blaðið

Ulloq

blaðið - 07.01.2006, Qupperneq 8

blaðið - 07.01.2006, Qupperneq 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaöið Bœndasamtökin: Gagnrýna hugmyndir um beingreiðslu Eldur á Njálsgötu Blaliö/Sleinar Hugl Slökkvilið Reykjavíkur fékk í gær tilkynningu var um eld í íbúð að Njálsgötu 60. Eldur kom upp á annarri hæð hússins en enginn var heima þegar það gerðist. Bíll slökkviliðs- ins var kominn á staðinn skömmu stðar og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Að sögn Viktors Sigurðssonar aðalvarðstjóra stoðdeildar slökkviliðsins voru skemmdir af völd- um eldsins minniháttar en húsið var reykræst. Upptök eldsins eru ókunn. Ekki hægt að máta Mátunarklefar verslunarinnar NEXT í Kringlunni voru lokaðirfyrsta dag útsölunnar. „Undarlegir viðskiptahœttir“ segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Tillögur um beingreiðslur til bænda sem eru óháðar fram- leiðslu eru ekki nógu vel útfærðar að mati formanns Bændasamtaka f slands. Hann segir bændur til- búna til þess að taka þátt í þeirri vinnu að lækka matarverð á íslandi en efast um að niðurfell- ing tolla sé eina leiðin. Ekki töfralausn Á morgunverðarfundi Samtaka versl- unar og þjónustu í fyrradag um land- búnað og matvælaverð kom fram að ein leið til að koma á hagræðingu i landbúnaðarkerfinu væri að taka upp svokallaðar beingreiðslur til bænda sem ekki væru háðar framleiðslu. Þá kom fram á fundinum að afnema þyrfti tolla og styrki til landbúnaðar- framleiðslu til að lækka matvælaverð. Haraldur Benidiktsson, formaður Bændasamtaka fslands, segist ekki sannfærður um þessar lausnir. „Við erum ekki sannfærðir um að þetta sé einhver töfralausn allra lausna en við útilokum heldur ekki að það megi hreyfa sig áfram með nýja hugsun.“ Vantar útfærslu Haraldur segist eiga erfitt með að skilja hvaða hagræðingar bein- greiðslur muni eiga í för með sér. Hann segir framleiðslutengingu nauðsynlega því annars gætu menn lent í þeirri aðstöðu að vera veita styrki fyrir ekki neitt. „Ég trúi því ekki sem forsvarsmaður bænda eða hreinlega sem bóndi í sveit að það verði vilji í samfélag- inu til þess að styðja mig sem íbúa fyrir að gera ekki neitt. Það vantar alla útfærslu á þessu. Ég er ekki að segja að hugsun þeirra sé röng eða vitlaus. Síður en svo. Ég vil bara fá að vita hvað menn eru að meina.“ Þá segir Haraldur bændur vera tilbúna að hjálpa til við að lækka matvælaverð. „Ég hef alltaf sagt það að við sem bændur þurfum að vera ábyrgir og við getum ekkert réttlætt ofurverð á búvörum. Það mun bara hafa slæm áhrif á okkur sjálfa. Við eigum að horfa til næstu landa líkt og t.d. Danmörku og nálg- ast þeirra matvælaverð." Framsóknarflokkurinn: Sjaldgæfar fisk- tegundir á forsíðu stórblaða Einkennileg vinnubrögö Islenskar myndir af sjaldgæfum fiskum hafa verið seldar til stórblað- anna, The Times, The Independent og The Daily Telegraph. Blöðin keyptu fjölda mynda sem Jón Baldur Hlíðberg hefur málað af djúpsjávarfiskum í útrýmingar- hættu af völdum botnvörpuveiða. Jón Baldur hefur með þessum myndum unnið mikilvægt starf þar sem flestar myndanna byggja á raunverulegum fyrirmyndum sem engar góðar myndir eru til af í heim- inum. Þeir sem fengist hafa við að mála slíkar myndir hafa flestir gert það eftir gloppóttum lýsingum en Jón Baldur hefur notið einstakrar aðstöðu hér á landi. Sjaldgæfasti fisk- urinn sem Jón Baldur hefur teiknað er vafalítið Trölli en einungis örfá eintök eru þekkt í öllum heiminum af þessari fisktegund. Flest eintökin fékk Jón Baldur frá Hafrannsókna- stofnun en einnig naut hann lið- sinnis margra sjómanna sem færðu honum vandfunda fiska sem slædd- ust í netin. - segir formaður þingflokks Framsóknarflokksins um yfirlýsingar Kristins H. Gunnarssonar ífjölmiðlum. Kristinn H.Gunnarsson skipaði sér í lið með stjórnarandstöðunni í umhverfisnefnd eftir að hann tók op- inberlega afstöðu gegn N orðlingaöldu- veitu eins og fram kom í fjölmiðlum í gær. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Kristinn er ekki sammála félögum sínum í Framsóknarflokknum en skemmst er að minnast þess þegar hann stóð gegn ríkisstjórninni í fjöl- miðlamálinu svokallað. Er afar hissa Það var umtalað á sínum tíma að Kristinn hafi verið settur út í kuldann hjá þingflokki Framsóknarflokksins eftir að hann stóð gegn ríkisstiórn- inni í fjölmiðlamálinu. Hjálmar Árna- son, formaður þingflokks Framsóknar- flokkins, telur ekki að afstaða Kristins í um- hverfisnefnd varðandi Norð- lingaölduveitu eigi eftir að hafa áhrif á stöðu hans innan þing-........ flokksinsensee- llngaolduveitu e'9' iioKKsinsenseg ekki að koma á óvart. íst vera hissa á því að hann hafi ekki kynnt þess afstöðu fyrir þingflokknum. „Ég er afar hissa á þessu. Ég frétti fyrst af Kristinn H. Gunnars- son telurað skoðanir sínar varðandi Norð- þessu á forsíðu Fréttablaðsins. Hann hefur ekki viðrað þessa afstöðu við mig og satt að segja er ég mjög hissa á þessu. Þetta eru einkennileg vinnu- brögð af hans hálfu.“ Á ekki að koma á óvart Kristinn H. Gunnarsson telur að skoðanir hans eigi ekki að koma á óvart enda hafi hann flutt tillögu þessa efnis að hætta eigi við Norð- lingaölduveitu á flokksþingi á síðasta ári. „Ég flutti tillögu um þetta mál á flokksþingi Framsóknarflokksins í febrúar í fyrra ásamt fimm eða sex öðrum. Þannig að þessi skoðun mín hefur legið fyrir í tæpt ár.“ M7 AFRO-AFI AFRÓSKÓLI Sigrúnar Grendal Spennandi námskeið í dansi og trommum Afródansinn okkar hefur svo sannarlega slegið í gegn og nú gefst þér aftur tækifæri til að vera með. Gerðu líkamsræktina að þinni bestu skemmtun. Njóttu þess að hreyfa þig undir mögnuðum trommuslætti Láttu reyndan afrókennara leiða þig á vit ævintýrisins sem felst ( heillandi hreyfingum afródansins Meistari Cheick sér um trommunámskeiðin okkar. Nú getur þú lært á Djembe, Sangmba og Doundoun trommur. Algjört æði. W Án grfns. Afró er engu líkt. Afró er fyrir alla - líka þig! 8 vikna námskeið hefst fimmtudaginn 13. janúar Innritun í síma 561 5100 Kennslustaðir: Baðhúsið (afródans), Betrunarhúsið (trommur) Nánari upplýsingar; www.isf.is Netfang: missgrendal@hotmail.com Símar:8496554 (Sigrún),6910772 (Cheick) Kennararnir Sigrún og Cheick hafa stundað langt og strangt nám í afródönsum og trommuslætti í Gineu,Vestur-Afríku. Þau hafa kennt afró um árabil og staðið fyrir ýmsum uppákomum bæði á Norðurlöndunum og í Afríku. „Við höfum haft þetta fyrirkomulag síðan árið 2003“, segir María Richter skrifstofustjóri verslunarinnar Next. „Þegar útsölur hefjast fyllist allt af fólki og biðraðir myndast bæði fyrir framan mátunarklefa og afgreiðslu- kassa. Við ákváðum að það væri betra fyrir viðskiptavini okkar að kaupa fötin og máta þau heima“. Vörunum má síðan skila innan viku og fást þá endurgreiddar. „Við erum aðeins með mátunarklef- ana lokaða fyrsta daginn og þetta fyrirkomulag hefur ekki áhrif á sölu því við seljum langmest fyrsta dag útsölunnar líkt og aðrar verslanir“. Sama fyrirkomulag er upp á teningnum á fyrsta degi sumar- útsölu en þessa daga opnar versl- unin klukkan sjö að morgni. María segir ástæða lokunar mátunarklefa fýrsta dag útsölu ekki vegna auk- innar þjófnaðartíðni þennan dag. „Við erum aðeins að reyna að létta fólki lífið" segir María. Undarlegir viðskiptahættir „Það kemur mér mjög á óvart að ekki sé hægt að máta föt í fataverslun á fyrsta degi útsölu," segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna. „Mér þykja þetta und- arlegir verslunarhættir og ég held að þetta hljóti að koma verslunni í Jóhannes Gunnarsson formaður neyt- endasamtakana segir lokaða mátunar- klefa undarlega viðskiptahætti. koll. Ég held að það sé alveg öruggt að ef neytendur væru harðir á því að kaupa ekkert án þess að fá að máta þá gengi þetta fyrirkomulag ekki upp. Neytendur hafa mikið vald og ég sé ekki að það sé betri þjónusta við viðskiptavin að þurfa að máta heima og gera sér svo aðra ferð í verslunina innan ákveðinna tíma- marka. Svo er auðvitað alltaf mikil hætta á að fólk sé að kaupa fatnað sem það getur síðan ekki notað.“ Jóhannes segir engin lagaákvæði til um lokaða mátunarklefa og geti verslanir því ákveðið að hafa mát- unarklefa lokaða á útsölum ef þeim sýnist svo.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.