðis- brot gegn börnum. 1 október á liðnu ári staðfesti meirihluti Hæstaréttar dóm Héraðs- dóms Reykjaness yfir manni, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn fósturdóttur sinni. Dómur þessi hefhr vakið athygli í lögmanna- stétt, enda byggir dómurinn alfarið á framburði brotaþola. Spyr Þor- steinn í grein sinni hvort framvegis muni nægja til sakfellingar í málum af þvi tagi, að framburður meints brotaþola teljist trúverðugri en fram- tekið til þeirrar gagnrýni frekar en annarra aðfinnslna. Nefnir Björn Ingi Sveinsson að Kjartan Magnús- son og Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík, hafi komið margvís- legum ábendingum og gagnrýni á kerfið í samgöngunefnd, en allt hafi komið fyrir ekki. Borgarverkfræðingurinn fyrrver- andi segir það komið á daginn, sem engum ætti koma á óvart, að núver- andi leiðakerfi Strætó virki engan veginn sem skyldi. Farþegum fækki sem aldrei fyrr og almenn óánægja ríki með kerfið meðal viðskiptavina. Nýja leiðakerfið beið skipbrot Ekki náðist í Ásgeir Eiríksson, for- stjóra Strætó, vegna þessa. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum hafa stjórn Strætó verið kynntar nýjar tölur um farþegafjölda og hafa þær valdið miklum vonbrigðum. I stað þess að nýja leiðakerfið megn- aði að stöðva þróunina, sem verið hefur í farþegafjölda, mun fækkun burður þess sem borinn er sökum um kynferðisbrot. Fram að þessu hefur sú regla verið í hávegum höfð að hver maður teljist saklaus uns sekt hans er sönnuð og hefur ákæru- valdinu fram að þessu verið lögð sú skylda á herðar, að það sanni sök. í andstöðu við lög og fyrri dóma Þorsteinn telur óyggjandi að í um- ræddu máli hafi Hæstiréttur snúið sönnunarbyrðinni við og lagt það á ákærða að hann hnekkti framburði brotaþola um ætlað brot sitt. Með þessu telur Þorsteinn að Hæstiréttur kunni að hafa sett nýja reglu um sönnunarbyrði án þess að hafa heim- ild til, enda stríði hún gegn lögum, stjórnarskrá og Mannréttindasátt- mála Evrópu. Sakfelling ákærða byggði á fram- burði brotaþola, sem að héraðs- dómur taldi einkennast af varfærni og vera trúverðugan, en ekki var lagt sérstakt mat á trúverðugleika ákærða. Með þeim hætti telur Þor- steinn að sönnunarbyrðinni verið snúið við, ákærða gert að hnekkja framburði brotaþola, en þó með öðrum hætti en eigin framburði. Það hafi honum reynst ómögulegt, enda vandséð með hvaða hætti öðrum en eigin framburði hann gat borið af sér sakir. Þorsteinn bendir á að dómur- inn sé í andstöðu við fyrri dóma Hæstaréttar í málum af þessu tagi og minnir sérstaklega á dóm í pró- fessorsmálinu svonefnda. I því máli sýknaði meirihluti Hæstaréttar ákærða með sérstakri tilvísun til þess að ekki mætti slaka á kröfum um sönnunarbyrði og sönnunar- skyldu ákæruvaldsins. Samkvæmt lögum gilda sömu reglur um sönnunarfærslu í öllum tegundum sakamála og er því ekki heimilt lögum samkvæmt að þeirra enn hafa hert eftir að það var tekið í notkun. Margvíslegar ástæður eru nefndar fyrir því, m.a. að stóraukinn inn- flutningur einkabíla skili sér a.m.k. ekki í auknum farþegafjölda. Þá játa háttsettir menn hjá Strætó að kynn- ing nýja leiðakerfisins hafi mistekist fullkomlega, ekki síst vegna þess að fyrirtækinu sjálfu hafi ekki reynst unnt að starfa eftir því vegna sumar- slaka á sönnunarkröfum eða snúa sönnunarbyrði við, enda þótt sönn- unarfærsla sé erfið í sumum mála- flokkum. Veltir Þorsteinn upp þeirri spurningu hvort þjóðfélagsumræða um kynferðisbrot og farveg þeirra í dómskerfinu kunni að hafa haft áhrif á réttinn. Sératkvæði Jóns Steinars Með grein sinni tekur Þorsteinn mjög undir sératkvæði hæstaréttar- dómarans Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar í málinu, en hann vék að þvi að ákærði hefði staðfastlega neitað sök og því bæri að telja hann saklausan uns annað væri sannað. í þessu máli hefði það hins vegar verið látið duga leyfa og manneklu. Stjórnendur Strætó verja þó nýja leiðakerfið og segja það gott til síns brúks, en farþegana skorti. Benda þeir á að miklar kröfur séu gerðar til þjónustustigs fyrirtækisins, bæði hvað varðar leiðir og mögulegan fjölda farþega. Á hinn bóginn virð- ist áhugi borgaranna á almennings- samgöngum dala og gegn slíkri við- horfsbreytingu sé erfitt að vinna. að kærandinn teldist trúverðugur og það lagt á sakborning að hnekkja framburðinum. „Líklega eru vand- fundin dæmi um að dómstólar hafi sakfellt ákærða menn fyrir refsiverð brot á slíkum grundvelli í öðrum flokkum afbrota. Þessu virðist ráða sú aðstaða að sönnunarfærsla um brot erjafnan erfið í málum af þessu tagi og svo hitt að brot, ef sönnuð eru, teljast án nokkurs vafa svívirði- leg að almenningsáliti." Jón Steinar ítrekar hins vegar að þessi staða geti ekki valdið því að sakborningar séu sviptir þeirri mannréttindavernd sem lög, stjórn- arskrá og mannréttindasáttmálum sé ætlað að tryggja þeim. g * * * Xættum ÚMAN* 'P Viltu hætta að reykja? Ókeypis aðstoð Reyksíminn 800 6030 Hœstiréttur: Talinn hafa snúið sönnunar- byrði við í kynferðisbrotamáli Lögfrœðingar hafa áhyggjur afdómi Hœstaréttar þar sem manni var gert að bera afsér sakir fremur en að ákœruvaldið þyrfti aðfœra sönnur á sekt hans. Dómurinn er talinn í andstöðu við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. **Éra Ðsdó MUr Mvkjaness m ~=5 Blati6/Cúndi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.